Vikan


Vikan - 08.11.1956, Blaðsíða 9

Vikan - 08.11.1956, Blaðsíða 9
Gissur skilur gagnsemi nýtízku sundbola. /~T\/ ■ Dóttirin: Hann er ákaflega klœðilegur, mamma. Gissur: Þú ætlar þó ekki að segja mér að þú Gissur: Það ættu að vera til lög, sem banna Rasmina: Ég vona að pabba þínum þyki hann látir nokkurn mann sjá þig l þessum sundbol? svona sundfatnað — gott ef þau eru meira aö segja fallegur. Rasmína: Auðvitað, ég œtla út á ströndina í dag. ekki til. Gissur: Lögreglustjóri, sem siðsamur borgari Gissur: Það væri bara gott á Rasmínu að hún krefst ég þess að Iggreglan sjái svo um að lögin fengi sekt fyrir að láta sjá sig svona lítið klœdda. gegn of litlum sundbolum séu ekki brotin úti á ströndinni. Þjónninn: Frúin er í símanum. Hún segist þurfa að tála við yður undir eins um 8000 króna seíct. Gisstir: Segið henni að ég sé farinn úr bœnum og komi ekki aftur fyrr en eftir nokkra daga. Gissur: Og það œtla ég einmitt að gera. Ég liugsa að ég liefði gott af því að fá mér svo- lítið frí. Skalli: Hvernig geðjast þér að nýjustu sundbolunum í ári Gissur: Betur en nokkru sinni fyrr. HVAÐAN ER REGINHLÍFIN KOMIN? ÞAÐ er allalgeng bábilja, að Breti að nafni Jonas Hanway (1712—1786) hafi fundið upp regnhlífina. Hanway var talsverður athafnamaður á sína vísu og vann sér það meðal annars til frægðar að beita sér fyrir her- ferð gegn tedrykkju. En hann fann vissulega ekki upp regnhlífina. Það, sem hann gerði, var að gerast einskonar brautryðjandi þessa þarfaþings í Englandi, sjálfu musteri regnhlífarinnar á 20. öld. Regnhlífar og sólhlífar eru að minnsta kosti jafn gaml- ar Babylon. Hinir fornu Grikkir, Tyrkir, Persar, Indverj- ar, Kínverjar og Egyptar könnuðust allir við regnhlíf- ina, en þó ekki af eigin reynslu. Regnhlífin tilheyrði sum- sé forréttindum þjóðhöfðingjans, var nokkurskonar veld- issproti þeirra tíma. Aðeins kóngar og furstar áttu regnhlífar. Margar æfafornar rismyndir eru til, þar sem þrælar sjást halda regnhlífum yfir konungum og prinsum, jafnvel á vígvellinum. Meir að segja keisarar Azteca kusu fremur að nota regnhlífar en blotna; og þeir notuðu aðalsmenn af tignustu ættum til þess að bera hina keisaralegu regn- hlíf. Þessar fornu regnhlífar voru undantekningarlaust ákaflega skrautlegar og íburðarmiklar. Þær voru úr silki og purpura og skreyttar gulli og perlum. Handfangið eitt var hinn mesti dýrgripur. Persneskir kalífar, mongólskir keisarar, tyrkneskir soldánar, grískar hofgyðjur, indverskir prinsar, síamskir konungar — allur þessi skari leitaði skjóls undir regn- hlífinni og leit á hana sem mikilvægt tákn um veldi sitt. Meðal hinna mörgu titla, sem kóngurinn í Siam ber enn þann dag í dag, er einn svohljóðandi: „Eigandi hinna tuttugu og fjögra regnhlífa.“ Regnhlífin hélt innreið sína í Evrópu snemma á 17. öld og kom eflaust frá Indlandi. 1 Bretlandi munu menn hafa verið farnir að kannast vel við hana um 1630. Þá er vikið að þessu verkfæri í leikriti eftir Ben Jonson. Þessar fyrstu evrópisku regnhlífar voru gerðar eftir kínverskri fyrirmynd úr olíubomu silki. Það var erfitt að opna þær og loka og satt að segja mjög erfitt að hafa hemil á þeim í rigningu. Regnhlífar þóttu heldur pempíulegar og karlmenn forðuðust þær því lengi vel eins og heitan eldinn. Þanníg stóðu málin í Bretlandi að minnstakosti, þegar Hanway kom til skjalanna. Hann var nýkominn úr ferðalagi til Kína, þar sem hann hafði orðið feiknhrifinn af hinum skrautlegu og hentugu verkfærum. Hann tók sér fyrir hendur að kenna Bretum — körlum jafnt sem konum — að meta regnhlífina. Hann lét smíða sér nokkrar regnhlífar og tók