Vikan


Vikan - 08.11.1956, Blaðsíða 10

Vikan - 08.11.1956, Blaðsíða 10
 H E IMIL IÐ EITSTJÖKI: ELÍN PÁLMADÓTTIR Hálf kryddsíld, stór laukjui’, 2—3 soðnar kartöflur, 200 gr. af kjöt- eða fiskafgangi, 2 egg, örlítlð af kanel og hvítur pipar er hakkað í kjötkvörninni, og búnar til úr því flatar bollur, sem velt er upp úr raspi, og steiktar á járnpönnu við daufan hita. Þessum rétti tilheyra nýjar kartöflur og súr og sœt sósa. OJ SÍLD! Má ég ekki sleppa núna, mamma? Blaðamannasíld. Grænum salatblöðum er raðað á fat, köldum soðnum kartöflusneiðum og gaffalbitum raðað þar ofan á. Saman við 150 gr. af búðarmayonn- aisi er hrært safanum úr hálfri sítrónu og ofurlitlum rjóma, sundur- klipptum köprum, púrrum, sykri og salti bætt út í eftir smekk. UNDANFARIÐ hefur veiðzt ágæt síld í Faxaflóa, en síldin er eirðarlaus fiskur, og það er aldrei hægt að vita hvar mað- ur hefur hana, svo kannski verður hún horfin út í buskann, þegar þetta birtist. En þó síldin sé eirðarlaus og duttlungafull, þá er hún líka félagslyndur fiskur, sem sífellt er í fygd með heilum hópi af sínum líkum. Síldin byrjar tilveru sína í líki 5 mm. langs krílis með kúlu á maganum. Hún getur ekki ráðið ferðum sínum, verður bara að láta sig berast með straumnum, ásamt fjölda systkina sinna. En eins og lög gera ráð fyrir tekur hún nú að vaxa, og þegar hún er orðin að 35 mm. löngum spotta með tvö ljósblá augu, hættir hún að vera gegnsæ og fer að breytast og synda eins og hver önnur síld. Og að 3—5 árum liðnum er hún orð- in síld með síldum, en úr því er þessi vesalingur í sífelldri lífs- hættu. Fyrr eða síðar er hún veidd og má kannski þola þau ömurlegu örlög, að liggja á fati og heyra einhvem krakka- kjána nöldra: — Oj, síld! Æ, má ég ekki sleppa núna, mamma — það er svo mikið af beinum í henni! En þá verður mamman að vera ströng, því hvernig sem síldin er matreidd, er hún full af D- vitamínum og öðrum ágætum efnum. Og hér fara svo á eftir uppskriftir af 12 síldarréttum, úr reyktri og kryddaðri síld engu síður en nýrri, því hver þorir að íreysta því að síldin standi hér við deginum lengur. " Síld tartar. Allt-á-einu-fati. JRönd af reyktri síld er lögð með brúninni á kringlóttri brauðsneið. 1 miðjuna er látin hrá eggjarauða, sem skreytt er með hráum, hökkuðum lauk, rauðbeðum og kapar. Fyllt sfld. Hreinsið sex stórar nýjar síldar, lakið úr þeim beinin og fyllið þær með mauki úr eftirfarandi: 50 gr. af brauð- eða tvíbökuraspi, 1 eggi, 1 tsk. af hökkuðum, hráum lauk, 1 tsk. af hakkaðri pétursselju, 1 tsk. af hökkuðu súru (pickles), salti og pipar. Síldunum er lokað með prjón- um, þær síðan lagðar í velsmurt eld- fast fat og smjör ofan á og steiktar yið góðan hita í 20 mínútur. Með síld- inni er gott að hafa soðnar kartöfl- ur og hvíta sósu. Sænsk, „innpökkuð“ sfld. Tvær kryddsíldar eru afvatnaðar, ^lakaðar, skolaðar og þurrkaðar vel. 'Meðalstór laukur er hakkaður og brúnaður í smjöri. Síðan eru tvö síld- afflök lögð á aluminiumpappír (sitt á hvora örkina), þau þakin með lauk og hökkuðu harðsoðnu eggi, pipar stráð yfir og önnur tvö flök lögð of- an á, eins og lok. Aluminiumpapp- irnum er vafið vel utan um síldarn- ar, sem steiktar eru í eldföstu fati í mjög heitum ofni I 15 minútur. Handa fjórum manneskjum þarf ca. 200 gr. af soðnum gulrótum, 400 gr. af soðnum kartöflum, um % kg. af síld, 100 gr. af smjöri, 2 msk. af raspi, hakkaða pétursselju og edik. Beinin hreinsuð úr sOdinni, hún þurrkuð vel og ýrt á hana svolitlu ediki. Síldin lögð í velsmurt, grunt eldfast fat, kartöflur og gulrætur þar ofan á í þunnum sneiðum, salti stráð yfir og síðan látið annað lag af síld og gulrótum. Til skrauts eru efst kartöflusneiðar, reistar upp eins og þök, og gulrætur í ræmum. Yfir þetta er svo stráð þunnu lagi af