Vikan


Vikan - 14.12.1956, Side 13

Vikan - 14.12.1956, Side 13
að króa þig af úti í horni i þvi skyni að rifja upp endurminningarnar um gamla, góða skólann. Og Barmy var í þann veginn að grípa til þessara neyðarráðstafana, þegar veitingastúlkan mælti þessa áhrifamiklu setningu. „Gott kvöld, herra Brisco.“ Barmy stóð sem þrumulostinn. Hann sneri sér að veitingastúlkunni og sagði í hálfum hljóðum. „Sögðuð þér Brisco?“ „Já, herra minn.“ „Býr hann á prestssetrinu ?“ „Já, herra minn." Það fór gleðititringur um Barmy allan. Að hugsa sér þá hundaheppni, að bróðir stúlkunnar, sem hann unni, skyldi vera gamall skólabróðir. Barmy átti engin orð. Þegar öllu er á botninn hvolft, hugsaði hann um leið og hann tók hendina af merkinu, þá eru engar taugar eins rammar og þær, sem binda mann við gamla skólann. Ef maður hittir einhvern úr gamla, góða skólanum á opinberjim stað, nú, þá fannst Barmy ekki nema sjálfsögð skylda að ganga beint að honum og vera bróðurlegur við hann. Hann gekk rakleiðis að borðinu til mannsins. „Nei, góðan daginn, góðan daginn,“ sagði hann, „ég sé, að þú ert með gamla . . . Aumingja maðurinn hafði ósjálfrátt fálmað eftir merkinu í mesta flýti, en hann gerði sér greinilega ljóst, að úr þessu var tilgangslaust að reyna að dyljast. Hann kreisti fram einhvers konar bros. „Má bjóða þér glas?“ „Ástarþakkir, en ég á lögg í mínu glasi,“ sagði .Barmy. „Ég ætla að koma með það hingað yfir að þínu borði, ef ég má ? En það lán að hitta einhvern úr elsku, gamla skólanum, finnst þér ekki?“ „Jú, heldur finnst mér það.“ „Ætli ég hafi ekki verið talsvert seinna í skólanum en þú,“ sagði Barmy, því að náunginn var nokkuð við aldur — tuttugu og átta ára að minnsta kosti. „Ég heiti Fotheringay-Phipps. Þú heitir Brisco, ekki satt?“ „Jú, rétt er það.“ Barmy saup nokkrum sinnum hveljur. „Já, hérna, hvað ég ætlaði að segja. Ég held ég hafi séð systur yðar í Bridmouth i gær,“ sagði hann og roðnaði um leið heldur betur. Satt að segja setti hann svo dreyrrauðan, að náunginn fór að virða hann gaumgæfilega fyrir sér, og Barmy þóttist vita, að hinn kæri skóla- bróðir hefði getið sér til um, hvað á bak við lá. „Þú segist hafa séð hana í Bridmouth í gær?“ „Já.“ „Og nú ertu fluttur hingað ?“ „E—já." „Nú, sjáum til,“ sagði náunginn og andvarpaði hugsl. Það varð hlé á samræðunum, og Barmy beið átekta. „Þú verður að hitta hana,“ sagði náunginn. „Ég hefði ekkert á móti því,“ sagði Barmy. „Ég sá hana aðeins augna- blik, þegar hún var að kaupa nautaket, en hún leit út fyrir að vera ekki ósnotur." „Já, fannst þér það ekki?“ „Ég rétt leit á hana, eins og þú skilur, en ég held mér sé óhætt að fullyrða, að hún muni hafa fagra og hreina sál. Ef satt skal segja," sagði Barmy og gleymdi nú allri varkárni, „væri ekki fjarri sanni, að segja að hún sé guðdómleg." „Þú verður sannarlega að hitta hana,“ sagði náunginn. Síðan hristi hann höfuðið. „Nei annars, það mundi ekki borga sig.“ „Hví ekki það?