Vikan


Vikan - 14.12.1956, Qupperneq 21

Vikan - 14.12.1956, Qupperneq 21
bezta og þú vilt mér líka vel. Ég treysti á þig og. hjálp þína. Hjálpaðu mér nú til að fá vinnu. Mér er alveg sama hvað ég geri hér í Kyoto. Mig langar ekki til að fara aftur. Ég þarfnast þess að vera í nánd við þig. Með því að búa þannig í nábýli, fáum við tækifæri til að kynn- ast. Þá færð þú tóm til að athuga, hvort þú get- ur fellt þig við mig, hvort ég hef nokkurt að- dráttarafl fyrir þig og hvort þú getur elskað mig. Það væri að ögra örlögunum, ef við giftum okk- ur nú eins og blindir kettlingar, eftir að við er- um komin í slíkai' ógöngur. Við skulum nú til- taka átta eða tíu mánaða frest, eigum við að segja til 1. janúar 1954. Hann horfði stöðugt ástúðlega og blíðlega á mig. Tæplega gat hann hafað horft öðruvisi á Sabinu, sem hann hafði þó elskað. — Hvað þú ert kjarkmikil, Marcque! Berðu engan kvíðboga fyrir því að vinna hér i Japan? — Því skyldi ég gera það ? Það er ekkert betra að vinna heima i París. Nú vil ég hætta að vera upp á þig komin. Þér er óhætt að líta svo á að þú sért laus allra mála. Þú ert nú þeg- ar búinn að gera alltof mikið fyrir mig, Quentin. Hann lagði vinstri hendina, heilbrigðu hend- ina, ofan á handlegg minn og þrýsti hann: — Þakka þér fyrir hve hugrökk og góð þú ert, Marcque. Ég samþykki uppástungu þína. Við getum áttað okkur á tilfinningum okkar I þessa átta mánuði. Ég sagði ekkert, en hver einasta taug í lík- ama mínum hrópaði: Quentin, skilurðu þá ekki að ég er að gefa sjálfri mér enn eitt tækifæri? Ég þarf ekki að átta mig betur á tilfinningum mínum! EFTIR að við höfðum ákveðið að láta skyn- semina ráða, tók málið einkennilega stefnu. Quentin umvafði mig ótakmarkaðri blíðu, eins og til að þakka mér fyrir að hafa hafnað hon- um. Umhyggja hans og hugsunarsemi tvöfaldað- ist. Við vorum öllum stundum saman, undir þvi yfirskini að við værum að kynnast hvort öðru. Ég borðaði að minnsta kosti einu sinni með hon- um á hverjum degi. Ég kallaði hann í gamni „Framlengingar kærastann minn“ og samband okkar var ákaflega hlýlegt. Var það vinsemd? Eða ást? Þó ég ætti auðvelt með að skipa hon- um rúm í huga mínum, þá hafði ég enga hug- mynd um hvaða sæti ég skipaði í þessu undar- lega hjarta hans. Ég ætlaði að láta tímann skera úr því. Vorið kom og mér var farið að þykja mjög vænt um Kyoto. Quentin hafði útvegað mér skemmtilega vinnu í Fransk-japanska félaginu. Ég var einkaritari hjá frönskum prófessor. Ég kunni vel við starfið og dagarnir liðu fljótt. Ég saknaði Parísar ekkert. Quentin var líf mitt og föðurland. Hann hafði ekki sagt að hann elskaði mig. Mikill hluti tilveru hans var mér sem lok- uð bók. Hann minntist aldrei á hvað hann hafði fyrir stafni. Allan daginn dvaldist hann í skrif- stofu sinni og í kvikmyndaveri Tsuru-Kame, til að tileinka sér starfið, sem var honum svo fram- andi, áður en hann gæti tekið við þvi til fulls. Hann hafði aldrei kynnt mig fyrir ungu japönsku stúlkunni, Þúsund hvitar liljur, þó hann hefði verið búinn að lofa því áður en við komum til Kyoto. Þegar ég spurði hvort hann væri búinn að gleyma loforði sínu, færðist hann undan. ,,Seinna“, sagði hann, eða „þegar tækifæri gefst . . .“, en það tækifæri gafst aldrei. Dag nokkurn stakk Legrand prófessor upp á því að ég færi heim fyrr en venjulega. Hann bað mig fyrir ábyrgðarbréf, sem ég átti að koma í póstinn á leiðinni. Þegar ég kom út úr pósthúsinu, ákvað ég að ganga heim, því það var hlýtt og fagurt veður þetta kvöld. Ég gekk því í hægðum mínum eftir götunni, innan um hópa af kurteisu fólki, sem brosti af hvað litlu tilefni sem var. Ég stanzaði í mjórri götu, til að skoða handunna blævængi. Lengra uppi í götunni tók hver brúðubúðin við af annarri. Fjöldamargar konur báru þjóðbúninga og ég sneri mér við til að horfa á eftir þeim, þegar þær tipl- Framhald á bls. J/3. Hver gefur út vinsælustu árbókina? Gunnar frá Selalæk, hyggur Vikan. Hér eru fáein sýnishorn úr safni hans, sem