Vikan


Vikan - 04.10.1956, Blaðsíða 6

Vikan - 04.10.1956, Blaðsíða 6
FIAT í lofti9 oo tegi Ím3£ Sitthvað frá þessari heims- kunnu, ítölsku verksmiðju. Á þessari síða: Nýju gerðirnar af Fiat fólksbifreiðunum og úr eimii verk miðjuimi Á næ tu síðu: Fiat 1400 og 1900 — fimm manna fólks vÁre u — or f jölskyldubíllinn Fiat 1100 FIAT fyrirtækið var stofnsett árið 5889 af nokkrum kaupsýslumönnum í Tor- ino á ítalíu. Var þá hafin framleiðsla. á bifreiðum í verksmiðjum, sem byggðar voru á bökkum Po árinnar í Carsa Dante Torino. Gólfflötur þeirra var rösklega 107.000 ferfet og þar unnu þá aðeins 50 verkamenn. En þessar verksmiðjur voru þær fyrstu sinnar tegundar á ítalíu. Upphafsmaður og síðar forstjóri Fiat var Giovanni Agnelli. Fiat er skammstöfun á Fabbrica Ital- iana Automobili Torino. Fyrst voru staf- irnir aðskildir með punktum (F.I.A.T.) en síðan (1906) hurfu punktarnir og Fiat nafnið hefur siðan verið notað sem vöru- merki fyrirtækisins. Þetta orð er nú löngu frægt orðið um allan heim. I fyrstu voru það Fiat kapp- akstursbílarnir, undir stjórn ökukappa eins og Nazzaro, Lancia, Bordino, Cagno, Salamano o. fl., sem gerðu Fiat-nafnið frægt með því að sigra í hverri keppn- 'inni á fætur annarri. Árið 1906 var fyrii'tækið endurskipu- lagt á grundvelli aukinnar og fjölbreytt- ari fi’amleiðslu. Tók það þá að glima við flugvélaframleiðslu og með auknu hluta- fé hóf það stálframleiðslu og málmsteypu Við bættist svo framleiðsla á járnbraut- um, landbúnaðarvélum, flugvélahreyflum, þungum vinnuvélum og stórum dieselvél- um fyrir allar tegundir skipa. og iðnað- ar. Vegna þessarar fjölbreyttu framleiðslu myndaðist slagorðið: „Fiat, Terra, Mare, Cielo“, sem þýðir: „Fiat í lofti, á láði og legi“. Aðalverksmiðjurnar eru nú 15 að tölu og grunnflötur þeirra er yfir níu fermíl- ur að flatarmáli. Árið 1951 unnu þar um 60 þús. manns, og er áætlað að um helm- ingur íbúa Torino eigi afkomu sína und- ir Fiat, enda eru þær langstærstu verk- smiðjur Italíu og með þeim stærstu í Evrópu. Fimmtíu ára reynsla hefur skapað Fiat- fyrirtækinu hinn ákjósanlegasta grundvöll til vélrænnar framleiðslu og tekniskrar nákvæmni. Rannsóknarstofur Fiat, sem búnar eru öllum nýjustu tækjum, fylgj- ast með framleiðslunni, finna betri efni og ódýrari og benda á nýjar og betri framleiðsluaðferðir. Ungir menn eru þjálf- aðir af verksmiðjunni til ýmissa starfa. Hefur Fiat til þess sérstakann skóla, þar sem hundruð pilta stunda nám, og eru sumir þeirra síðan kostaðir til framhalds- náms í háskólum víða um heim. Fiat á miklar námur í Alpafjöllum. Sumar hafa verið unnar allt frá þvi að Rómverjar grófu þar upp gull og silfur og síðar kopar og jám. Málmgrýtið er unnið aðallega í tveim verksmiðjum. Mar- tin og Fiat rafmagns-bræðsluofnar eru notaðir við vinnslu hráefnisins. Stærstu hlutir, sem hægt er að steypa í þessum verksmiðjum, vega allt að 30 tonnum, en þeir minnstu eru um 30 grömm. Bifreiðaverksmiðjurnar eru staðsettar í Mirafiori héraði við rætur Álpanna. Það eru aðallega tvær verksmiðjur sem fram- leiða bíla, nýiu Fiat-Mirafiori verksmiðj- urnar og gömlu Lingotto verksmiðjurnar. Þær fyrrnefndu eru 300 þús. fermetr- ar að stærð og gætu rúmað eina milljón og tvö hundruð þúsund manns. Víðátta þessara verksmiðja er svo mikil, að eft- irlitsmennirnir verða að aka í bílum á ferðum sínum um þær. Þær síðarnefndu eru frægar fyrir reynslubraut fyrir bíla — sem er á þaki verksmiðjubygginganna. Braut þessi er 1.030 metrar á lengd og þolir hvaða hraða og þunga sem er. Bílarnir aka upp á þakið eftir hringbrautum. 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.