“ gall Barmy við. „Það skal ég segja þér,“ sagði náunginn. „Þú þekkir þetta kvenfólk. Það hefur sín smááhugamál, og ekkert særir þær meira, blessaðar, en þegar skopast er að þessu vafstri þeirra. Angelica er sem stendui- önn- uin kafin að undirbúa barnaskólaskemmtunina, sem haldin er árlega í þorpinu. Ég sé á augabragði, hvers konar náungi þú ert gamansamur, fyndinn og háðskur. Þú myndir láta falla eitt af þínum fleygu háðsyrð- um á kostnað skólaskemmtunarinnar. Og þó að hún kynni að hlægja að fyndninni, mundi háðið særa hana djúpt." „Ég mundi ekki láta mér detta í hug . . „KemUr í sama stað niður. Því gerirðu það ekki, talirðu lofsamlega um skólaskemmtunina, hvað þá? Áður en þú veizt af, biður hún þig að hjálpa sér að undirbúa skemmtunina. Og það mundi þér þykja leiðinlegt." Barmy skalf frá hvirfli til ilja. Þetta var jafnvel betra en hann hafði þorað að vona. „Þú heldur þó ekki, að hún mundi vilja Iofa mér að hjálpa sér að undirbúa skólaskennntunina ? ‘‘ „Já, on þú mundir náttúrlega ekki ljá máls á því." ..Það mundi vera mér alveg sérstök ánægja." ..Ef þú lítur þannig á málið, er aMðvelt að koma því í kring. Hún kenmr hingað á hverju augnabliki að sækja mig í bilnum sínurn." Og víst um það, ekki tveim minútum siðar barst gegnum opinn glugg- ann silfurskær rödd, sem hvatti náungann, er virtist gegna nafninu „Skröggur", til að flýta sér út, því að röddin kvaðst ekki hafa í huga að bíða i alla liðlanga nótt. Svo að náunginn flýtti sér út í fylgd með Barmy, og þar beið stúlkan í bilnum. Hann kynnti Barmy. Stúlkan brosti til hans. Barmy brosti til hennar. Náunginn sagði, að Barmy vildi endilega fara að hjálpa henni að sjá um skólaskemmtunina. Stúlkan brosti til hans aftur. Barmy brosti aftur til hennar. Og síðan var ekið af stað, þegar stúlkan hafði minnt Barmy á að mæta tímanlega, því að gleðskapurinn mundi byrja á mánudaginn stundvíslega klukkan tvö. Þegar Barmy og Pongo snæddu kvöldverð þetta kvöld, æfðu þeir leikþáttinn svolítið eins og venjulega. Það var venja þeirra að meitla og fága þáttinn á meðan þeir sátu yfir matnum, þar eð þeir höfðu komizt að raun um, að átið virtist skerpa gáfur þeirra. En þetta kvöld hefði athugulum áhorfanda ekki dulizt, að þeir höfðu ekki hugann við efnið. Það var greinilega hráslagalegt á milli þeirra. Pongo sagðist eiga frænku, sem kvartaði um gigt. Og Barmy svaraði: Hver mundi ekki gera það? En garnli eldurinn og fjörið var horfið. Og þungbúin þögn hafði færzt yfir þá, þegar dyrnar opnuðust og veitinga- stúlkan rak höfuðið inn úr gættinni. „Ungfrú Brisco var að senda skilaboð til yðar, herra Phipps", sagði veitingastúlkan. „Hún biður yður að koma dálítið fyrir tvö, ef þér getið komið því við. Kortér fyrir, ef hægt væri, því að það er alltaf svo mikið að gera.“ „Já, það er í lagi. Þakka yður fyrir," sagði Barmy, dálítið vándræða- legur, því að hann hafði heyrt félaga sinn grípa andann á lofti. „Ég skal segja henni það,“ sagði veitingastúlkan. Hún fór, og Barmy fann augu Pongo hvíla á sér eins og drápsgeisla. „Hvað á allt þetta að þýða?