Vikan


Vikan - 08.11.1956, Blaðsíða 3

Vikan - 08.11.1956, Blaðsíða 3
Þannig hijóðaði forséðufyrirsögn ■ Mew York Sun og hún setti borgina á annan eradann! HINN 21. ágúst 1835 tilkynnti dagblaðið New York Sun, að því hefðu borist fregnir um stórmerkar stjarnfræðilegar upp- götvanir í Suður-Afríku. Vísindamaðurinn, sagði blaðið, sem þessar uppgötvanir hefði gert, væri enginn annar en Sir John Herschel, hinn heimskunni brezki stjarnfræðingur. Og það hét lesendum sínum því, að byrja að birta ýtarlegan greinaflokk um Sir John og starf hans innan nokkurra daga. Fyrsta greinin birtist fjórum dögum síðar og vakti stór- kostlega athygli. Fyrirsögnin var þvert yfir forsíðu blaðsins, og fáeinum klukkustundum eftir að það kom út, vissu menn í New York, að brezki stjörnufræðingurinn hafði hvorki meira né minna en uppgötvað, að það væri líf á tunglinu. Sir John Herschel var kunnasti stjörnufræðingur samtíð- ar sinnar. Hann hafði farið til Suður-Afríku ári áður til þess að reisa stjörnurannsóknastöð í Höfðaborg. En þar til Sun tók að birta fregnir af árangri hans í nýju rannsóknastöðinni, hafði lítið heyrst frá honum. Megninu af fyrstu greininni var varið í lýsingu á stjörnu- kíki hans. Hann var hvorki meira né minna en 15,000 pund á þyngd og þvermál sjónglersins var sagt 24 fet. Ferlíkið stækk- aði 42,000 sinnum, með þeim árangri, að þegar Sir John (að sögn blaðsins) beindi sjónpípunni að tunglinu, sýndist það í svosem himdrað metra fjarlægð. Greinin 1 Sun varð umtalsefni dagsins og menn biðu óþreyju- fullir eftir framhaldinu. Þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum, þeg- ar blaðið kom á göturnar daginn eftir. Nú gat það byrjað að skýra frá því sem stjörnufræðingurinn hafði séð. Til að byrja með (sagði í greininni) kom strax í ljós, að á tunglinu var mikill gróður. Sir John sá urmul af jurtum og trjám — og í skógarrjóðri kom hann auga á skepnu, sem svip- aði ótrúlega mikið til jarðneskrar belju. Þegar hér var komið, gerði til allrar óhamingju þoku á tunglinu. Sir John varð að láta sér lynda að bíða uns þok- unni létti. Tímann notaði hann og aðstoðarmenn lians til þess að halda einskonar sigurhátíð, en að henni lokinni — og þeg- ar aftur var komið heiðskírt veður á tunglinu — settist hann á nýjan leik í sæti sitt við stjörnukíkirinn og hélt áfram að lýsa því fyrir aðstoðarmönnum sínum og skrifurum sem fyrir augun bar. I þriðju greininni sagði hann meðal annars frá skepnu nokkurri, sem svipaði til jarðneskrar geitar, en hafði eitt hom í miðju enni. Geitina uppgötvaði Sir John (að sögn blaðsins) á yndisfagurri eyju í yndisfögru fljóti, sem úði og grúði af ósegjanlega fallegum iðgrænum smáeyjum. Á svipuðum slóð- um sá hann líka annað dýr, en öllu óvenjulegra. Það var eins og hnykill í laginu, og Sir John sá það síðast til þess, að það valt eftir grasinu og út í fljótið mikla. Nú voru hinar stórmerkilegu greinar í Sun á hvers manns vörum. Á þessum árum voru tíu önnur dagblöð í New York og Sun var tiltölulega nýkomið fram á sjónarsviðið og barðist í bökkum. Heyrst hafði, að útlit væri fyrir, að það mundi hætta að koma út. Með stórfréttum þess frá tunglinu rauk sala þess upp úr öllu valdi. Það var bókslaflega rifið úr pressunni, og blaðið, sem þriðia gromin birt.ist í, seldist upp á hálftíma. Ritstjóri Sun, Benjamin Day, upplýsti í því blaði, að heim- ildir sínar hefði hann úr viðauka vísindarits þess, sem háskól- inn í Edinborg í Skot.landi gaf út. Ónafngreindur læknir — nýkominn frá SkotJandi — bafði komið upp á ritstjómarskrif- stofu Sun með viðaukann. Menn þurftu því ekki aldeilis að hafa áhyggiur af því, að hér væri farið með staðlausa stafi. Nú brá líka svo við, o.