Vikan


Vikan - 25.10.1956, Blaðsíða 3

Vikan - 25.10.1956, Blaðsíða 3
Það snýst flest um atomið Þar sprakk atomsprengja 9. ágúst 1945 AÐ var tveimur atomsprengjum varpað á Japan í lok síð- ustu heimsstyrjaldar og síðari sprengjan féll á Nagasaki. Þessi staðreynd blasir líka við manni þegar maður kemur til börgarinnar. Japanir eru sumsé búnir að gera viðburðinn að einskonar ferðamannabeitu. Ferðamannaverzlanirnar í Nagasaki eru fullar af allskyns „atomhlutum". Oft eru þessir hlutir auk þess merktir með mynöum af atomskýinu mikla, sem flestum er kunnugt af fréttamyndum. Maður kemst ekki hjá því að velta því fyrir sér, hvort öilum sé jafn kærkomið að fá slíka mingjagripi. Skyldi ekki sumum finnast þeir dálítið ömurlegir? Nagasaki hefur löngum verið vinsæll ferðamannabær, en aldrei þó vinsælli en frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Það má líka segja, að ferðamanninum sé tekið opnum örmum. Hann er naumast fyrr stiginn út úr járnbrautarlestinni, en honum er boðið að stíga upp í einn hinna spánýju bíla, sem notaðir eru til þess að sýna ferðamönnum það markverðasta á staðn- um. Um leið.er honum afhentur dálítill bæklingur með bæjar- vísum og korti af borginni. Inn á kortið eru merktir merkilegustu staðirnir í Nagasaki og bíllinn ekur raunar rakleitt til eins þeirra. Þetta er bletturinn, sem sprengjan sprakk yfir. Næst er ekið að fornum húsai'ústum, sem marga, fýsir að sjá. Þarna höfðu Hollendingar um 250 ára skeið verzlunarstöð, og hún var í þá tíð eini tengiliðurinn milli Japan og hins hvíta heims. Þá eru skoðaðar kirkjur og musteri. Strax og bíllinn leggur af stað, býður bílfreyjan ferða- fólkið velkomið með því að syngja fyrir það vinsælt japanskt lag. Síðan skýrir hún frá því, hvernig íbúar Nagasaki hafi af- ráðið, þegar eftir hina ægilegu sprengingu, að reisa borgina úr rústum og gera hana að einskonar alþjóðlegri friðarmiðstöð. Atomsprengjunni var varpað hinn 9. ágúst 1945. Á meðan hún talar, heldur bíllinn út í eitt eyðilegasta bæj- arhverfið sem til er í víðri veröld. Þarna er hvert kofahreysið öðru ömurlegra, en á víð og dreif rústirnar af húsum, sem fyrr- um hljóta að hafa verið reisulegar steinbyggingar. Bílinn nemur staðar fyrir utan ósvikið atomslcelfingasafn og ferðamönnunum er boðið inn. Hér minnir allt á hið ægilega augnablik, þegar gjöreyðingarafl sprengjunnar tætti borgina í sundur. Það eru bráðnaðar þakhellur og snúnir stálbitar, þoku- kenndar myndir, sem teknar voru af sprengingunni úr margra mílna fjarlægð, sviðinn fatnaður o. s. frv. En hér fá ferðamennirnir ekki að tefja lengi. Brátt birtist hin broshýra leiðsögustúlka aftur og fer með ferðafólkið að staurnum, sem merkir nákvæmlega þann stað, sem sprengjan sprakk yfir. Ferðalangarnir eru hvattir til að brosa á meðan japanskur Ijósmyndari tekur af þeim mynd. Skammt frá safninu er kofinn þar sem dr. Takashi Nagai bjó. Geislun frá sprengingunni dró hann að lokum til bana. En hann vann til hinstu stundar við að linna þjáningar annr arra fórnardýra gjöreyðingarvopnsins. Kofinn er svo lítill, að læknirinn hefur orðið að sofa í hnipri, en í honum er stór og fögur Maríumynd, því að dr. Nagai var kaþólskur og