Vikan


Vikan - 04.10.1956, Blaðsíða 10

Vikan - 04.10.1956, Blaðsíða 10
Gissur er hjálpsamur eiginmaður. í FÓTSPOR FULLH UGAIM Gissur: Er stúlkan þá farin úr vistinni? Rasmína: Já, er það ekki sárgrœtilegt? Einmitt þegar ég þarf að hafa heimilið í lagi. Ég á von á gestnm í kvöld. Gissur: Ég hefði gert húsverkin fyrir þig, Rasmína, ef ég þyrfti ekki að fara á skrifstofuna. Rasmína: Ég verð að fara lauslega yfir ibúð- ina, þegar ég verð búin að verzla. Gissur: Ég held ég verði annars heima og komi Rasmínu á óvart með því að gera verkin. Það ætti að koma mér innundir hjá henni. Gissur: Það er bezt að ég geri þetta almenni- Gissur: Rasmína þekkir ekki íbuðina aftur, lega, svo að hún vilji állt fyrir mig gera. þegar hún kemur heim. Gissur: Aldrei hefði mig grunað að þáð væru svona margir gluggar á þessu húsi. Gissur: Æ, hvað ég er feginn að vera búinn. Gissur: Nú, ég hélt að konan mín vœri að koma. Konan: Frú Rasmína borgaði mér 200 kr. fyr- Þetta var nú meira erfiðið. En það verður þess Hvað viljið þér, kona góð? ir að koma hingað og taka til i húsinu. virði að sjá svipinn á Rasmínu, þegar hún kemur. Konan: Ég er frá ráðningarstofunni. Kannski þetta sé hún? „ Með VIKUNNI til Afríku FLUGLEIÐIN frá New York til Jóhann- esarborgar er 9,700 mílur, og fjar- lægðin milli þessara borga er meiri en nokkurra annarra, sem halda uppi föst- um áætlunarferðum milli sín í lofti. Maður flýgur yfir sum af frumstæðustu land- svæðum veraldar, í „fótspor" fullhuga og brautryðjenda á borð við Stanley og Livingstone. Maður þarf ekki að grípa til neinna sérstakra varúðarráðstafana, þótt maður bregði sér til Afríku, þessa undra- og ævintýralands. Maður hefur lesið um, að hitinn sé ótrúlega mikill, en á ferðum mín- um þarna kom ég aldrei í heitari borg en New York. Það er sagt, að Afríka geti verið hættu- leg heilsu manna, en ef maður sýnir eðli- lega gætni, er einskis að óttast/ Eg dvald- ist í Afríku í átta mánuði án þess að setja upp sólhjálm, og ég fékk aldrei svo mikið sem magapínu að ég ekki tali um sótthita. Það er ævintýralegt að koma til Acera, höfuðborgar Gullstrandarinnar. Fram- faraviðleitnin er svo augljós, framtaks- viljinn svo mikill. Maður þarf meir að segja ekki að dvelja nema fáeina klukkli- tíma á flugstöð borgarinnar — þar sem jafn mikið virðist að gera á nóttu sem degi — til þess að skynja þann djarfhug og þá bjartsýni, sem liggur í loftinu. Það er ennþá brezkur landstjóri á gull- ströndinni og hann býr í stórkostlegum kastala við sjóinn. En ríkisstjómin er skipuð innfæddum Afríkumönnum. Gull- ströndin á að verða fyrsta sjálfstæða blökkumannaríkið innan brezka samveld- isins, og forsætisráðherrann, ungur og snjall maður að nafni Nkrumah, hlaut menntun sína að mestu í Bandaríkjunum. Leopoldville er næsti viðkomustaður á leiðinni til Jóhannesarborgar. Leopold- ville er höfuðborg Belgisku Congo. Þetta er líka mjög athyglisverð borg, en gjör- ólík Accra. Þarna eru mikil breiðstræti, vasaútgáfur af skýjakljúfum og slangur af verzlunum og veitingahúsum með evrópisku sniði. Andrúmsloftið minnir mann á Briissel — gróskumikið viðskipta- líf, myndarskapur og reglusemi. Handan Congofljóts er Brazzaville, höf- uðborg Frönsku Mið-Afríku. Þessi fagra og aðlaðandi borg er eins og lítil París. Ferðaskrifstofur í Accra og Leopoldville skipuleggja allskyns ferðalög inn í ó- byggðir. Þær ferðir eru feiknmikil ævin- týri, en þær eru býsna erfiðar. Ég dvaldist eina nótt á trúboðastöð í hjarta Congo, í þorpi, sem heitir Gönde. Þangað er þriggja stunda flug frá Leo- poldville. Þarna var krökkt af strípuðum villimönnum. Enn fjær búa frumskóga- dvergarnir, og haldi maður lengra, mætir maður risunum. Þeir tilheyra Watutsi þjóðflokknum og voru um aldaraðir ann- álaðir stríðsmenn. Þeir, sem sáu mynd- ina Nantur Salomons, muna kannski eft- ir þeim. Jóhannesarborg er endastöð þessarar miklu flugleiðar. Maður furðar sig á ljósadýrðinni, komi maður að kvöldi. Manni finnst öll ljósin