Vikan


Vikan - 25.10.1956, Qupperneq 8

Vikan - 25.10.1956, Qupperneq 8
GISSUR SNÝR Á RASMlNU. Rasmína: Svo Gissur hefur þá aldrei gert við þennan leJca krana. Sá skal fá orð í eyra. Rasmína: Ég hélt að þú œtlaðir að gera við Rasmína: Og líttu á handriðið. Þú ert búinn kranann í eldhúsinu. að lofa í heilan mánuð að gera við það. Gissur: Ja-á, en ég hef haft svo mikið að gerá. Gissur: Ég skál festa það strax og ég hef tíma til þess. Rasmína: Og brauðristin hefur verið viku. Hvenœr œtlarðu að gera við hanaf Gissur: Einhvern daginn. biluð Rasmína: Það er ekki nokkurt gagn i þér hér á heimilinu. Ég œtla að hringja á ráðningar- stofuna og ráða viðgerðarmann. Gissur: Það er Ijómandi góð hugmynd. Gissur: Okkur veitir ekkert af að fá viðgerðar- mann állan daginn. Rasmína: Getur hann byrjað í dag? Ágoett! Rasmína: Er þetta ekki gremjúlegt? Það er slitinn strengur í píanóinu mínu og ég þarf að æfa mig að syngja núna. Dóttirin: Kannski viðgerðarmaðurmn geti gert við hann fyrir þig. Viðgerðarmaðurinn: Auðvitað kann ég að gera við piano. Það er sérgrein min. Gissur: Jœja þá, ég er hœttur við að ráða við- gerðarmann, en héma færðu viku laun fyrir ómakið. Dóttirin: Ég vona að viðgerðarmaðurinn hafi vit á píanóum. Rasmína: Það hlýtur hann að hafa. Hann kem- ur á hverri stundu. Gissur: Það er ekTci hœgt að treysta neinum nú á dögum, Rasmína. Það kœmi mér ekki á óvart, þó liann léti ekki sjá sig. 100% KRAFAIM" ER HÆTTULEG Nú kemur á daginn að þaö ER hægt að setja markið of hátt! E' G heimsótti fyrir skemmstu Tylerhjónin, sem verið hafa ná- grannar mínir árum saman. Þau voru nýkomin úr þriggja mánaða ferðalagi til útlanda og ég hlakkaði til að heyra ferða- sögu þeirra. John og Eleanor Tyler eru viðfeldin miðaldra hjón og þetta var fyrsta ferð þeirra út fyrir landsteinana. Þau höfðu verið lengi að aura saman í ævintýrið. Ég samgladdist þeim innilega, að þessi stóri draumur þeirra skyldi nú loksins vera orðinn að veruleika. Auðvitað, játuðu þau, var margt alveg ógleymanlegt: þessi undurfögru ensku sveitaþorp; Iistaverkin í safninu í Louvre; gömlu makalausu hallirnar og kastalarnir. Þó kom brátt á daginn, að í augum frú Tylers skyggði æði margt á þessar minningar. Þessir ósvífnu frönsku leigubílstjórar til dæmis, sem ekki höfðu látið sér nægja að hlægja að frönsk- unni hennar, heldur höfðu hvað eftir annað beinlínis sýnt henni lítilsvirðingu með því að gefa ótvírætt í skyn, að þeir væru óánægðir með drykkjupeningana, sem hún gaf þeim. ,,Og Edinborg!" sagði hún. „Árum saman var ég búin að hlakka til að sjá þessa borg. En veðrið, maður minn! Það rigndi stanslaust í fimm daga.“ Bæði hjónin kvörtuðu undan því, hve ferðin hefði verið dýr; þau voru sammála um, að þetta hefði kostað þau að minnsta kosti fjórðungi meira en ferðaskrifstofurnar höfðu talið þeim trú um. Hvorugt gat gleymt því, að þótt skipsklefinn þeirra hefði verið þægilegur, hafði mikið vantað á, að hann væri eins stór og fínn og hann hafði sýnst á myndunum í auglýsingunum. Ég hef hugsað heilmikið um Tylerhjónin síðan ég heim- sótti þau. Vanur ferðalangur hefði auðvitað getað varað þau við því, að á löngu ferðalagi verður maður að vera við því bú- inn að verða fyrir einhverskonar óhöppum. Ef fólk vildi aðeins viðurkenna þessa staðreynd. Ef menn vildu aðeins gera sig ánægða með 85% árangur, ef svo mætti orða það, með öðrum orðum sætta sig við, að óskir þeirra og draumar rætist ekki 100%. Ég hygg að með því móti yrðu þeir miklu ánægðari með tilveruna. Tylerhjónin gerðu of miklar kröfur til lífsins. Þau ætluðust til þess, að allt gengi alltaf og undantekningarlaust eins og í sögu. Ef þetta brást, urðu þau óánægð. Og þar sem lífið er nú einu sinni þannig, að 100% uppfylling óska manns er ákaflega sjaldgæf, voru þau sífellt að verða fyrir vonbrigðum. Þau voru óánægð með sig sjálf, óánægð með aðra, óánægð með gang lífs- ins eins og hann óhjákvæmilega er. Sjálf verð ég því miður að gera þá játningu, að ég hef allt of oft ætlast til þess, að lífsferð mín yrði fullkomin. Ég hef allt of oft verið svo barnaleg að ætla, að vinum sé undantekn- ingarlaust hægt að treysta, að öll verkefni gangi snuðrulaust, að ekkert geti né eigi að skyggja á daglega sambúð manna. Þó hef ég verið svo lánsöm að týnast aldrei í myrkviðnum eins og Tylerhjónin. Mér lærðist það snemma að vænta aldrei 