Vikan


Vikan - 14.12.1956, Side 6

Vikan - 14.12.1956, Side 6
c* NÝ TlDINDI (AF LÉTTARA TAfil) Um skilnaðarmál Or BREYTTUR, bandarískur hermaður krafð- íst skilnaðar á þeim grundvelli, að kon- an hans, sem var liðsforingi í hernum, krefð- ist þess af honum, að hann stæði upp og heilsaði henni með hermannakveðju í hvert skipti sem hún kom að morgunverðarborðinu. EIGINMAÐUR í Wilmington í Bandaríkj- unum hafði gaman af hvítum músum. Konan hans hataði hvítar mýs og fór í skiln- aðarmál. Maðurinn hennar svaraði með því að stinga sprelllifandi mús niður um hálsmál- ið á kjól konunnar, draga hana á hárinu út á götu og gefa henni á’ann. Þegar hér var komið, varð einn nágrannanna að lemja eiginmann- inn í höfuðið með stól, til þess að fá hann til þess að sleppa konunni. Jú, hún fékk skilnað. SJÖTlU og eins árs gamall Breti fór fyrir skemmstu í skilnaðarmál við hina sjötugu konu sína. Ástæða: Hún harðneitaði að leyfo honum að fara í kirkju, og bar því við, að það væri of mikið af fallegum stúlkum í kirkjukórnum. KONA í Turin á Italíu krafðist skilnaðar frá listmálaranum manninum sínum, vegna feiknstórrar myndar, sem hann hafði málað á vegginn í stofunni þeirra. Hún hélt því fram, að myndin sýndi hana og móður hennar vera að drukkna, en sjálfur trónaði eiginmaðurinn, í gerfi Nóa gamla, í örkinni, horfði á þær og skellihló. EGAR skilnaðarmál Johns nokkurs Berger kom fyrir rétt í Pittsburg í Bandaríkjun- um, tjáði John dómaranum, að hann gæti svo- sem sætt sig við það, að konan hans reykti pipu uppi í rúmi, en síðan hún hefði byi’jað að reykja biksvarta vindla á sama stað, væri sér öllum lokið. -j LOS ANGELES tókst konu að fá skilnað á þeim grundvelli, að maðurinn hennar neitaði að kyssa hana og bæri smithættu við. VEITINGAHÚSEIGANDI í Miami fór fram á skilnað og sagði að í hvert skipti sem hann bæði konuna sína um matarbita, svaraði hún því til, að hann gæti étið í veitingahús- inu sínu. PARÍSARBUl, sem fór í skilnaðarmál við konuna sína, tjáði réttinum, að eiginlega hefði hún bara einn ókost. Hann gæti með engu móti fengið hana til þess að hætta að ganga um húsið myrkranna á milli — alls- nakta. T bílaborginni Detroit í Bandaríkjunum krafðist klerkur einn skilnaðar frá kon- unni sinni og gaf það sem ástæðu, að hún þverneitaði að þurrka af Biblíunni hans. OG loks er þess að geta, að frú Lela Diepen- brock í St. Louis, Bandaríkjunum, fékk skilnað frá manninum sínum, þegar hún bar það fyrir rétti, að er hún hefði tjáð honum, að hún treysti sér ekki til þess að lifa með honum lengur, hefði hann svarað: „Ef svo er, verðum við að skipta öllu jafnt á milli okkar." Og að svo mæltu sagaði hann í sundur öll húsgögnin! FERNAND NAVARRA heitir franskur maður. Hann er búsettur í Bordeaux. Hann hefur það fyrir atvinnu að kaupa skipsflök til niðurrifs. Það er býsna skemmtileg tilviljun. Því að Fernand Navarra heldur því fram, að honum hafi tekist að finna flakið af Örkinni hans Nóa. Ég fór til Bordeux til þess að tala við hann. Ég fann hann við höfnina, þar sem hann var að vinna. Hann tók mér tveim höndum og bauð mér heim til sín. Þar sagði hann mér sögu sína — og sýndi mér bút af bjálkanum, sem hann hafði með sér ofan af Ararat. Sýnishorn úr þessum bjálka hafa verið send ýmsum evrópiskum vísindastofnun- um. Þegar þetta er ritað, hafa