Vikan


Vikan - 25.10.1956, Síða 12

Vikan - 25.10.1956, Síða 12
í s G Á F O K S A G A : Gaston iangavörður segir réttvísinni stríð á hendur, þegar 21 árs gömul stúlka er sett í dauða- kleta fylkisfangelsisins í Georgíu. Hin rauðhærða Gwen Benson hefur verið dæmd til dauða fyrir að myrða föður sinn á eitri. Gaston, sem er sannfærður um að hún sé saklaus, bjargar henni úr dauðaklefanum nóttina fyrir af- tökudaginn, en getur ekki komið henni út úr fangelsinu. Hann tekur það til bragðs að dulbúa hana sem karlfanga. Ungur piltur að nafni Robert Flowers hefur látist fáeinum dögum eftir að hann var fluttur til fang- elsisins til þess að afplána tuttugu ára dóm, og með aðstoð tveggja fanga teíkur Gwen við nafni hans og hlutverki. Hún veit, að hún er óliult svo lengi sem henni tekst að þrauka sem Robert Flowers. Hún og David Wint, annar fanganna, sem hafa hjálpað henni, eru send í vinnubúðir uppi í fjöllum. I»ar verður hún fyrir ásóknum Patricks Shayne, lögfræðingsins seip varið hafði mál hennar. Hann vill fá hana til þess að afsala sér jarð- arskika, sem hún hefur fengið eftir föður sinn. I>egar hún fer að ráðum Gastons og neitar, reynir lögfræðingurinn að beita þvingunum. Honum tekst að ganga svo frá hnútunum, að Gwen — eða öllu heldur „Robert FIowers“, eins og hún nefnist — er sökuð um flóttatilraun og flutt í fangahúsið í Kenham til refsingar. Þar hyggur Shayne, að hann muni eiga auðveldara með að kúga hana til hlýðni. Gaston skrifar ritstjóra „Morgunpóstsins" í Iíenham og biður hann að kynna sér tildrögin að morðinu, sem Gwen var upphaflega dæmd fyrir. Nokkrum dögum seinna skrifar ritstjórinn honum að hann hafi komist yfir mikilvægar upplýsingar. Þegar Gaston flýtir sér til Kenham, fer hann á mis við ritstjórann. Hinsvegar hittir hann Shayne, sem segir bonum, að Gwen hafi réttilega verið dæmd fyrir föðurmorð og býðst til að fara með hann í fangahúsið, svo að hann geti heyrt játninguna af henn- ar eigin vörum. Gaston trúir honum ekki, en þegar hann lætur til leiðast og talar við Gwen i klefa hennar, kemur hún honum gjörsamlega á óvart með því að staðfesta orð lögfræðingsins! Hún spyr hvort hún megi ekki treysta á þagmælsku hans þrátt fyrir þessi málalok. Hann svarar þurr- rlega, að það skipti einu máli hvort hún hafni í gálganum eða reyni að Iþrauka áfram sem óbreyttur þrælkimarfangi. Hún segir honum, að hún hafi melri ástæðu til þess núna en nokkru sinni fyrr að gefast ekki upp; ,.hún elski sumsagt David Wint samfanga sinn og hann elski hana. Gaston er í senn vonsvikinn og gramur. Sambandið milii Gwen og Davids kemur honum að vísu ekki á óvart, en hann á erfitt með að sætta sig við það, iivemig hann hefur verið hafður að fífli. Þó ákveður hann að líta á málið ■sem útkljáð. Gwen Benson kemur honum ekki framar við. Hann yptir öxlum, þegar hún segir honum, að hún hafi ákveðið að láta Shayne fá áörðina, enda ætli lögfræðingurinn í staðinn að beita sér fyrir því, að henni verði hlíft við frekari refsingu fyrir hina meintu flóttatilraun. Shayne stendur við orð sin, og daginn eftir, þegar Gaston er að leggja af stað þl vinnubúðanna, er hann beðinn um að taka Gwen með sér. Þau era komin upp í vagninn, sem á að flytja þau uppeftir, þegar Ware ritstjóri kemur & harðahlaupum. Eftir talsvert þóf, felst Gaston á að fara með Ware á fund Xæknis að nafni Stephen Klinker. Hann hefst við í kofahreysi fyrir utan bæinn. Ware ritstjóri fullyrðir sumsé, að læknirinn búi yfir vitneskju, sem þrátt fyrir hina óvæntu játningu Gwen kunni að sanna að hún sé sak- laus. ÞAÐ varð ekkert úr því að við borðuðum. Ur því ég var búinn að fallast á þetta vafasama ferðalag, héldu Philip Ware engin bönd. Hann var kominn í frakkann um leið og ég sleppti orð- inu, kom svo öslandi inn í stofuna og tilkynnti, að vagn hans biði við dyrnar. Þetta var léttur, yfirbyggður vagn með tveimur fallegum hestum fyrir. Ekillinn sat í ekilssætinu dúðaður upp fyrir eyru. Við skiluðum Gwen í fangahúsið og ég tjáði verðinum, sem tók á móti okkur, að breyting hefði orðið á ferðaáætlun minni. Ég mundi ekki geta haldið til vinnubúðanna fyrr en daginn eftir og þeir yrðu að geyma fangann á meðan. Vörðurinn var dálítið undrandi á svipinn. Honum var sýnilega farið að þykja nóg um umstangið kringum þennan fanga. En þegar Ware laumaði fimm dala seðli í lófa hans, hýrnaði yfir honum og hann hreyfði engum athugasemdum. Við skildum við Gwen í anddyrinu. En áð- ur en ég fór, greip hún aftur í handlegginn á mér og hvíslaði: „1 guðanna bænum, látið engan komast að þvi, sem þið eruð að gera.