Vikan


Vikan - 25.10.1956, Síða 6

Vikan - 25.10.1956, Síða 6
31un€BÖ€Brleysingi9 wewfcsmiögusinlÍMB — st/uwmu! AÐ skiptir nokkru máli fyrir allar kvikmyndastjömur, hvernig þær haga lífi sínu, þegar þær eru ekki fyrir framan kvikmyndavélina. Sögurnar, sem um þær spinnast, fréttirnar, sem blöðin færa lesendum sínum af þeim, geta haft mikil áhrif á vinsældir þeirra. Þó er því ekki að neita, að oftast skipta myndirn- ar þeirra líka miklu máli. Á þessu sviði, eins og svo mörgum öðr- um, hefur Marilyn Monroe sérstöðu. Þessi heimsfræga leikkona hefur komist upp á tindinn þrátt fyrir myndirnar, sem hún hefur leikið í; þær hafa nefnilega nærri því upp til hópa verið alveg einstaklega ómerkilegar. Hlutverkin, sem hún hefur fengið, hafa nærri undantekningarlaust verið léleg; þau hafa gefið henni lítið tækifæri til að sýna, hvað í henni býr. Það hefur með öðrum orðum sáralítið reynt á leikgáfu hennar. Auk þess hefur einkennilegur losara- bragur verið á leikferli hennar frá upp- hafi. Það er þó ekki henni að kenna. En myndirnar, sem kvikmyndaframleiðend- urnir hafa valið henni, hafa verið þannig úr garði gerðar, að hún hefur ekkert tæki- færi fengið til þess að skapa fastmótaða persónu. Það kemur því á daginn við athugun, að Marilyn Monroe hefur orðið stjarna þrátt fyrir að ýmsu leyti afleitar aðstæð- ur. Hún var meir að segja orðin heims- þekkt áður en hún hafði leikið aðalhlut- verkið í einni einustu mynd. Frægðin, sem byggðist á persónuleika hennar, kom fyrst, stjörnufrægðin á eftir. Þetta er auðvitað ekkert einsdæmi í kvikmyndaheiminum, þótt fremur sé það sjaldgæft. Veröldin hefur svosem átt heimsfrægar „leikkonur“, sem aldrei hafa fengið stjörnuhlutverk. Þar eru Gabor- systurnar ungversku ágætt dæmi, sem með óteljandi eiginmönnum og öðrum auglýs- ingabrellum hafa orðið frægar, án þess að fá eitt einasta stórt hlutverk að glíma við. Þó væri ranglátt að flQkka Marilyn Monroe með systrunum. Til að byrja með getur hún leikið. Það eru meir að segja margir, sem halda því fram, að hún sé afbragðsgóð leikkona. Og í öðru lagi hef- ur hún aldrei orðið að grípa til annarlegs lífernis og fíflaláta til þess að komast í blöðin. Sannleikurinn er sá, að á Holly- woodmælikvarðá er hún óvenjulega stillt og prúð stúlka. Persónuleiki hennar er bara svo magnaður, að allt eða uppundir það allt, sem hún tekur sér fyrir hendur, verður fréttamatur. Hvað veldur? Hvað er það í fari og framkomu þessarar ljóshærðu stúlku, sem veldur því, að hún er kornung — og þrátt fyrir margslíonar mótlæti — orðin ein skærasta leikstjama veraldar? Hún fæddist í Los Angeles í Bandaríkj- unum 1. júní 1926. Barnsárin dvaldist hún ýmist á munaðarleysingjahæli eða í vörslu óhæfra fósturforeldra. Hún hefur sagt frá mörgu ömurlegu, sem á daga hennar dreif á þeim ámm. Sextán ára gömul var hún gift manni, sem hún elskaði ekki. Hjónabandið entist eitt ár. Og árið 1943 byrjaði hún að vinna í verksmiðju við málningarsprautun. Ljósmyndari uppgötvaði hana þarna og fjórum árum seinna voru myndir henn- ar orðnar eftirsóttar á blaða- og tíma- ritakápur. Upp úr því fékk hún fyrsta kvikmyndasamninginn sinn; hún var ráðin upp á 125 dollara vikukaup. Þessa vinnu hafði hún ekki lengi, og þegar hún hafði verið atvinniilaus um skeið, féllst hún á að sitja fyrir hjá ljós- myndara — nakin. Hann seldi tvær af þessum myndum á dagatöl. Skömmu seinna fékk hún smáhlutverk í kvikmynd- inni Steinskógurinn og vakti strax feikn- mikla athygli. Hún fékk annan samn- ing og nú var vikukaupið 750 dalir. Loks virtist hún vera að slá í gegn. Þá gerðist það, að blaðamaður ljóstr- aði því upp, hver hún var nakta stúlk- an á dagatölunum. Blöð um gervöll Banda- ríkin gerðu sár mikinn mat úr þessu. Dag- ar hennar sem leikkonu virtust taldir. En það var einmitt þegar verst gegndi