Vikan


Vikan - 25.10.1956, Qupperneq 11

Vikan - 25.10.1956, Qupperneq 11
Hann var úr gulli, skreyttur demöntum, en var þetta fÞheillmhveihgari ? NYLEGA kom fyrir mig ohugnanlegt atvik a skipsfjöl, sagði hann, þegar við sátum yfir kokteilglasi. Það var svona. Hann var kinnfiskasoginn og sokkineygður, og við vorum að segja hvorum öðrum frá því sem á dagana hafði drifið, því við vorum báðir nýkomnir handan um haf. Það gerðist á leiðinni frá Austurlöndum (sagði hann mér). Um borð var ungur maður, sem engum geðjaðist að. Hann var þunglyndur, hékk alltaf úti við borðstokkinn og starði út á sjóinn. Hann vildi ekki taka þátt í gleðskapnum, en hengslaðist bara einhvers staðar. Síðasta kvöldið okkar var 12. júní. Ég hef sérstaka ástæðu til að muna það vel. Það var fagurt stjörnubjart kvöld. Við sigldum eftir Ermarsundi, og ljósin á ensku ströndinni sýnd- ust eins og röð af gulum tópösum. Einhvern veginn grípur mann alltaf einhvers konar viðkvæmni um það leyti sem ferð er að ljúka, og ég sat á barnum langt fram eftir kvöldi. , Ungi maðurinn var þar líka, og hann virtist ennþá þung- búnari en nokkru sinni fyrr. Það er sennilega einhver stúlka í spilinu, hugsaði ég. Þá kom hann til mín og tók sér stöðu við ( hliðina á mér við barborðið. Mig langaði ekkert til að tala við hann, en þetta var síðasta kvöldið um borð, landsýn og allt þessháttar, svo ég var svolítið alúðlegri. — Viltu ekki fá eitthvað að drekka? spurði ég. Hann var búinn að fá alveg nóg. Ég á ekki við það, að liann hafi verið drukkinn, en hann var búinn að fá nóg. — Takk, * sagði hann og settist. Hann þreifaði ofan í vasa sinn og dró upp sígarettukveikjara úr gulli. Talan 13 var rituð á hann með demöntum og hann leit út fyrir að vera dýrmætur. — Viltu • kaupa hann? spurði hann. Augun í honum voru eins og í drukknandi manni, sem biður í örvæntingu um bjarghring. — Kaupa hann? spurði ég. Svo þannig lá í málinu! Hann var í peningakröggum. Jæja, ég hefði svosem átt að láta mér detta það í hug. Kveikjarinn var með afbrigðum haganlega gerður, þessháttar sér maður ekki lengur, og ég hafði ágirnd á honum. — Ertu í svona miklum kröggum? spurði ég. — Það er ekki þannig. Það liggur allt öðru vísi í málinu. Hann virtist vera kominn úr jafnvægi, og hendurnar á honum, sem aldrei voru kyrrar, sýndu hve taugaóstyrkur hann var. Þjónninn hellti aftur í glösin. — Drekktu þetta, sagði ég. — Þá líður þér miklu betur! — Er þér sama þó ég segi þér söguna af kveikjaranum? — Mikil ósköp. Mér þætti gaman að heyra hana. Þó ég sé hræddur um, að þetta sé ekki hlutur, sem ég hef ágirnd á. — Kveikjarinn er gjöf. Fergus Hine gaf mér hann. Hann var skólabróðir okkar í menntaskóla og hélt boð fyrir okkur. Hver gestur fékk einn svona kveikjara. Fergus skortir auðvitað ekki peninga, faðir hans er ameríski véljöfurinn Hine. Hann er fæddur þann þrettánda. Þessvegna stendur talan 13 á kveikj- aranum. Hann bauð okkur sex strákum. Við höfðum ekki verið meðal náinna vina hans — satt að segja vissum við ekki hvers vegna hann bauð okkur. Hann var svo ólíkur okkur, ekkert fyrir leiki og þessi venjulegu skólaprakkarastrik. Hann sagði að kveikjararnir væru til minja um kvöldið. — Það var mikið örlæti. Ég virti unga manninn fyrir mér. Fingur hans krepptust fastar um glasið, þangað til ég hélt að það mundi brotna. — Því fylgdi ekkert annað en óhamingja, þar er nú meinið, sagði hann. — Með því að gefa piltunuin þessa kveikjara, skrif- aði hann undir dauðadóm þeirra. Rétt um leið sló barklukkan tólf högg og hann hrökk við. — Fjandinn sjálfur, sagði hann. — Það er á morgun. Þann þrettánda. Svö bætti hann hægt við. — Skiljið þér, hinir fimm dóu allir þann þrettánda . . . þeir hlutu óhugnanlegan dauð- daga . . . Hann vætti varirnar. — Fyrstur var Hawkins. Hann fór í gönguferð út með ströndinni í Éssex, þar sem hann var oft áður búinn að ganga, og bakkinn sprakk undan honum. Hann drukkn- aði. Sá fyrsti! Undarleg tilviljun. að þetta skyldi gerast þann 13, sögðum við, og það minnti okkur á það, að Fergus hafði Smásaga eftir URSULU BLOOM alltaf