Vikan


Vikan - 14.12.1956, Síða 23

Vikan - 14.12.1956, Síða 23
OFT hafa heyrzt óánægjuraddir í tilefni þess að veitingahús eru ekki opin á aðfangadagskvöld og jóladag, svo að heimilislausir ein- hleypingar geta hvergi fengið sinn jólamat. Mér lék því forvitni á að vita, hvernig þeirri nýbreytni hefði verið tekið hjá veitingahúsinu Naust að hafa opið alla daga ársins nema á föstudaginn langa og útbúa sér- stakar jólamáltíðir á jólunum. — Við höfum haft opið til klukk- an sex á aðfangadag og allan jóla- daginn siðan veitingahúsið tók til starfa, svaraði Halldór Gröndal, for- stjóri veitingahússins, þegar ég spurði hann um þetta. — En aðsókn- in hefur verið svo lítil, að ég er að hugsa um að loka á jóladag í ár. 1 hittifyrra komu hér fjórtán gestir á jóladag, en í fyrra tveir í hádegis- mat og átta um kvöldið. Þetta hafði mig alltaf grunað, að þrátt fyrir kvartanir væru ekki margir Reykvíkingar svo miklir einstæðingar, að þeir ættu hvergi höfði sínu að halla um jólin, sem er er borðaður með rúgbrauði og smjön. Við höfum líka stundum haft sér- stök hákarlskvöld, sem hafa venð vei sótt. Yngra fólkið borðar þó aldrei mikið af hákarli, það rétt nartar í hann. En sumir, einkum Vestfirðing- ar, vilja helzt spæna hákarlinn í sig með sjálfskeiðungum sínum. Erfitt að fá hann? Jú, það eru ekki margir ungir menn, sem kunna að verka hákarl. I fyrstu fékk ég hann frá ömmubróður mínum á isafirði, Örnólfi Hálfdánarsyni, en nú kaupi ég hann af ungum lögregluþjóni hér í bæ, Garðari Guðmundssyni frá Aðalvík, sem verkar hákarl sér til gamans. Hákarlinn fær hann hjá togarasjómanni, sem tekur til hand- argangs allan þann hákarl, sem kem- ur í netin. Hákarlinn er verkaður þannig, að hann er fyrst skorinn niður í beit- HÁKARL, SÍLD OG HRVGGVÖÐVI VINSÆLUSTU RÉTTIRNIR, SEGIR HALLDÓR GRÖNDAL í NAUSTI. ÞANNIG leit borðið í Naustinu út, sem dönsku konungshjónun- um var boðið að setjast að, þegar þau voru hér stödd í opin- berri heimsókn síðastliðið vor, þó með einni breytingu — stóru silfurstjökunum var kippt burt rétt áður en gestirnir komu. Hall- dóri Gröndal, forstjóra, fannst þeir draga athyglina of mikið frá blómaskreytingunni og borðinu þvi vera betur borgið án þeirra. Þetta er í fyllsta samræmi við skoðanir hans varðandi borðskreyt- ingu —- hún á að vera látlaus, ekki of áberandi og ekki svo fyrir- ferðarmikil að hún skyggi á gestina. Ekkert gæti átt betur við allan húsbúnað og það andrúmsloft sem ríkir í Naustinu en blómskreyttu gömlu skútulíkönin á borð- t inu. Þegar myndin var tekin, lágu enn ósnert blóm á öðrum hverj- um pentudúk, en skömmu seinna prýddu þau barma hinna prúð- búnu kvenna. Öskubakkarnir - sem venjulega eru ekki látnir á borðið fyrr en komið er. að kaffinu — eru ekki þarna af tilviljun fremur en annað á borðinu. Á bak við veru þeirra þarna er smá saga. Hún er svona: Þegar Friðrik danakonungur og Ingiríður drottning voiu í heim- sókn hjá Elísabetu Englandsdrottningu og Filipusi hertoga, þá gerðist það í einni geysiformlegri veizlu, að Friðrik konungur fór að ókyrrast í sæti sínu og skima í allar áttir, meðan súpudiskarnir voru bornir tómir af borðinu. Lolcs tók hann sinn De Reszke pakka upp úr brjóstvasanum og fékk sér sígarettu. Gestirnir stóðu á önd- inni af skelfingu, og þjónarnir, sem stóðu bak við hvern stól, litu úrræðalausir hver á annan. Þá gaf Elísabet drottning yfirþjón- inum bendingu, hvíslaði einhverju að honum — og andartaki síðar var kominn öskubakki við hvern disk og búið að bjóða öllum veizlugestum að reykja. Síðan hefur þess alltaf verið gætt, að öskubakkar væru á þeim