sem hún sýndi, hvað í henni bjó. Hún bað ekki auðmjúklega fyrirgefningar, eins og einhver hefði kannski gert, né reyndi að skjóta sér bak við afsakanir. Hún játaði hispurslaust, að hún væri nakta stúlkan, og þegar hún var spurð, hvers- vegna í ósköpunum hún hefði gert þetta, svaraði hún sem satt var: ,,Ég þarfnaðist peninganna." Hún sigraði: Almenningur kunni að meta hispursleysi hennar og hugrekki. Þessi ljóshærða stúlka sýndi það við þetta tækifæri og hefur haldið áfram að sýna það síðan, að hún er enginn álfur. Hún er greind og alveg dæmalaust orð- heppin. Tilsvör hennar eru iðulega bráð- fyndin — án þess að vera meinleg. Plún er ákaflega vinsæl — miklu vin- sælli satt að segja en almennt er um kvikmyndastjörnur. Allir, sem kynnast henni, tala vel um hana. Víðfræg brezk kona sagði um hana fyrir skemmstu: „Hún er einstaklega aðlaðandi stúlka, prúð og kurteis." Árið 1943, þegar hún var kjörin vin- sælasta kvikmyndaleikkona Bandaríkj- anna, byrjaði hún að sýna þess merki, að hún ætlaði sér ekki að láta þar við sitja. Hún byrjaði að lesa bækur eftir úrvals- höfunda, að hlusta á sígilda tónlist og biðja kvikmyndafélagið, sem hún vann hjá, um veigameiri hlutverk. Hún hafn- aði afdráttarlaust hlutverki í músíkmynd, Framliald á bls. H). Hann elskaði hana ekki . . . AÐ eru til margar sugur um Marilyn Monroe. Sög- urnar, sem kunningjar hennar segja af henni, lýsa einmitt oft þeim af eiginleikum hennar, sem mest og bezt hafa dugað henni á leiðinni upp á frægð- artindinn. Hér er átt við hið ódrepandi hugrekki, sem ein- kennt hefur líf hennar, hina þroskuðu kýmnigáfu, sem hún er gædd ög þá meðfæddu óbeit sem hún hefur á hverskyns sýndarmennsku. Nokkru eftir að hún komst í tölu stjarnanna, byrjaði leikari, sem fram að þeim tíma hafði sýnt henni fullkomið tóm- læti, að bera sig eftir henni. Hann bauð henni út hvert kvöldið á fætur öðru og end- aði með því að lýsa yfir af miklum f jálgleik, að hann elsk- aði hana og vildi giftast henni. Marilyn vissi mætavel, að hann elskaði ekki hana heldm’ skyndifrægð hennar. Hann var að vísu dáður og frægur, en inn við beinið var hann heimsk- ur og auðtrúa hrokagikkur, sem meðal annars var sífellt að guma af auðæfum sínum og þeirri staðreynd, að hann var kominn af forríkum „heldri- stéttarf or eldr um‘ ‘. Marilyn ákvað að veita hon- um verðskuldaða ráðningu. Hún lét kunningja sína koma þeirri sögu á kreik, að hún væri að hugsa um að leggja leiklistina á hilluna. Næst þegar þau hittust, trúði hún honum fyrir því, að hún væri staðráðin I að yfirgefa Holly- wood. Á næsta stefnumóti þeirra lýsti hún því fyrir hon- um með grátstafinn í kverk- unum, hve mjög hún saknaði allra gömlu vinanna sinna. Á þar næsta stefnumóti sagði hún, að jæja, nú væri þetta klappað og klárt, hún væri bú- in að segja upp í kvikmynda- verinu og eftir helgina mundi hún byrja aftur í sinni gömlu vinnu. Það fór að fara um hinn ættgöfuga leikara, þegar Mari- lyn sagði honum, að þetta væri verksmiðjuvinna. Ennþá ótta- slegnari varð hann, þegar hún játaði, að hún mundi raunar vinna í málningarverkstæði verksmiðjunnar. Og hann var nærri kominn niður úr gólfinu, þegar hún stillti upp i íbúð- inni hans á mánudagskvöldið í óhreinum nankinsfötum og með bitakassa undir hand- leggnum! Hann bauð henni ekki út kvöldið eftir og hann forðaðist eins og heitan eldinn að hringja á hana þar næsta dag. Hann komst ekki að því, að hún hafði verið að skopast að hon um, fyrr en hún mætti til vinnu í kvikmyndaverinu nokkrum dögum síðar. Þá uppgötvaði hann, að hún hafði aðeins verið í viku frii. Og þá fyrst frétti manngarmurinn, að hin heims- fræga stjarna hafði raunar einu sinni verið óbreytt verka- kona á málningarverkstæði — og skammaðist sín ekki hót fyrir það. 6

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.