þrjár — og allar heimskunnar — svarað. Þeim kemur saman um, að hér sé um að ræða eikartegund, sem vex í hinum nálægari Austurlöndum, og að sýnishornin séu um það bil 5,000 ára gömul. Nú hefur atom- vísindastöðin franska í grend við París enn eitt sýnishom til athugunar. Með til- raunum, sem taka munu nokkra mánuði, Eftir GEORGE LANGELAN Hann fór upp á Ararat, sem viö könnumst við úr Biblíunni, og Öar segir hann aö hún sé... munu vísindamenn stöðvarinnar geta ákveðið aldur eikarinnar, svo að ekki skeiki um meira en svosem fimmtíu ár. Ég sat í stofu Navarras, þegar hann sýndi mér þrjá viðarbúta. Ég furðaði mig strax á þyngd þeirra. Þótt bjálkinn, sem Navarra og sonur hans höfðu með sér nið- ur af Ararat, hafi verið mjúkur og auð- unninn, þegar þeir grófu hann upp úr ísn- um, þá er hann nú svo stálharður, að að- eins járnsög vinnur á honum. Navarra er ekki viss um, að hann trúi sögunni um Nóa og Örkina hans, eins og hún er sögð í Gama testamentinu; hann trúir því til dæmis ekki, að flóðið hafi verið eins mannskætt og sagan hermir, né heldur að Nói gamli hafi skotið skjólshúsi yfir allar dýrategundir jarðarinnar. En hann er sannfærður um, að feiknmikið flóð hafi orðið þarna og að einhver úrræða- góður náungi hafi smíðað sér einhverskon- ar fljótandi hús og þannig bjargað fjöl- skyldu sinni og ef til vill einhverjum af skepnum sínum. Navarra var fimm ára, þegar hann fyrst heyrði söguna um Nóa. Þá var nýbúið að veiða hann upp úr Gironde-fljóti með krókstjaka, og á meðan fóstran hans var að þurrka hann og flengja, sagði hún hon- um söguna um flóðið, sem drekkt hafði — meðal annars — öllum óþekkum strák- um. Þessi óvenjulega útgáfa af Biblíusög- unni festist í honum og hann fékk feikn- mikinn og allt að því ástríðukenndan áhuga á Nóa og syndaflóðinu. Hinsvegar var það ekki fyrr en mörgum árum seinna, þegar hann gegndi herþjón- ustu í hinum nálægari Austurlöndum, sem hann komst að þeirri niðurstöðu, að kannski væri sagan ekki eintómur tilbún- ingur. Hann kynntist ungum Armeníu- manni, sem hafði það eftir afa sínum, bónda, sem bjó við rætur Ararats, að fólk- ið á þessum slóðum hefði stundum þóttst sjá Örkina sitjandi utan í hinu snævi þakta fjalli. Næstu átta árin viðaði Navarra að sér öllum þeim bókum, sem hann gat grafið upp um þetta efni. Hann heimsótti bóka- söfn og fornminjasöfn og ferðaðist allt til Lundúna til þess að rannsaka nokkrar töflur í brezka fornminjasafninu. Hann keypti auk þess kort og leiðsögubækur og lá yfir þeim kvöld eftir kvöld að kynna sér þennan stað á landamærum Tyrklands, Rússlands og Persíu, þar sem Ararat stendur. Hann aflaði sér bóka um leiðangra, sem farnir höfðu verið upp á fjallið, og þeir voru hreint ekkí svo fáir á öldinni sem leið. Að minnsta kosti tveir þessara leiðangra, annar rússneskur og hinn tyrk- neskur, virtust þar að auki hafa fundið Örkina. Hann var sannfærður um, að eitthvaö hlyti að vera þarna. En hvar? Ararat er tæp 17,000 fet á hæð. Það er ekkert sér- staklega erfitt að komast upp á fjallið, en snjór og ís og óstöðugt veðurfar veldur því, að lítill tími er til leitar. Svo gerðist það 1949, að Fernand Nav- arra uppgötvaði, að Breti að nafni Eger- flér er Raphael litli, sonur Fern- ands, að hala upp hinn dularfulla bjálka. C,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.