verið dálítið undarlegur. Næstum dularfullur. I næsta 'mánuði kom röðin að Bob Davis. Hann hafði álitið þetta ban- • setta vitleysu, en hann lenti í járnbrautarslysi. Hann var dá- inn, þegar honum var náð út úr flakinu. Næstur var Charles Smith. Ég veit að það er hættulegt að klífa fjöll, en það var samt skrýtið að reipið skyldi slitna og við vissum allir að það hefði ekki gerzt, ef þessi djöfullegi kveikjari hefði ekki átt sinn þátt í því. Þjónninn hellti aftur í glösin. Pilturinn hvolfdi í sig úr þriðja glasinu og hóf svo aftur máls. — Edward Robins var á annarri skoðun en Bob. Hann fleygði sínum kveikjara í sjóinn. Fiskimaður nokkur fann hann í netinu sínu og skilaði honum aftur. Robins sætti sig við það. Hann áleit að ekki væri hægt að fleygja honum, hann mundi alltaf koma aftur. Ég býst við að þú kallir það slys, þegar bíllinn hans rann til og lenti ofan í skurði? Jæja, en það geri ég ekki. — Þetta virðist ákaflega undarlegt, sagði ég, en tónblærinn virðist hafa móðgað hann, því hann brýndi allt í einu röddina. — Hlæðu ekki að því! Gerirðu þér grein fyrir því, að við erum að deyja fyrir þennan fjanda, og að okkur er engrar und- ankomu auðið? — Ég er ekki að hlægja. Þetta virðist skelfilegt! Hvað kom fyrir fimmta plltinn? — Hann var að klifra yfir grindverk í veiðiferð og í. kotið hljóp úr byssunni hans. Það gerðist líka þann þrettánda. Heyrðirðu ekki að klukkan var að slá? Ég var að biðja þig um að kaupa þennan fjárans kveikjara, því hann getur ekki gert þér neitt mein. En hann getur skaðað mig. Ertu nokkuð hjá- trúarfullur ? — Nei, og ég trúi því ekki að þú munir deyja í dag, hreytti ég út úr mér. — Ekki þaö, en það held ég. Þeir eru allir dánir og röðin er komin að mér. Nú varð þögn. Ekkert rauf kyrrðina nema gjáfrið við skips- stefnið, þegar það lyftist og seig í sléttan sjóinn. Ég horfði a kveikjarann, sem var haganlega gerður og að minnsta kosti 40 punda virði. Ég verð að viðurkenna það, að ég kann að meta fagra hluti. — Allt í lagi, sagði ég. — Ég tek hann. Hvað viltu fá mikið fyrir hann? Skyndilega færðist líf í hann. Hin starandi augu hans urðu aftur tindrandi. — Þakka þér fyrir, það er ákaflega fallega gert! Ég vona — ég er viss um að ekkert kemur fyrir þig. Eigum við að segja 10 pund. — Það er hlægilegt! — Ég mundi gefa þér hann, ef ég þyrði, en það er sannað mál að það dugir ekki. Síðast sá ég á eftir honum, þegar hann gekk brosandi út úr barnum. Ég fór að láta niður í toskurnar mínar, en eitthvert eirðarleysi hafði gripið mig, og allt snerist í huga mínum. Ég var í senn hreykinn og svolítið órór. Þessi fyrsta óttatilfinning kom mér á óvart, og ég bældi hana fljótt niður. Hjátrú er eintóm vitleysa, sagði ég við sjálfan mig eins sannfærandi og ég gat, samt sem áður var ég ekki alveg sannfærður um það. Ég áttaði mig ekki almennilega á tilfinningum mínum, en samt fannst mér ég hafa verið óttalegur kjáni að kaupa kveikjarann. Klukkan var orðin fjögur, þegar ég skreið upp í kojuna, en ég gat ekki sofnað. Ég hélt áfram að velta því fyrir mér, hvers konar kjánaleg mikilmennska hefði eiginlega komið mér til að gera þetta? Ég hafði leitt yfir mig bölvunina, því það var það sem um var að ræða. Ég ætla ekki að eiga hann, hugsaði ég. Ég ætla að láta hann ganga áfram til einhvers. Það er það eina sem vit er í. Skynsemi mín sagði mér að fara í land og selja fyrsta skartgripasalanum, sem ég fyndi, kveikjarann. Seinna heyrði ég að undirbúningurinn undir landtökuna var hafinn og þungavarningnum var ýtt áfram eftir þilfarinu. Ég fór upp, til að fá mér ferskt loft. Ég mundi áreiðanlega líta allt öðrum augum á þetta uppi í birtunni. Grýlur eru aðeins á ferli í myrkrinu, hugsaði ég. Ég borðaði engan morgunverð, og þegar skipið lagðist upp að, var mér orðið þannig innanbrjósts, að ég hálf bjóst við því að það mundi rekast á hafnarbakkann og sökkva með öllu innanborðs. Auðvitað sukkum við ekki. Skipið var örugglega bundið, farangurinn fluttur í land og við fórum gegnum toll- Framhald á bls. 14. 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.