Vikan - 08.11.1956, Blaðsíða 4
r ■■
Astarsaga sögð af
7. YOULI segir írá
FORSAOA: TJng, japönsk stúlka, a»
nafni YOULI, segir frá þvi hvemig hún
hlttir ungan Frakka, aS kvöldi 31. des-
ember. Þessi Frakki hefur mikil áhrif á
hMia og hún fellst á að fara með honum
inn i nœturklúbb, tii aö fagna nýja árinu.
En þar leggur hún allt i einu á flótta, þegar
hún minnist unnusta síns, Makotos, sem
hefur farizt i stríðinu sem sjálfsmorðs-
flugmaður. Þau hittast þó af tilviljim dag-
inn eftir í Buddahofi nokkru.
ESSI orð þeirra táknuðu reyndar ekki neitt,
en foreldrar Makotos höfðu ekki vanið mig
við slíka mnhyggju. Við héldum áfram að skipt-
ast á kurteislegum orðum. Klukkan sex bar ég
fram kvöldverðinn, sem Okassama hafði útbúið,
og sem ég borðaði með húsbændunum. Og eftir
að hafa borið fram diskana og þvegið upp, bað
ég um leyfi til að mega draga mig i hlé. Ég
hneigði ennið niður að mottunni og fór út úr stof-
unni. Þar kraup ég á hné meðan ég lokaði dyr-
unum, tók súkkulaðistykkin mín og fór í skóna
á dyraþrepinu.
Frú Sakai brosti hjartanlega, þegar hún kom
á móti mér.
— Flýttu þér, Youliko san. Flýttu þér að fara
úr fötunum. Baðið er heitt. Þú hlýtur að hafa
þörf fyrir að fara í vel heitt bað.
Þrátt fyrir baðið svaf ég illa þá nótt. Quentin
hvarf ekki úr huga mínum. Ég ætlaði að hitta
hann aftur daginn eftir. Eftir það yrðu leiðir
okkar að skiljast. Mér fannst ég þarfnast hans
svo mjög, að mig langaði til að æpa upp. Hvers
vegna hafði ég lofað að hitta hann aftur ? Til
að kvelja sjálfa mig, eins og ég væri ekki búin
að fá nóg af einveru og áhyggjum á hinni 27
ára æfi minni? Svo hugsaði ég um sködduðu
hendina á honum, um þjáningarnar sem hann
hafði orðið að þola af hendi samlanda minna,
um það hvernig hann hafði verið niðurlægður
og kvalinn og það rann mér til rifja.
Var þetta þá ástin, þetta sambland af sorg og
gleði, örvæntingu og hamingju? Það þyrmdi
hvað eftir annað yfir mig og af endurnýjuð-
um krafti, því ég var þegar búin að afsala mér
manninum, sem ég elskaði.
—• Ætlarðu út i dag? spurði frú Sakai, þegar
hún færði mér morgunverðinn. Það snjóar.
— Já! Hún þurfti ekki áð segja mér það. Ég
hafði séð það á því hve veggirnir voru bjartir
og ráðið það af kyrrðinni. Ég brosti af ánægju
og tók þetta sem góðan fyrirboða. Frú Sakai
kom aftur með bakkann.
—Þér verður síður kalt, ef þú borðar morgun-
verðinn í rúminu. Æruverðug móðir Makotos
hringdi í morgun og bað mig um að gæta sér-
lega vel heilsu þinnar. Hún vill að ég reyni að
auka lystina hjá þér, Youliko san.
— Þakkaðu henni fyi’ir það.
Hvaða kyrtli átti ég að vera í i dag? Aramóta-
hátíðin var ekki um garð gengin og flestir veg-
farendur voru ennþá í þjóðlegum búningum.
Evrópsk föt eru hlýrri og hentugri, en ég vissi
að kyrtillinn fer japönskum stúlkum vel og að
Quentin Maufroy geðjaðist betur að honum. Ég
kunni líka betur við mig sjálf þannig klædd.
Mittislindinn, sem foreldrar Makotos höfðu gefið
mér kvöldið áður, var úr bxokaði. Ég valdi því
gulan kyrtil með þremur stórum írisblómum: einu
brúnleitu, einu hvítu og einu gráu. Quentin hafði
beðið mig um að koma klukkan hálf eitt í veit-
ingahúsið „Góðu súpurnar".
Ég hafði ekkert úr. Klukkan hlaut að vera orð-
in hálf eitt. Ef ég liti við, sæi ég hann kannski
gangandi í snjónum á eftir mér, án þess að hann
þekkti baksvipinn á mér. Og rétt þegar ég var
að hugsa um þetta, kom hann á móti mér.