“ spurði Pongo. Barmy reyndi að vera kæruleysislegur. „O, eiginlega ekkert. Bara barnaskólaskemmtun. Dóttir prests.ins hérna — ungfrú Brisco að nafni — virðist hafa áhuga á að ég líti inn á mánudaginn og hjálpi henni að stjórna skemmtuninni." Pongo ætlaði að gnísta tönnum, en hann var með svo stóra kartöflu uppi í sér í augnablikinu, að hann gat það ekki. En hann þreif svo fast utan um borðröndina, að hnúarnir hvitnuðu. „Hefur þú verið að sniglast á bak við mig og troða þínum ófélega félagsskap upp á ungfrú Brisco?" spurði hann. „Mér líkar ekki tónninn hjá þér, Reginald." „Hugsaðu ekki um tóninn hjá mér. Ég ræð mínum tón. Af öllum auð- virðilegum labbakútum, sem skríða á jörðinni, ert þú sá auðvirðileg- asti. Svo að þetta er öll margra ára vináttan? Þú laumast hingað og reynir að stela frá mér stúlkunni, sem ég elska.“ „Heyrðu nú . . . .“ „Segðu ekki rneira." „Já, en heyrðu nú . , , „Ekki orð um þetta meira.“ „En heyrðu nú. Ég elska hana líka. Er það mér að kenna, ef það vill svo til að ég elska hana líka? Ég á við, að elski maður stúlku og annar náungi elskai- hana lika, geturðu ekki ætlazt til, að maðurinn sem elsk- ar stúlkuna dragi sig í hlé, af því að hann er af tilviljun kunnugur ná- unganum, sem elskar stúlkuna líka. Þegar ástin er annars vegar, verða menn að hugsa um eigin hagsmuni. Enginn er annars bróðir í leik, eins og kerlingin sagði. Ekki laumaðist Romeo eða neinn af þessum ástar- bröndum burt frá stúlkunni sinni bara til að gera kunningja greiða. Vissu- lega ekki. Svo að ég sé ekki . . .“ „Hættu!" sagði Pongo. Það varð þögn. „Mætti ég biðja þig að rétta mér sinnepið, Fotheringay-Phipps", sagði Pongo kuldalega. „Vissulega, Twistleton-Twistleton," sagði Barmy jafnþóttalega. Það er alltaf óþægilegt að vera ósáttur við gamlan vin. Að vera inni- byrgður einn í óvistlegri þorpskrá undir sama þaki og gamall vinur, sem maður talar ekki lengur við, er blátt áfram óbærilegt. Og sérstaklega. ef daginn ber upp á sunnudag í þokkabót. Maiden Eggsford er eins og svo mörg önnur sveitaþorp ekki með bezta og skemmtilegasta svip á sunnudögum. Þegar maður hefur gengið aðalgötuna á enda og skoðað vatnsbólið, er vart um annað að ræða en að snúa heipi, fara síðan út aftur, ganga aðalgötuna á enda, skoða vatns- bólið.......Það mun gefa ykkur nokkra hugmynd um hið hörmulega hugarástand Barmy Fotheringay-Phipps um kvöldið, þegar ég trúi ykk- ur fyrir því að hljómur kirkjuklukknanna til aftansöngs dró hann út úr veitingahúsinu eins og hann hefði heyrt í slökkviliðinu. Tilhugsunin um, að loksins ætlaði eitthvað að ske í Maiden-Eggsford, sem væri í engu sambandi við vatnsbólið, kom einkennilegu róti á tilfinningar hans. Hann var kominn i sæti í kirkjunni áður en hann vissi af. Og þegar líða tók á messuna, fóru undarlegar tilfinningar að bærast í brjósti hans. Það er eitthvað við aftansöng í þorpi að sumarlagi, sem snertir jafnvel harðsoðna efnishyggjumenn. Dyrnar höfðu verið skildar eftir opn- ar, og in um þær barst angan af linditrjám og vallablómum og fjar- lægt suð sveimandi býflugna. Og smátt og smátt streymdi tilfinninga- bylgja um Barmy. Og um leið og hann hlustaði á guðspjallið, tók hann sinnaskiptum. Framhald á blaðsiðu 40. 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.