100% árangurs í neinu af því, sem ég tæki mér fyrir hendur. Ég held ég hafi byrjað að átta mig á því, hve barnalegur slíkur hugsunarháttui- er, þegar ég var á átjánda árinu. Þann dag, sem hér um ræðir, gerðust þau tíðindi, að mamma brenndi 50 dollurum með því að fleygja fimm spánýjum tíu dollara seðlum í eldavélina. Það voru alvarleg veikindi í f jölskyldunni um þessar mundir og hún var utangátta af áhyggjum. í annairi hendi hélt hún á peningunum, sem læknirinn og kaupmaðurinn áttu að fá, í hinni á fægiskúffunni. Og áður en hún vissi hvaðan á sig stóð veðrið, var hún búin að fleygja peningunum í stað ruslslns á eldinn. Ég minnist þeirrar skelfingar, sem greip okkur báðar, þeg- ar seðlarnir urðu að ösku fyrir augum okkar. En ennþá minnis- stæðara er mér það þó, með hve miklu jafnaðargeði hún sætti sig við orðinn hlut. „Nú jæja,“ sagði hún, „ég er að minnsta kosti fegin, að ég skyldi gera þetta en ekki þú. Peningarnir eru farnir. Við skul- um ekki hugsa meir um þetta.“ Heimurinn hættir ekki að snúasta, þótt þú eða einhver annar tapi peningum, verði fyrir vonbrigðum á ferðalagi eða rati í einhverja þeirra örðugleika, sem allsstaðar eru á vegi okkar. En við erum vissulega ekki öfundsverð, þegar við álpumst út á þann hála ís að krefjast algerrar fyllingar á öllum sviðum. Þó er þetta algengt. Þeir eru til dæmis margir, sem eru svo heimskir að ætla, að ekkert hjónaband sé farsælt nema það sé „fullkomiö". Þeir eru sömuleiðis margir, sem ætlast til þess, að fjölskyldan sé undantekningarlaust samhent og ástúðleg — ella hafi einhver eða einhverjir ekki gert skyldu sína. Allt skal vera fellt og slétt, allt skal ganga eins og vel smurð vél. Auð- vitað sýnir þetta tilfinnanlega vöntun á kýmni. Þessir menn taka lífið of hátíðlega, sjálfa sig of hátíðlega. Þeir sjá sjálfa sig aldrei eins og aðrir sjá þá, eru jafnvel svo blindir að ætla að þeir séu óskeikulir. Hundrað prósent reglan getur tortímt ástinni og eyðilagt hjónabönd. Hún getur lagt það á lítil börn, að þau skjálfi af ótta við að fara heim, hvort sem ástæðan er léleg einkunna- bók, rifin peysa eða glóðarauga. Hún getur eyðilagt vonir og drauma, orsakað bölsýni og minnimáttarkennd og jafnvel vakið sektartilfinningu hjá mönir- um. „Satt að segja,“ sagði stúlka í heimavistarskóla eitt sinn við mig„ kvíð ég alltaf fyrir því að koma heim. Jú, ég á ást- ríkustu foreldrana í öllum heiminum, en þau ætlast til of mik- ils. Ég kvíði fyrir því vikum saman að þurfa að sýna þeim eink- unnirnar mínar. Hafi ég fengið lélegt í einhverju fagi, finnst þeim ekkert til um það þó að ég standi mig vel í öðrum." Það vantar svosem ekki, að þeir kröfuhörðu þykist geta réttlætt kenningar sínar. Þeir spyrja fullir sjálfsánægju, hvort það sé ekki 'rétt eða hvað að setja markið hátt? Jú, auðvitað! Við megum aðeins ekki gleyma því, að öllum getur okkur vfir- sést, að við erum hvorki dýrlingar né óskeikulir vitringar. Auð- vitað eigum við að beita okkur, að reyna eftir megni að skila því bezta, sem í okkur býr. En hvorki við né aðrir megum láta eins og heimsendir sé í nánd, þótt eitthvað fari mishendis. Leigubílstjórar munu halda áfram að hrella okkur; eigin- menn munu halda áfram að kaupa sér hálsbindi, sem konum þeirra finnst fyrir neðan allar hellur; litlu börnin munu haída áfram að rífa fötin sín og fá glóðaraugu. En þetta — og ótalmargt fleira — er ekki svo voðalegt, að það þurfi að gera okkur að lífsleiðum bölsýnismönnum. Við verðum að læra að taka það súra með því sæta. Við megum ekki sífellt heimta 100% árangur. Við verðum að gera okkur það ljóst, að við erum heppin, ef við hittum naglann á höfuðið í 85 af hverjum hundrað höggum. BLESSAÐ BARIMIÐ Pábbinn: Ne-ei, líttu á þennan, Lillil Þetta er áldeilis fiskur Pabbinn: Er hann ekki fállegur? Pabbinn: Hálfur meter? Ég þori að 1 lagi! Maðurinn: Hann hlýtur að vera meira en hálfur meter er nœstum heill meter. IÁlli: Nei sko, sá er stór! á lengd. Maðurinn: Heldurðu þaðf að hann Pabbinn: Ég er álveg sannfcerður um það. Maðurinn: Annars er ég veiðivörð- urinn hérna og það er ekki leyfilegt að veiða á þessum tíma árs. Dómarinn: Sektin fyrir að veiða fisk á þessum tlma árs er 10 krónur á sentimeterinn. Hve stór var fiskurínn? Veiðivörðurinn: 100 sentimetrar. Hann játar það sjálf- ur. 8 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.