Vikan


Vikan - 29.11.1956, Qupperneq 11

Vikan - 29.11.1956, Qupperneq 11
ÞÆR HÖFÐU BÁÐAR FENGIÐ ÞAÐ SEM ÞÆR ÓSKUÐU SÉR OG NU SATU ÞÆR SAMAN . . ÖNNUR MEÐ RJÓMAKÖKU OG HIN MEÐ ÞURRT KEX. frœr #•/óímmkökur HELENA skoðaði sig í stóra veggspegl- inum í snyrtistofunni meðan hún beið eftir að aðstoðarstúlkan pantaði bíl fyrir hann. Hún vafði þéttar að sér minka- kápunni. Jú, það var ekkert út á vöxtinn að setja, svo var ströngu mataræði og nuddi fyrir að þakka. Auðvitað gat það stundum verið erfitt að þurfa sífellt að hugsa um hitaeiningarnar og þess háttar, en það borgaði sig nú samt, því fólk trúði því varla að hún ætti uppkomna dóttur. Þegar henni datt dóttirin Anita í hug, var hún nærri búin að hnykla augnabrúnirnar, en sá til allrar hamingju að sér í tæka tíð — hrukkum hætti svo til að festast í and- litinu. Hún var metorðagjörn fyrir Anitu hönd. Satt að segja var hún búin að skipu- leggja framtíð Anítu í öllum smáatriðum og hafði bent dóttur sinni á það, að hjóna- band hennar og Daggens greifa væri ákaf- lega æskilegt. En þá hafði þetta skilnings- lausa barn bara romsað upp úr sér ein- hverri rómantískri endaleysu um „hina sönnu ást“. Vitleysa! Helena var sjálf hamingjusöm og ánægð með Henry, föður Anitu, þó ekki hefði kannski verið hægt að tala um „hina sönnu ást“ milli þeirra, þegar þau giftu sig. Henni hafði víst fundizt það meira virði að hann var efnaður. Helena andvarpaði og hætti að hugsa um Anitu. í staðinn fór hún nú að hugsa um stefnumótið, sem hún var að fara á. Hún hafði ekki séð Maríu skólasystur sína síð- an skólagöngu þeirra lauk, og nú átti hún að hitta hana eftir öll þessi ár. Hvernig hafði Maríu vegnað? Þegar bíllinn stanzaði fyrir framan veitingahúsið, þar sem þær höfðu ætlað að hittast, leit hún í flýti í spegilinn. Hún sá að hún leit ljómandi vel út, vel snyrt og ungleg. Hún gekk inn í veitingasalinn. Ef hún þekkti Maríu nú ekki aftur? Jú, þama úti í horni sat snyrtileg kona og veifaði til hennar. — María? sagði Helena og hló vand- ræðalega. Að hugsa sér að þær skyldu vera jafn- aldrar. Það leyndi sér ekki að María var miðaldra. Á svipstundu veitti Helena því athygli, að þó María væri snyrtilega og smekklega klædd, þá voru föt hennar hvori dýr né samkvæmt tízkunni. — Þú hefur ekkert breytzt, nema ef vera skyldi að þú værir orðin ennþá fall- egri en áður, sagði María glaðlega um leið og Helena settist. Langa stund spjölluðu þær þvingað og yfirborðslega um gamla daga, eins og títt er um fólk, sem ekki hefur haft samband sín á milli lengi og óttast óþægilegar þagnir. — Nú verðurðu að segja mér eitthvað um sjálfa þig, Helena, sagði María og hellti teinu í bollana. Það er auðséð að þú hefur ékki haft mikið af áhyggjum að segja. Hún horfði með aðdáun á fyrr- verandi skólasystur sína. Helena roðnaði svolítið. Hún viður- kenndi það með sjálfri sér, að hún hefði lagt sig sérstaklega fram um að snyrta sig í dag, til að vekja óskipta aðdáun þess- arar gömlu vinkonu sinnar, og það var ekki laust við að hún skammaðist sín svolítið við þetta hrós. — Ég er auðvitað gift, svaraði Helena. Maðurinn minn er fjármálamaður og við höfum það prýðilegt. — Er það allt og sumt? — Ja . . . svo eigum við dóttur. Hún er tvítug og ákaflega efnileg. En hvemig hefur þér gengið sjálfri? Helena varð allt í einu vandræðaleg og sneypuleg. Vesalings María, það var svo- sem auðséð að lífið hafði ekki leikið við hana. Andlit hennar var hrukkótt og markað, og bar vott um áhyggjur og erfiðleika. En hún leit samt ágætlega út, það varð Helena að viðurkenna. — O-o, mér hefur líka liðið prýðilega, sagði María og brosti þessu blíðlega brosi, sem einkennt hafði litlu stúlkuna með flétturnar á skólaárunum. Ég á fyrst og fremst heimsins bezta eiginmann. Við eig- um fimm böm, þrjá drengi og tvær stúlk- ur. Franceska, sú elzta, er 23 ára gömul og á von á fyrsta barninu sínu. Sjáðu, ég er með töskuna mína fulla af mynd- um, sem ég skal sýna þér. Mér er alltaf strítt á því heima, að ég skuli flækjast með allar þessar myndir með mér hvert sem ég fer. Hún tók