veizluborðum, sem Friðrik konungi er ætlað sæti við, því hann vill reykja á milli rétta. sannkölluð fjölskylduhátið hér á landi. En úr því ég var á annað borð búin að ná í Halldór, lét ég auðvit- að rigna yfir hann spurningum um mat og matarsmekk Islendinga. — Vinsælustu réttirnir hér í Nausti? Jú, það eru tvímælalaust þrír réttir, og tveir þeirra eru meira að segja alíslenzkir. Þá ber fyrst að telja það sem kallað er „Blandaðir síldarréttir". Það er saltsíld í litlum bitum, marin- eruð síld með lauk, sardinur í olíu, sardinur i tómatadýfu, íslenzkur humar (jomfruhumar, eins og Danir kalla hann), rækjur, reyktur lax, ferskur lax í mayonnaise og hákarls- biti. Þetta er borið fyrir gestinn á fjórskiptum diski og í fjórum litlum aukaskálum. Með síldinni er borðað rúgbrauð eða franskbrauð og drukk- inn bjór og brennivínsstaup. Ég á oftast þriggja til fjögurra ára gamalt brennivín í litlum skáp, sem ég hef látið gera í frystiklef- anum. Um leið og flaskan kemur fram í hitann, sezt utan á hana hrím. Breiyiivínið er afbragðs gott, þegar búið er að kæla það svona. Annar vinsælasti rétturinn hérna mun vera Filet Mignon eða innvöðvi úr nautshrygg, steiktur i smjöri. Þessi vöðvi liggur neðan til meðfram hryggnum og skepnan notar hann lítið. Hann er því ákaflega mjúkur, en heldur bragðlítill. Þessvegna er höfð einhver sterk dýfa með kjötinu. Við höfum oftast sérstaka sveppa- dýfu. Það er eins og kunnugt er segin saga, að bragðmesta kjötið er jafn- framt seigast og verst undir tönn. Bezti kjötkrafturinn kemur t. d. úr neðsta bitanum á lærinu, en þar er mikið af sinum. Hákarl er þriðji eftirlætisréttur viðskiptávina okkar. Flestir vilja helzt skyrhákarl, en mörgum þykir glerhákarlinn líka góður. Hákarlinn ur, sem fleygt er í holu í sjávar- kambi, um 20—30 metra frá sjávar- máli, og mokað yfir. Þar er hann látinn verkast í 3—4 mánuði. Þá eru beiturnar teknar upp, skafnar vel og þær hengdar upp í hjall, svo að vind- urinn geti leikið vel um þær í 3—4 mánuði í þurrkatíð, en allt upp i sex mánuði ef votviðrasamt er. Þá loks getum við tekið hann, skoriö hann niður, og borið hann fyrir gesti í Naustinu. Fjölmargir útlendingar, sem hafa bragðað hákarl hér, hafa haft orð á því, að hann væri áreiðanlega hægt að selja sem lúxusforrétt út um heim. Jú, smekkur fólks á mat er að verða miklu fjölbreyttari í seinni tiö, þó margir haldi furðu fast við gaml- an vana um mataræði. T. d. virðast húsmæður einkennilega tregar til að hafa annað í fermingarveizlum en aspassúpu, lambasteik og núggaís. Þetta kemur sennilega til af þvi hve stutt er síðan við fórum að geta borð- að í öðrum tilgangi en eingöngu til að haida í okkur lífinu. Einn er sá réttur, sem á vaxandi vinsældum að fagna í Nausti. Það er Escalope Jurasienne. Það eru tvær sneiðar úr kálfalæri, sem fyrst eru steiktar báðum megin í smjöri, sið- an lagðar saman með vænni sneið af mjólkurosti á milli og steiktar aftur á pönnu. .. Nýjan fisk? Jú, við reynum að hafa allan algengan íslenzkan fisk, þegar gefur á sjó, því ekki þýðir að bjóða íslendingum upp á soðinn fisk, nema hann sé glænýr og hafi ekki verið frystur. Annars biðja ekki margir um fisk, nema þá helzt um hádegið. Á sumrin er mikil eftirspui'n eftir laxi, þó dýr sé, en ekki þori ég að hafa frystan lax á matseðl- inum á veturna. Frystan lax má vel steikja, en soðinn er hann ekki góður. Hvað síldinni viðvíkur, þá hef ég norðansíld á sumrin, en ég fæ alltaf kvartanir, ef ég reyni að hafa Faxa- HEIMILIÐ Ritstjóri: Elín Pálmadóttir Framhald á bis. 47 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.