ð hin dagblöðin í New York sáu sig knúin til að viðurkenna, að starfsbræður þeirra á Sun hefðu skotið þeim ref fyrir rass. Þar sem þau gátu með engu móti grafið upp hinn stórmerka viðauka, tóku þau það til bragðs sum liver að kaupa Sun glóðvolgt úr pressunni og stela glefs- um úr greinaflokki þess. Ennfremur leituðu þau til ýmsra kunnra vísindamanna bandarískra — sem flestir voru fúsir til að lýsa yfir, að þá lrefði sjálfa lengi grunað, að það væri gróskumikið líf á tunglinu. Viku eftir fyrstu tilkynninguna um Sir John og vísindaafrek lians, gat Sun greint lesendum sínum frá því, að það væri orðið útbreiddasta dagblað veraldar. Hinn 28. ágúst var það prentað í tivorki meira né minna en 19,360 eintökum, eða 2,000 ein- taka stærra upplagi en Times í London. Um þetta leyti voru um 270,000 íbúar í New York. Næsta grein var jafnvel meira spennandi en hinar þrjár. Sir John lá augsýnilega öllum stundum á sjónaukanum, og nú gat hann upplýst, að hann hefði komið auga á dásamlega skepnu, sem virtist einskonar sambland af bjór og manneskju. Það bar unga sína í fanginu og gekk á afturfótunum og lifði í hí- býlum, „sem virðast talsvert betur úr garði gerð en híbýli frumstæðra jarðarbúa.“ Af reyk, sem lagði út úr kofum þeirra, mátti líka marka, að ,,bjórinn“ var búinn að taka eldinn í þjón- ustu sína. En hvað um ósviknar manneskjur? Þessi spurning var skilj- anlega ofarlega í liugum manna í New Yorlt. Og ójú! — í næstu grein komu reyndar menn fram á sjónarsviðið! Þessu var þannig lýst og Sir John látinn hafa orðið: „Ég var að horfa á hæðardrög nokkur, þegar ég sá þrjá flokka stórvængjaðra vera renna sér til jarðar •. . . Rúmsýni sjónglersins, sem ég þá var með í kíkirnum, var um hálf míla. Ég tók samstundis sjóngler Hz í notkun, en það færði verur þessar það nálægt mér, að líkja mætti við, að ég hefði staðið svosem 80 metra frá þeim. Þessar verur reyndust vera mann- eskjur með jarðneskjum einkennum, því að nú voru vængir þeirra horfnir og göngulag þeirra og limaburður var hvoru- tveggja fullkomlega mennskt . . . Meðalhæð fólks þessa var fjögur fet. Líkami þess var loð- inn, en andlitið fallegt og greindarlegt. Það var augsýnilega að tala saman.“ Sir John skýrði frá því (eða svo hét það í greininni), að hann hefði gefið fólki þessu nafnið Vespertilio Homo, eða mann- leðurblökur. „Eflaust,“ bætti hann við, „eru menn þessir bæði sælir og saklausir, enda þótt sumt af því, sem þeir gera sér til skemmtunar og dægrastyttingar, sé af því tagi, að það brjóti í bága við hugmyndir jarðneskra bræðra þeirra um almennt vel- sæmi.“ Sir John liét því að lýsa þessum „leikjum" nánar í sér- stakri skýrslu, sem eklci var ætluð almenningi. Nú voru „mennsku leðurblökurnar" vitaskuld efst á baugi í New York, og ekki síst lék mönnum forvitni á að frétta eitt- hvað meira um liina dularfullu ,,leiki“. Satt að segja minntust borgarbúar þess ekki að hafa nokkurntíma lesið merkilegri greinar en Sun-grcinarnar. Upplag blaðsins hélt stöðugt áfram að stækka og það hafði varla undan að prenta, þegar það birti síðustu greinina — í bili — um Sir John og uppgötvanir hans með undrakíkirnum. í þeirri grein gat stjörnufræðingurinn raunar greint frá því, að hann hefði aftur séð tunglbúana með jarðnesku einkennunum og gefíst tækifæn til að kynnast betur lifnaðarháttum þe;rra. Hann skvrði svo frá, að þeir virtnst lifa á ávöxtum. sem þeir tíndu í hinum undurfö'rru skógum, en eyddu deginum að öðru leyti í leiki, sund og flug. Skömmu eftir að greinaflokknum lauk, rakst Richard Adams Locke, sem var blað^raaður hjá Sun, á starfsbróður sinn hjá öðru blaði. Fundum þeirra bar saman á bjórkrá, þar sem Locke var í óða önn að dl-''kka si'T fullan í tilefni af því, að hann hafði fengið álitlegn launahækkun. Locke var háskólagenginn Englendingur, greindur, dugleg- ur og frakkur. Hann hafði komið til Bandaríkjanna, eftir að tilraunir hans til útgáfustarfsemi í Englandi höfðu farið út un þúfur. Hann var orðinu vel béitur, þegar hann hitti ntarfsbróður sinn, og þegar sá síðarnefndi lét á sér skilja, að blað hans hefði Framhald á bls. ]!t. 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.