harla ótrúleg, eft- ir margra stunda flug yfir niðdimman myrkviðinn. Ég heimsótti fjölda borga í Suður- Afríku og alltaf bar eitthvað nýtt fyrir augu. EGAR Josephine Glanville gekk að eiga unnusta sinn í London í sum- ar, kaus hún að láta hjónavígsluna fara fram í 1100 ára gömlu grafhýsi undir St. Brides kirkju í Fleet stræti. Það er kannski óþarfi að taka það fram, að þetta var í fyrsta skipti sem brúðhjón voru gefin saman á þessum stað. Það eru venjulegast stúlkurnar sem ákveða, hvar þær ganga í það heilaga, og val þeirra hefur vægast sagt stund- um komið mönnum á óvart. Hjátrúarfull stúlka í Bandaríkjunum kaus að ganga í hjónabandið á botni Atlantshafs. Hún hafði farið til spákonu, sem tjáði henni, að hún gæti orðið viss um að verða hamingjusöm í hjónaband- inu, ef hún giftist við óvenjulegar kring- umstæður á óvenjulegum stað. Eftir nokkra umhugsun, valdi stúlkan köfunar- bjöllu. Bjöllunni var sökkt í sjóinn hjá Atlantic City, en innanborðs voru brúð- hjónin og presturinn. „Athöfnin tók um fimm mínútur og fór fram tuttugu fetum undir yfirborði sjáv- ar,“ skrifaði einn blaðamannanna, sem við- staddir voru. „Hjónavígslunni kvað hafa I Lorenco Marques, höfuðborg portú- gölsku nýlendunnar Mazambique, rakst ég á íburðarmestu verzlunina í allri Afríku, í hafnarborginni Durban báru biksvartir Zuluar mig í burðarstól og á tanganum í grennd við Höfðaborg, syðsta odda Afríku, gerðu ósvífnir apar árás á bílinn minn. Þegar ég flaug yfir Kimberley, sá ég demantanámuna, sem er kölluð „stærsta hola jarðríkis“, og í Windhoek, höfuðborg Suð-vestur Afríku, drakk ég þýzkan bjór, sem var engu lakari en sá, sem borinn er á borð fyrir mann í Munchen eða Pilsen. I Kruger þjóðgarðinum — þangað er þægileg bílferð frá Jóhannesarborg — er urmull villidýra. Þar lifa þau algerlega óáreitt. Ferðamenn á þessum slóðum mega hvorki hafa með sér skotvopn né fara út úr bílum sínum, og árangurinn er sá, að hvorki þeir né dýrin eru í neinni hættu. Það má segja um þennan garð, að hann sé dýragarður, þar sem endaskipti hafa verið höfð á hlutunum. Það eru gestirnir, sem eru í búrum — í bílum sínum — en dýrin leika lausum hala. — JOHN GUNTHER. lokið með einum lengsta kossinum, sem um getur, en að því búnu var köfunar- bjallan dregin upp á yfirborðið." Önnur stúlka, sem taldi hafsbotninn tilvalinn stað til að giftast, stakk upp á því við unnusta sinn, að þau klæddust kafarabúningum og létu splæsa sig sam- an á botni Pugetsunds við Seattle. Bún- ingur klerksins bilaði því miður 1 miðju kafi, og brúðhjónin urðu að bíða „niðri" á meðan viðgerð fór fram. En þarna voru þau semsagt gefin saman. Tvítugt kærustupar í Long Beach, Kali- forníu, kaus að giftast — í kjaftinum á hval, sem þar hafði rekið á land. önnur bandarísk skötuhjú kusu sundlaugina, þar sem þau höfðu kynnst. Brúðguminn var í hvítri skyrtu og sundskýlu og brúð- urin í sundbol og með hvíta brúðarslæðu. Övenjulegar hjónavígslur hafa átt sér stað á fjallstindum, í fangelsum, í kafbát- um og járnbrautalestum. Þó slógu þau Marjorie Kinger og Donald Babcock senni- legast öll met í þessum efnum. Þau tóku flugvél á leigu og létu gefa sig saman í 2,100 feta hæð. Að því loknu kvöddu þau viðstadda, þökkuðu þeim komuna — og steyptu sér út úr vélinni í fallhlífum! HVERJV TEKUR ÞAÐ UPP Á NÆST? BLESSAÐ BARIMIÐ Gjáldkerinn: Hvað segirðu um að leika golf með okkur á morgunf Pabbinn: Þakka þér fyrir, en ég get það ekki. Bókarinn: Okkur vantar fjórða mann. Afgreiðslumaðurinn: Þú hefur gott af að koma með okkur. Pábbinn: Því miður, piltar. Ég þarf að gera annað. Pábbinn: Ég hefði kannski átt að þiggja boðið um að koma með þeim. Mér veitir ekki af að œfa mig. Pabbinn: En Lilli og mamma hans yrðu fyrir vonbrigðum, ef ég eyddi ekki frídeginum með þeim. Mamman: Heyrðu elskan, ég œtla að þremur vinkonum mínum á morgun. Lilli: Og mamma œtlar að leyfa mér fara að leika golf með að bera kylfurnar. . 10 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.