“ Það leyndi sér ekki, að ráðagerð okkar hafði komið henni í uppnám. Ferðin út úr bænum gekk greiðlega. Eftir tveggja stunda akstur, vorum við komnir að mýrarflákunum miklu fyrir vestan Kenham. Við beygðum út af þjóðveginum og ókum eftir holóttum afleggjara, uns hann þraut. Þá stigum við út úr vagninum og Ware gaf ökumanninum skipun um að bíða. Hann varaði hann við því, að við kynnum að verða lengi í burtu, og sagði honum að bíða inni í vagninum. Þar væru teppi og imdir K V G G A L G A N S effir William Gaston jr sætinu væri lika viskýflaska, sem honum væri velkomið að liressa sig á. Ware ritstjóri var maður hugulsamur. Við gengum í hálfa klukkustund og þræddum götuslóða, sem lá þvert yfir mýrarflákana. Þá hækkaði landið lítillega og varð þurrara, og þarna, á kjarri vöxnum hól, sem stóð eins og eyja upp úr landslaginu, stóð kofinn, sem Stephen Klinker læknii’ hafðist við í. Ware fór á Undan og barði að dyrum. Eftir nokkra stimd heyrðist þrusk fyrir innan og síðan var hurðinni lokið varlega upp. Grannleitur miðaldra maður stóð andspænis okkur, horfði undrandi á okkur og spurði, hvað okkur væii á höndum. Ef þetta var læknirinn, þá var hann búinn að gleyma Ware ritstjóra. Ware sagði vingjarnlega: „Munið þér ekki eftir mér, Klinker? Eg var hérna í fyrradag." Klinker strauk hendinni þreytulega yfir andlitið. Svo kinkaði hann kolli: „Æjú, það er ritstjórinn." „Megum við koma innfyrir stundarkorn, læknir; við eigum dálítið erindi við yður.“ ,,Ég bið afsökunar; jú, gerið þið svo vel.“ Hann opnaði alveg og benti inn i kofann. „Ég er víst dálítið utan við mig. Sannleikurinn er sá, að ég er hálf lasinn.“ Ég horfði í kringum mig í þessu fátæklega hreysi. Stephen Klinker læknir hafði sannarlega valið sér einkennilegan stað til þess að hvilast á. Hann bauð okkur sæti, spurði hvort við vildum þiggja kaffi. Ware hristi höfuðið: „Nei, þökk fyrir,“ ansaði hann, vonandi þyrftum við ekki að tefja læknirinn lengi. Klinker horfði niður fyrir sig og spurði, hvað okkur væri á höndinn. Honum var sýnilega mjög órótt innanbrjósts. Ég tók eftir því, að hendur hans skulfu. Hann var lika órakaður og ókembdur, vægast sagt mjög líti# læknislegur sem hann stóð þarna. „Nú já?“ Nú leit hann upp og bar sig til þess að horfa framan í Ware. Svo já, við værum komnir langa leið til þess eins að tala við hann. Okkur hlyti að vera eitthvað mikilvægt á höndum. „Já og nei,“ sagði Ware hæglátlega. Það færi eftir þvi, hvemig á þetta væri litið. I rauninni væru flestir á þeirri skoðim, að málið, sem við hefðum komið til þess að ræða við hann um, væri útkljáð. „Já,“ Ware kinkaði kolli, „ég held næstum því, að ég sé sá eini, sem er á annarri skoðun." Svo gaut hann augunum til Klinkers: „Þér vitið kannski, hvað ég á við.“ „Nei.“ Augu Klinkers urðu flóttaleg. Nei, hann hafði ekki hugmynd um, hvað ritstjórinn átti við. ,,Þá er ekki úr vegi að ég rifji málið dálítið upp.“ Ware stóð á fætur og gekk að glugganum. Hann tók vindlaveski úr brjóstvasanum og rétti það að Klinker: „Viljið þér reykja, læknir?* 1 Klinker hristi höfuðið. Nei, kærar þakkir, en hann reykti ekki. „Þér eruð heppinn,“ sagði Ware. „Reykingar eru hinn versti ávani. Þegar maður er einu sinni byrjaður að reykja, þarf verulega viljafestu til þess að venja sig af því.“ Hann þagnaði á meðan hann kveikti sér i vindli. Svo horfði hann framan í Klinker og bætti við: „Ekki svo að skilja, að það sé ekki hægt að venja sig á verra eitur.“ Ég sá hvernig roðinn hljóp fram í kinnarnar á lækninum. Hann gætti þess vandlega að horfa ekki framan í ritstjórann. Hann vætti varirnar með tungubroddinum og tautaði: „Já,‘,‘ það væri alveg satt. „En við erum auðvitað ekki hingað komnir,“ sagði Ware og hió glaðlega, „til þess að tala um reykingar og eiturlyf. Nei, kæri læknir, enn er ég kominn til þess að ónáða yður í sambandi við þetta leiðinda- mál: Gwen Benson og morðið á föður hennar." er hræddur um, að ég sé búinn að segja yður allt sem ég veit.“ Klinker rétti úr sér og reyndi að vera einarðlegur á svipinn. „Ég er hræddur um, að þið séuð búnir að leggja á ykkur langt ferðalag til einskis." „Ég veit ekki, læknir, ég veit ekki.“ Ware blés hugsi frá sér vindla- reyknum. „Sjáið þér til, það er ýmislegt í þessu máli, sem naumast fær staðist gagnrýni. Það er til dæmis þetta með verjandann. Ég hef lesið málskjölin og varnarræðu hans, og ég verð að segja það eins og það er, þetta er vægast sagt mjög óvenjuleg varnarræða." Hann horfði á mig og það var sýnilegt, að hann naut imdrimarsvips- 12

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.