hakkaðri pétursselju og raspi, smjörið látið ofan á og allt bakað I ofni við góð- an hita í um það bil hálf tíma. Kryddsfld prófessorsins. Vz dl. af þúðursykri er leystur upp í 2 msk. af heitu vatni, % dl. af ediki hellt út í, ásamt 1 msk. af olíu, 2 msk. af rauðvíni, 2 msk. af tómata- mauki og 1 msk. af hráum hökkuð- um lauk. Tvær kryddsíldar eru hreinsaðar, afvatnaðar, flakaðar og látnar liggja í þessum legi í 2—3 dægur. Sænskar sfldarbollur. Veitingahúsið „Pipersa Muren'* 1 Stokkhólmi er frægt fyrir síldar- bollur sínar — hér er uppskriftin: Tvö lítfl ráð. Reykt síldarflök eru lögð í súrsæt- an lög og púrruhringir Xagðir ofan á. Ofan á þunna sneið af seyddu rúg- brauði er látin reykt síld og feitur ostur og stráð yfir þetta pipar og púrru. „Greppitrýni“ með bökuðum kartöflum. Stórar, fallegar kartöflur eru þvegnar vel og bakaðar í ofni. Þær eru bornar á borð með smjöri og grófu salti. Greppitrýnin eru búin til daginn áður: Nýjum, beinlausum síldarflökum er vafið utan um smátt skorinn lauk og síðan stráð á þau salti og pipar. Rúllunum er raðað í aflangt fat eða pott og yfir þær hellt vatni og ediki (hlutföllin skulu vera 1 á móti 2), svo að það fljóti yfir þær. Kryddað með sykri, salti, pipar, allrahanda, negul og lárberjar- laufi. Sé notað aflangt fat, verður að setja það ofan í pott með vatni, en sé rúllunum raðað í pott, verður að halda leginum rétt undir suðu- marki, því annars fara þær í sund- ur. Greppitrýnin eru borin á borð köld í leginum. Sfld í sinnepssósu. Á eina stóra kryddsíld þarf 1 dl. af þeyttum rjóma með sykri og sítrónusafa eftir smekk og einni barna- eða matskeið af sterku sinn- epi út í. Karrý-sfld. Kryddsíld er látin liggja í bleyti yfir nóttina og lögð í súrsætan vökva með laukhringjum á venjulegan hátt. Síðan er sildin tekin upp úr leginum og þakin mayonnaisi, sem safanum úr einni sítrónu og karrý og sykri hefur verið hrært saman við eftir smekk. Laugardagssíld. Stór feit kryddsíld er afvötnuð, flökuð og lögð í 4—5 tíma í áir. Borin þannig á borð, án þess að nokkur lög- ur fylgi, en í staðinn er hún skreytt með laukhringjum og svolitlu salati úr hökkuðum niðursoðnum rauðbeð- um, súrsætum agúrkum og eplum, velt upp úr örlítið silrum rjóma, og svo salti. Uppskriftin er komin frá Síberiu. HIJSRÁÐ O Nælonsokkar þorrna á örskammri stundu, ef dagblaði er vafið utan um þá, og pakkinn kreistur. Það má alls ekki vinda hann. Eftir að sokkarnir hafa svo verið teknir úr umbúðun- um og hristir, þorna þeir á nokkrum mínútum. • Ef everglaze-efni virðist hálf kryplað eftir þvott, á að vera hægt að gera það sem nýtt á eftirfarandi hátt: Efnið er strokið með lítið heit- um straubolta og síðan ýrt á það vatni — það má bleyta það álíka mikið og þvottur er venjulega bleytt- ur undir strauningu. Síðan er flíkin hengd á herðatré og látin þorrna. • Þegar farið er í þunna nælon- sokka með grófum höndum, vill oft dragast til í þeim og síðan koma lykkjuföll. En ef svolitlu talkúmi er fyrst nuddað á hendurnar, t. d. feitu barnapúðri, þá verða þær slétt- ar og mjúkar og minni hætta á að þær rífi sokkana. • Það á að verða auðveldara að þvo grófan vinnufatnað, einkum ut- anyfirfatnað, sem er mjög óhreinn og ef til vill með olíublettum eða málningu, ef hann er lagður í bleyti í saltvatn með svolítilli terpentínu og ammoniaki. Um 3 msk. af hvoru duga í nokkrar vatnsfötur. Sagt er að þessi aðferð spari bæði tíma og erfiði. « • Sykurblettum og ávaxtamauks- blettum er helzt að ná með volgu 1/ vatnl og straua svo vatnsblettinn þurran. Slíkir blettir eru harðir og mótar vel fyrir þeim á efninu, svo ekki er mjög erfitt að þekkja þá. Hvað viðvíkur síld og konum, þá eru þœr smœstu beztar. Portugalskur málsháttur. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.