Hann var berhöfðaður að vanda og hvítar snjó-
flygsurnar sátu í flekkjum i hárinu á honum og
i svipmiklum boga ofan á augnalokunum. Hann
brosti dapurlega, án þess að segja neitt, eins og
hann var vanur. Þó mér væri heitt eftir hraða
gönguna, þá fór hrollur um mig undir þessu
augnaráði. Hann kinkaði kolli og ég þorði ekki
að rétta honum hendina. Ég hneigði mig því djúpt
að japönskum sið.
•jiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimiHiHiinnniimmimimimmiNny
• 1 ■ ■
I' i
a í
| VEIZTIJ —? !
■ g
t :
• I. Hverjir úthluta Nóbelsverðlaununmn ? ■
* . *
5 2. Til hvaða tungumálaflokks telsi is-
lenzka?
: :
3. Úr hverju er bronz búið til?
h ■
■ ■
: 4. I hvaða fjögurra þátta óperu Iék Guð- •
rún Á. Símonar gerfiblómastúlkuna |
Mímí, í Þjóðleikhúsinu ?
5. Hvemig dó leikarinn frxegi Ia*slie Ho- :
ward?
i
6. Hvað þýðir tovarisch?
7. Eftir hvem er tónlistin við „Ævintýri j
Hoffmans“?
8. Bræður hvaða guðs voru Eldur og
Kári í norrænu goðafræðinni ?
9. Hvað getur tviský i óopnaðri wiský- j
flösku verið veikast?
10. Gáta: Tuttugu systur telja má,
tyllast fjórum stólpum á,
sem óværðum sóað fær.
Segðu mér, hvað heita þær.
Sjá svör á bls. 15. ■
■
3
—- Ég var hræddur urn að hitta yður ekki,
Youli. Þakka yður fyrir að þér skylduð koma.
Það snart mig hve glæsilegur hann var og
ég leit undgn. Ég hikaði líka lengi við að
koma, Quentin.
— Hvers vegna?
Nú var hjúpur áhugaleysisins horfinn af hon-
um. Snjónum hlóð niður á herðar hans. Hann
hafði vinsti-i hendina í vasanum og hélt á pakka.
vmdir hendinni. Öðru hverju stöðvaðist snjóflygsa
í augnhárunum á honurn. Þarna sem hann stóð,
einn og óbifanlegur, liktist hann mest stórum
ránfugli.
— Þegar ég gekk fram hjá bækluðu hermönn-
unurn á brúnni, varð mér hugsað til þess af hve
miklu öx-Iæti þér höfðuð gefið þeim ölmusu. Og
það varð til þess að ég fór að hugsa um allar
þjáningarnar, senx þér hafið orðið að þola af
okkar völdunx og ég spurði sjálfa mig, hvoi’t
þér gætuð I rauninni litið á mig öðruvísi en með
biturleika.
Hann hló við: — Án nokkurs biturleika, það
get ég fullvissað yður um, Youli. Það er ekki til-
finningai-nai’, senx ég óttast mest. Svo bætti
hann við. —• Það er kjánalegt að standa hér úti,
þegar það er svona notalegt í „Góðu súpunum".
Hann rétti mér pakkann, sem hann var með:
Þetta er handa yður, Youli. Ég vona að þessi
litla gjöf verði yður til ánægju. Ég átti í mesta
basli við að fá kaupnxanninn til að opna búð-
ina fyrir mig.
Hann bi'osti aftui’. Nú líktist hann elskulegunx
hressilegunx unglingi. Ég leysti utan af paklc-
anum og hrópaði upp yfir íxxig:
—• Fjaðrakjóllinn!
Þetta boðaði gott, fannst mér.
— Er það ekki siður í Japan, eins og hjá.
okkur, að gefa gjafir unx áramótin?
Við boi-ðuðum hádegisverð í veitingahúsinu á
bakka Kamoárinnar, sem í öllu líktist hádegis-
veröinum, sem við höfðum borðað þar sanxan
daginn áður. Ég veit ekki hvaða súpu við völd-
um eða hvort nxaturinn var góður eða vondur.
Ég hugsaði aðeins um eitt, að kynnast sessunaut
mínum og hjálpa honum til að bera raunir sinar.
Við drukkum mörg staup af saké, og þegar
kominn var tími til að yfirgefa þetta litla hús,
þar sem við höfðum fundið svo gott skjól, voi'-
um við aftur orðin hress í bragði. Snjórinn og
kuldinn komu í fangið á okkur í dyrununx.
— Loksins sé ég yður brosa, sagði Quentin.
— Það gerir snjórinn. Mér þykir svo vænt
unx snjóinn.
— En hafið?
— Já, sagði ég. Mér þykir ennþá vænna um
hafið.
Varla höfðum við gengið tíu skref, þegar við
vorum orðin alsnjóug. Það var ég sem tók í
hendi Quentins Maufroy, eins og til að koma
honum í skilning um allt það sem tengdi okkur
í þessari miklu óreiðu. Hann þrýsti fingur mína
fast, og sleppti þeim ekki aftur.
4