Vikan - 08.11.1956, Blaðsíða 2
POSTURINN
Geturðu friett mig um það hvort
Uzkuteikning er kennd hér á landi.
Viltu gera svo vel að veita mér allar
þœr upplýsingar sem þú getur um
þcssa námsgrein.
SVAR: Við vitum ekki til að neins
staðar sé kennd tizkuteikning hér á
iandi, aftur á móti er hægt að fá
tilsögn í almennri teikningu (t. d. i
Handíðaskólanum), en það gæti ver-
ið prýðilegur undirbúningur undir
tizkuteikninám erlendis.
Það eru fáar stúlkur, sem starfa
við tízkuteiknun hér á landi. Okkur
hefur verið tjáð, að stærri verzlun-
um gangi t. d. erfiðlega að fá teikn-
aðar þær flíkur, sem þær vilja aug-
lýsa í blöðunum. Hér virðist þvi vera
verkefni fyrir tízkuteiknara.
Mig langar til að biðja þig um að
bira fyrir mig garnlan dœgurlaga-
tcxta, sem mikið var sunginn fyrir
svona 10—15 árum. Hann byrjaði
svona: „Kenndu mér að kyssa rétt
og hvernig ó að faðma nctt“.
SVAR:
Kenndu mér að kyssa rétt
og hvernig á að faðma nett.
Hvernig á að brosa blítt
og blikka undur þýtt.
Ég, sem er svo ungur enn,
af ástarþránni kvelst og brenn.
Tækifærin fæ ég ei,
flestar segja nei.
Og vona minna fagra fley
er flotið upp á sker.
Þú sérð, að gjörvöll gæfa mín,
er geymd í hendi þér.
Kenndu mér að kyssa rétt
og hvernig á að faðma nett.
Þú færð í laun minn ástaryl,
— allt sem ég á til.
Hvaða litir fara mér bezt. Bg er
með skollitað hár, brún augu og
FORSÍÐUMYNDINA
tók Garðar Pálsson stýrimaður
BRÉFASAMBÖND
Birting ó nalni, aldri og heimilisfangi
kostar 5 krónnr.
Gisela Ladwig (við 18—21 árs
pilt), Berlin-Charlottenburg 4, Nie-
buhrstr. 63, Deutschland (skrifar
þýzku og ensku) — Gunnar Péturs-
son (við stúlkur 18—19 ára) Skriðu-
felli, Barðaströnd.
MUNID
NDRA MAGASIN
frekar feit. Hvað á ég svo að vera
þung, þegar ég er 164 sm. á hœð.
SVAR: Til að geta gefið þér full-
nægjandi svar, vantar okkur upplýs-
ingar um hörundslit þinn og aldur.
Hlýlegir brúnir litir og grámaðir
fara þér þó sennilega vel. Ef þú ert
16—24 ára gömul, eins og okkur sýn-
ist á skriftinni, þá er hæfileg þyngd
rúm 60 kg.
Svo er mál með vexti að ég las í
einlwerju blaði fyrir skömmu, að
Danir hefðu útskrifað fyrstu karl-
mennina með hjúkrunarmenntun. Þar
sem ég hef mjög mikinn áhuga á
lijúkrunarstörfum, langar mig til að
biðja þig um að gefa mér eftirfarandi
upplýsingar: Hvaða menntun þarf
maður að hafa . . . Getur islenzkur
karlmaður komizt að við hjúkrunar-
nám í dönsku sjúkrahúsi. Viltu þá
vera svo góð að benda mér á eitthvert
sjúkrahús i Danmörku, sem þú telur
líklegt að vilji taka karlmann sem
hjúkrunarnema.
SVAR: Við erum því miður alls
ófróð um þetta mál. En þú getur gert
eitt af tvennu. Annað hvort beðið
danska sendiráðið í Reykjavík um
að leita upplýsinga um þetta fyrir
þig, eða skrifað einu af stóru sjúkra-
húsunum í Danmörku og beðið um
upplýsingar. Þá dettur okkur helzt
í hug Rigshospitalet í Kaupmanna-
höfn.
Annars er það ekkert nýtt að
karlmenn stundi hjúkrunarstörf er-
lendis, einkum munu þeir vera not-
aðir sem sjúkraberai'. En hér höfum
við hingað til látið okkur nægja
brunaverði til þeirra hluta.
Viltn gefa mér utanáskrift leik-
konunnar Anitu Ekberg.
SVAR: Nýjustu fréttir herma að
hún ætli að fara að leika í kvikmynd
hjá Columbia kvikmyndafélaginu.
Utanáskriftin hennar verður því á
næstunni c/o Columbia Studios, 1438
Cowei' Street, Hollywood, Calif.
ALUIVIINIUIVi
prófílar og stengur eru
framleiddar í hvers kon-
ar formum og stærðum,
og í ýmsum málmteg-
undum. Vegna þess hve
fjölbreytt úrvalið er,
geta aluminium prófílar
komið í stað ýmissa
annarra hluta við hvers
konar framleiðslu.
Aluminium er afar létt, og styrk-
leikahlutfall þess er mjög hagstætt.
Málmurinn hvorki ryðgar né tærist,
og þarfnast einskis viðhalds.
Umboðstoenn veita allar frekari
upplýsingar.
Aluminium Union Ltd.
The Adelphi
John Adam St.
London W. C. 2.
Umboðsmenn
LAUGAVEGI 166
Utgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. -— Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.