að sýna sig með þær opinberlega. Hann lét háðsyrði götu- strákanna og bros heldrimannanna ekkert á sig fá. Þetta var í kringum 1750, og Hanway hélt herferð sinni áfram í meir en þrjátíu ár. Hann sigraði. Skoplegi regnskjöldurinn komst í tízku. Eitt dæmi sannar, hve fljótt regnhlífarnar urðu vinsælar. Þegar læknir að nafni Shebbeare var dæmdur ! gapa- stokkinn í London árið 1758, lét hann þjón sinn halda yfir sér regnhlíf. I Bretlandi, landi regnhlífanna, féll regnhlífin raunar aftur í ónáð á síðastliðinni öld. Ýmsar ástæður lágu til þess, að hið ágæta verkfæri fékk á sig hálfgert óorð og varð einskonar tákn aulalegrar íhaldssemi. En regnhlífin átti eftir að ná sér aftur á strik. Það var ekki síst að þakka Mary drottningu, sem bókstaflega aldrei sýndi sig opinberlega án regnhlífar eða sólhlífar, og Chamberlain, sem eftir að hann varð forsætisráðherra rak ekki út nefið án þess að hafa regnhlíf á handleggnum. Og í dag er svarta regnhlífin einskonar samnefnari allra sannra Englendinga. — DAVID GUNSTON IMU GEIMGUR HNERRINN I GARÐ LAGLEG ung stúlka lá í gipsi í brezku sjúkrahúsi og reyndi af öllum kröftum að hnerra ekki. Læknarnir höfðu tjáð henni, að ef hún hnerraði, gæti hún orðið örkumla til æviloka. Tveimur árum áður hafði hún skemmt í sér hrygginn, þegar hún hnerraði um leið og hún teygði sig upp í fuglabúr, sem hún átti. Árangurinn var sá, að hún varð að ganga undir upp- skurð, þar sem beinbútur úr fæti hennar var græddur við hrygg- inn. ,,Ef þér tekst að hnerra ekki — en hnerri gæti valdið nýj- um meiðslum á þessu stigi málsins — er mjög sennilegt, að þú fáir fullan bata,“ tjáðu læknarnir henni. Einhvernveginn tókst henni líka að stöðva alla yfirvofandi hnerra. Og í dag er hún við beztu heilsu og kemst allra ferða sinna. Þetta er árstíð hnerranna — og enn eru vísindamennirnir að glíma við þá gátu, hvað hnerri sé í raun og veru. Sumir halda því fram, að stundum eigi hann rætur sínar að rekja til óhamingju í ástum! Þessir ,,hnerrasérfræðingar“ geta bent á 29 ára gamla ógifta konu, sem fór í spilatíma hjá píanókennara. Skömmu seinna byrjaði hún að fá ægileg hnerraköst. „Þetta var sálrænt,“ segja læknarnir. „Hún varð ástfangin og komst í uppnám, þegar henni varð það ljóst, að hún varð að velja á milli mannsins, sem hún elskaði, og móður sinnar, sem fram að þessu hafði stjórnað öllum gerðum hennar. Og ótt- inn, kvíðinn og hin andlega áreynsla kom fram í eintómum hnerrum!“ önnur óvenju næm ung stúlka, fékk alltaf ákafan hnerra á sömu sekúndunni sem unnustinn hennar var búinn að kyssa hana góða nótt! Hnerrar af þessu tagi eru svo algengir, að læknar eru farnir að tala um ,,ástarkvef“. Dýrasti hnerrinn, sem um getur, kom út um munninn á leturgrafara. Hann vann í þrjá mánuði við að grafa á plötu, sem ónafngreint ríki í Suður-Ameríku ætlaði að prenta með banka- seðla. Hann var nærri búinn, þegar hann hnerraði og gjöreyði- lagði verkið. Aumingja maðurinn mátti byrja upp á nýtt. Narathihapate, sem eitt sinn var kóngur í Burma, lagði blátt Framhald á bls. 14. BLESSAÐ BARNIÐ Pabbinn: Ég œtla að fá eitt glas af ávaxtasafa hjá þér, Eddi. Eddi: Þú hefur svei mér verið þyrstur. Þetta er þriðja Mamman: Lilli er að selja ávaxtasafa héma Lilli: Viltu annað glas, pabbi? Lilli: Af hverju borðar pábbi ekki kvöldmatinn með glasið þitt. neðar á götunni. Hann selur ekki mikið, svo Pabbinn: Ha . . . ekki alveg undir eins. okkur? þú œttir að kaupa nokkur glös af honum. Mamman: Hatm segist ekki vera svangur. Ég býst rið að hann hafi borðað yfir sig um hádegið. 8 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.