mikill trúmaður. Á hæð þarna standa rústirnar af kaþólskri kirkju, sem eyðilagðist í sprengingunni. Líkneski liggja eins og hráviði um kirkjugólfið. Þessar kirkjurústir hafa eignast furðulega tign og reisn í eyðileggingarbálinu. Það er dálítið einkennileg tilfinning sem grípur kristinn mann þegar hann kemur í kirkjuna. Nagasaki er eina borgin í Japan þar sem einkenna kristninnar gætir svo nokkru nemur. Nagasaki er líka að ýmsu leyti ,,vestrænust“ allra jap- anskra borga. Þarna standa enn fögur hús, sem Evrópumenn og Bandaríkjamenn reistu fyrir hundrað árum. Til allrar ham- U'ÉR er rr.yr.d af tveimur stórlöxuin í kvikmyndaheim- inum. Annan kannast eflaust flestir við, hinn munu öUu fleiri eiga verra ineö að nefna. Þó er hann jafnvel meiri stórlax en stjarnan, sem hann er að tala við; hann heitir semsagt J. Arthur Rank og er upp undir það ein- valdur í brezka ltvikmyndaiðnaðinum. Jú, stjarnan er Gregory Peck. Miðjumaðurinn er hinsvegar ekki nafn- greindur. En sá til liægri er Rank kvikmyndakóngur. ingju, ef nota má það orð í sambandi við atomsprengjuna, féll múgmorðstækið á nýjasta hluta Nagasaki, og gömlu borgarhverf- in eru nærri ósködduð. Ferðin um borgina tekur nærri sex klukkustundir og leið- sögustúlkan talar nærri allan þann tíma. 1 ferðarlok þakkar hún ferðafólkinu kærlega fyrir samfylgdina og biður það eins og guð sér til hjálpar að gleyma aldrei þessum degi. Maður er nærri því hræddur um, að hún ætli að fara að gráta. Ferðamennirnir standa á fætur og búa sig til að ganga út úr bílnum — en: ,,Eitt andartak!“ og leiðsögustúlkan stöðvar þá með sínu blíðasta brosi. Hún á eftir að útbýta myndunum, sem teknar voru við staurinn fræga, myndunum, sem ljós- myndarinn tók nákvæmlega á þeim punkti, sem atomsprengjan sprakk yfir, myndunum, sem um alla framtíð eiga að minna okkur á skemmtiferð um Nagasaki. — DONAND KEENE Ingibjörg er komin heim, og hún er . . . A FORSÍÐUNIMI INGIBJÖRG ÞORBERGS, hin vinsæla dægurlagasöng- kona, er nýkomin úr sex vikna ferð til Bandaríkj- anna, en þar kom hún meðal annars fram í sjónvarpi og útvarpi. Vakti söngur hennar hvarvetna mikla hrifningu. Ingibjörg var kynnt fyrir mörgum þekktum banda- rískum söngstjörnum, eins og t. d. Frankie Laine (þau eru saman á forsíðunni) og Ellu Fitzgerald. Laine lét í ljós mikinn áhuga á einu af lögum þeim, sem hún hefur sami^. Lagið kvnnti hún á kabarett íslenzkra tóna síðast- liðið vor og heitir það á íslenzku: Frá Tjörninni að Öskjuhlíð. Ingibjörgu bárust mörg tilboð um að koma fram í ýmsum þáttum og má þar nefna þættina Name the Tune og The Arthur Godfrey Show, sem er þekktasti sjón- varpsþáttur Bandaríkjanna. Þessum tilboðum varð Ingi- björg þó að hafna vegna þess nauma tíma, sem hún hafði til umráða. Af sjónvarps- og útvarpsþáttum, sem hún kom fram í, má nefna The Mark Evan Show í Washington og The Barry Grays Show í New York, en að auki söng hún m. a. í Bedford í 50 mínútna útvarpsdagskrá og söng lög inn á stálband með stórri hljómsveit í Washington til útvarpsflutnings þar. Það er ekki blöðum um það að fletta, að för Ingi- bjargar til Bandaríkjanna hefur tekist með ágætum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.