heitir, eins og alkunnugt er . . . ÍSLENZK FYNDNI Mektarbóndi einn i Grimsey fór einhverju sinni kaupstaða- ferð til Akureyrar. Þegar heim var komið, varð honum harla tíðrætt um dýrtíðina og tildrið á Akureyri, og lýsti því fyrir nágrönnum sínum. Meðal annars sagðist honum svo frá: „Kaupmaðurinn bauð mér í stofu, og hún var svo rúmgóð og skrautið svo mikið þar inni, að ég gat hvergi hrækt, nema beint upp í loftið. Síðan fór hann með mig í búðina og bauð mér þar nærskyrtu, sem ég keypti. Og hún er svo fin, lasm, að lýsnar geta ekki fótað sig á henni." —o— Einn eizti og merkasti templari þessa bæjar skýrir svo frá: „Ég fór eitt sinn fyrir löngu austur yfir Hellisheiði ásamt öðrum velmetnum regluboðum, til að stofna stúkur austan- fjalls, þvi að þá var drykkju- skaparöld mikil. Við vorum gangandi. Þegar við vorum nýlega lagðir af stað frá Kolviðarhóii. skall á stórhríð með miklu frosti. Við gengum fram á tvo ferðamenn á leið austur. Brátt varð okkur mjög kalt, þvi að við vorum ekki vel búnir í slíku veðri. Samferðamenn okicar voru með koniak og supu á við og við og buðu okkur, en við þáðum það auðvitað ekki. En er við sáum að þeir hresstust eftir því sem af okk- ur dró, þá varð okkur ljóst, að eitthvað yrði til bragðs að taka. En af því að við máttum ekki drekka koníak, þá hnoðuðum við snjókúlur, gegnbleyttum þær í koníaki og borðuðum þær.“ Andrés Björnsson var beðinn um að skrifa fyrstur í „poesi- bók“, sem átti að gefa ungri stúlku í jólagjöf. Hann skrif- aði þessa vísu: Haltu jólin hress og kát við hangiket og bolaspað. Eigðu þetta leirilát og láttu aðra fylla það. —o— Prestur var að útskýra fyrir barni dæmisöguna mn hinn góða hirði og spyr: „Hvað gerir hinn góði hirð- ir við hjörð sína?" „Hann rýir hana, meðan hún lifir," svaraði barnið, „drepur hana síðan og étur.“ —o— Úr ritgerð um Reykjavíkur- höfn: „Við höfnina eru mcrg stór mannvirki, t. d. hafnarhúsið, Fiiðrik Berte'.sen og kolakran- inn“. —o— Sveitamaður var um skeið á togara og fór á honum til Eng- lands. Þegar hann kom heim, hafði hann frá mörgu að segja. Hann sagði meðal annars frá því, að hann hefði farið i land mcð skipsfélögum sínum að skemmta sér. „Við fórum um kvöldið mn á knæpu,“ sagði hann, „og sátmu yfir glösum af góðum drykk, en þegar komið var að lokunar- tíma, kom lögregluþjónn í dyrnar og kallaði upp: „Time, please, gentlemen!" — Og þá áttu allir að tæma.“ —o— Við prestskosningar í frí- kirkjusöfnuðinum í Reykjavík báru stuðningsmenn sr. Emils það út, að einn eða fleiri skyggnir menn hefðu séð fr!- kirkjuprestana sr. Ólaf Ólafs- son og sr. Árna Sigurðsson í kirkjunni við messugerð hjá sr. Emil, og hafi þeir dáðst að því hve vel hann tónaði. Þegar sr. Bjarni Jónsson heyrði þcssa sögu, varð honum að orði: „Ojá, ekki hafa þeir nú mik- ið við að vcra hinum megin.“ Tusku hafði verið kastað i Sigurð Thoroddsen kennara í tíma í Menntaskólanum. Sigurður reiddist og sló til Magnúsar V. Magnússonai', sem hann hélt að hefði gert þetta. Þá stendur upp annar nem- andi, Ágúst Bjarnason, og seg- ir, að þetta sé nú ekki sann- gjarnt, því það sé hann sem hafi kastað tuskunni. „Jæja, Magnús,“ segir Sig- urður, „gefðu þá honum Ágústi á kjaftinn." —o— Á dansleik: Dátt er stiginn dansinn hér drósum sveinar klappa. margir áfram mjaka sér milli gæsalappa. Refur Finnsson. —o— Ásgrímur Jónsson varð eitina fyrstur til að mála lands- lagsmyndii hér á landi. Bónda einum í Fljótshlið var sagt frá því, að Ásgrímur væri kominn að Múlakoti og ætlaði að mála Eyjaljallajökul. Þá varð bónda að orði: „Hann má aldeilis hafa með sér málningu.“ —o— Óskar Halldórsson sat í strætisvagni og var vagninn þéttsetinn, en margir stóðu. Meðal þeirra, sem ekki höfðu sæti, var fullorðin kona, en gegnt Oskari sat strákhnokld. Oskar ýt ti við honum og sagði: „Stattu upp strákur, svo frú- in þarna geti sezt.“ En strákur svaraði: „Stattu upp sjálfur, svo allir geti sezt.“ 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.