heilmargar myndir upp úr gömlu, vönduðu töskunni sinni og lagði þær á borðið. Það voru myndir af mann- inum hennar, börnunum á öllum aldri, bænum og uppáhaldsdýrunum hennar. Um leið og hún sýndi þær, gaf hún skemmti- lega lýsingu á lifnaðarháttum sínum. Hún sagði frá erfiðleikum þeirra fyrstu hjú- skaparárin og lýsti því hlægjandi hvcrniy hún hafði orðið að búa sér til húsgögn úr trékössum. I fyrstu hafði hún verið ákaflega einmana — það voru margir kílómetrar til næsta bæjar. En af lýs- ingu Maríu á öllu andstreyminu mátti greinilega sjá, að hún gat ekki hugsað sér neitt dásamlegra en sitt eigið líf með f jöl- skyldu sinni. Helena hlustaði og skoðaði þegjandi myndirnar. í fyrstu hafði hún hlustað með vorkunnlátri meðaumkun, en smám sam- an breyttist meðaumkunin í orðlausa að- dáun og að lokum í nokkurs konar öfund. Þegar María hafði lokið frásögn sinni, var röðin komin að henni. Helena átti enga mynd af Henry, henni hafði aldrei hugkvæmst að eignast hana. En hún var með reglulega góða mynd af Anitu. Allt í einu reyndist henni svo erfitt að lýsa lifnaðarháttum sínum. Auð- vitað hafði hún að mörgu leyti átt skemmtilegri og þægilegri æfi en María á þessum einmanalega búgarði í Ástralíu, en hún vissi ekki almennilega hvernig hún gæti lýst því. María hafði ljómað af ánægju þegar hún talaði um eiginmann sinn, en Helenu fannst nú skyndilega svo erfitt að segja nokkuð um Henry, hún vissi í rauninni svo afar lítið um hann og sameiginlegt líf þeirra. Bridgespil, leikhúsferðir og þessháttar virtist svo litlaust og tilbreyt- ingarlaust í samanburði við erfiða æfi Maríu á einmanalegum búgarði. Já ög Anita, sem hún var þó svo stolt af, reynd- ist ekki eins skemmtilegt umræðuefni og þessi fimm börn Maríu. Það varð óþægileg þögn. María leit í laumi á Helenu. — Getur það verið að þessi glæsilega og fagra kona sé ekki ham- ingjusöm? hugsaði hún. Augnaráð þeira mættist og þær roðn- uðu báðar. — Manstu hvernig við vorum vanar að ræða um framtíðaráætlanir okkar? spurði Helena og hrærði í bollanum sínum. — Hvort ég man. Þú ætlaðir alltaf að eignast rikan eiginmann og eiga rólega og makindalega æfi. María borðaði rjóma- kökuna sína með sýnilegri velþóknun. — Og þú vildir eignast mann, sem þú elskaðir út af lífinu og sem líka elskaði þig, María, sagði Helena og molaði þurru kexkökuna sína milli fingranna. — Þú varst alltaf ákveðin í að eiga mörg börn. —Við höfum haft heppnina með okk- ur, Helena. Báðar höfum við fengið það sem við vildum. Franceska fyrirgefur mer það aldrei, ef ég verð ekki hjá henni þeg- ar hún eignast fyrsta barnið. Hugsaðn þér hvað tíminn líður, nú er ég bráðum orðin amma. Auk þess heimtar maðurim minn að ég komi heim hið bráðasta. Þli getur ekki ímyndað þér hvílik bréf ham skrifar . . . rétt eins og hann sé eini mað- urinn í veröldinni, sem ekki hefur kor- una sína hjá sér í nokkra mármði. -— Heyrðu María, er rjómakakan góö? — Alveg dásamleg — ég var eimitt að undrast það, hvers vegna þú borðað r þetta leiðinlega kex. Helena hugsaði sig svolítið um. Sy« tók hún ákvörðun — merka ákvörðun. — Þjónn, gjörið svo vel að koma með eina rjómaköku, sagði hún við þjónino. Nei, annars, látið mig fá tvær. Svo sneri hún sér að Maríu og hélt áfram: — Það eru nefnilega aaörg ár síðan ég hef smakkað rjómaköbu, skal ég segja þér. Þær sátu enn nokkra stund og spjöJi- uðu, saman, en svo var kominn tími iiil að skilja og þær kvöddust. EGAR Helena kom heim, fór bún beiBt upp í herbergið sitt, sparkaði af sér skónum, sem voru heldur þröngir og fór í staðinn í þægilegri inniskó. — Anita, kallaði hún, þegar hún heyrði að dóttir hennar kom heim. — Komólit hingað snöggvast. — Hvað er það, mamma? — Ég ætlaði bara að segja þér, að ég skil þig mæta vel, ef þú vilt ekki giftast greifanum, sagði Helena dálítið vandræða- lega. — Það er auðvitað alveg rétt af þtr að vilja ráða lífi þínu sjálf . . . Nei, elsk- an mín, kreistu mig ekki svona. Ég er ny- búin að borða tvær rjómakökur. Smásaga eftir NEVENKA GULLILAND 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.