Vikan


Vikan - 14.12.1956, Qupperneq 31

Vikan - 14.12.1956, Qupperneq 31
JÓLAPÓSTURINN Fyrir ,J£-19 ára“ birtum við Ara- mótasyrpu, sem Brynjólfur Jóhannes- son syngur. „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka“. Glatt skal á hjalla og gleymd skal hver þraut, glitrar um himininn rakettuskraut. I nótt eiga allir að vaka! Já, gleðilegt ár, gerum gleðinni skil, glösunum saman nú klingjum! Eitt sinn ég ákafur njóta þess vil að öllsömul skulum við þó vera til! Brosum og skálum og syngjum! Við syngjum og dönsum og drekkum svo vín. Það er daðrað og syndgað af kæti! Við skröfum um skort, sem við teljum ei grín, hvað skyldi hún nú segja hún langamma mín úr gröf sinni’ ef risið hún gæti! „Hún amma mín það sagði mér um sólarlagsbil" á sunnudegi um þorrann varð hann pabbi þinn til. Hún þurfti oft að mjólka og fór út í fjós. I felum bak við stóran meis kom afi þá í Ijós. Sá gamli var þá glettinn með glampa 1 augum! Hér áður menn prísuðu drengskap og dáð og þann dugnaðarfork, sem ei skríður. Þá voru engar nefndir, þá voru engin ráð, þá var enginn bitlingalýður! 1 ungdæmi mínu virtist sérhver sæll, sízt af öllu var hér þessi „glanna-stæll", ,,partí“ og kjass með ,,boogie-woogie“ bera leggi, „brjáluðum jazz“ og „vilt geim upp um alla veggi“. 1 ungdæmi mínu, nei, þá þekktist ei þrýstiioft og „tjittí-búgg“, nei, fuss og svei! En sveita- og tómthúsamenn sungu af öllum mátt: „Fyrr var oft í koti kátt. 'Viltu gjöra svo vel og birta fyrir mig Draumljóð, sem Ingibjörg Smith syngur, og segja mér um leið hvað nýjasta platan hennar heitir. SVAR: Nýjustu lögin, sem Ingi- björg Smith hefur sungið inn á hljómplötu, heita „Kom nótt“ og „Oft spurði ég mömmu“. Þegar þess- ar línur eru ritaðar, er platan ókom- in á markaðinn, en væntanleg alveg á næstunni. Hér fer svo á eftir ,,Dráumljóð“ Að vori eru liðin 20 ár síðan stúdentarnir hér á myndinni útskrifuðust. Hér eru nöfnin : Fremsta röð frá vinstri: — Viggó Tryggvason lögfr., Snæbjörn Jóhannsson cand. mag., Guðni Guðna- son lögfr., Sigurður Magnússon, lyfjafr., frú Jórunn Fjeldsted, frú Guðrún Arnalds, Hallgrímur Dal- berg fulltrúi, frú Ólafía Hallgrímsson, Hreiðar Ágústsson læknir, Guðmundur Eyjólfsson Iæknlr, Magnús M. Lárusson prófessor. -—• 2. röð frá vinstri: Lárus Fjeldsted stórkaupmaður, Styrm- ir Proppé skrifstofumaður, Hallur Hallsson tannlæknir, Áskell Löve prófessor, Pétur Thor- steinsson ambassador, Vilhjálmur Guðmundsson framkvæmdastjóri, Páll Jónsson bankafulltrúi, Ámi Hafstað símafræðingur, Sigurður Hafstað, deildarstj., Ezra Pétursson læknir, Gunnar Proppé, afgr.m., Jón Skúlason yfirverkfr., Sigurður Jóhannsson vegamálastj., Geir R. Tómasson tannlækniv, Unnsteinn Beck fulltrúi, Lárus Pétursson lögfr., — 3. röð frá vinstri: Árelíus Níelsson prestur, Þór- hallur Ásgeirsson ráðuneytisstj., Hannes Kjartansson aðalræðism., Þorsteinn Amalds skrifstofust.. Bjarni Einarsson lektor, Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, Erlingur Brynjúlfsson fulltrúi, S1gur- hjörtur Pétursson lögfr., Sigmundur Jónsson, læknir, Hans S. Andersen ambassador, Sveinn PáBt- son verzl.m. Þorvarður J. Júlíusson framkv.stj. — 4. röð frá vinstri: Þorvaldur Hlíðdal verkfr. Ásberg Sigurðsson framkv.stj. Skafti Friðfinnsson forstj., Adolf Guðmundsson kennari, Margrét Egilsson frú, Skúli Thoroddsen læknir, Bergur Vigfússon skólastj., Guðmundur Björnsson læknír, Ágúst Bjarnason skrifst.stj., Aðalsteinn Norberg fulltrúi, Árni Thorsteinson lögfr., Sigríður Jóii»- dóttir frk. — Á myndina vantar: Sigurlaugu Björnsdóttur kennara, Ögmund Guðmundsson tollvörð og Agnar Þórðarson rithöfund. eftir Loft Guðmundsson, sem Ingi- björg hefur sungið inn á His Masters Voice plötu nr. JOR227. Mig dreymdi í nótt hjá daggtærri lind, að sætum við ein, er sól kvaddi tind. Á hinn lághljóma streng kvað lindin sinn óð, hver ástljúfur koss brann sem eilíf glóð. Sem titrandi blóm við barm þéi' ég lá, hjarta mitt, hjarta þitt sló í heitri þrá. Síðan hljóð þess bíð, er hittumst við næst draumsins vonhelga þrá fái í vöku rætzt. Bg lief oft heyrt að konur eigi sjálfar að fylgjast með þvi, hvort nokkrir hnúðar eða þessháttar séu í brjóstunum, til að geta komið í tœka tíð til lœknis, ef um illkynjað- an sjúkdóm er að rœða, en ég veit ekki almennilega hvemig maður á að gera það. Geturðu ekki gefið mér góð ráð. SVAR: Jú, það er i mörgum lönd- um hafinn áróður til þess að fá all- ar konui', sem orðnar eru 35 ára, til Framhald á bls. SJ/. §§ SIEMENS Langvarandi reynsla og nýtízku verksmiðjur tryggja yður fyrsta flokks vörur. Yfir 120.000 manns starfa nú hjá Siemens-verksmiðj- unum, er framleiða rafmagnsvörur af sérhverri stærð og gerð. Rafalar Hreyflar Dieselsamstæður Spennar Rofar Strehgir Einangrarar Afriðlar Lyftur Dælur Viftur Skipavindur Hitunartæki Leitið upplýsinga hjá & NORLAND H.F. Rafniagnsverkfræðingar PÓSTHÖLF 519 — REYKJAVlK Siemens & Halske AG — Siemens-Schuckertwerke AG Berlín — Miinchen — Erlangen. Lýsingartæki Rafiagnaefni Helmilistæki Mælar Mælitæki Símatæki Signalkerfi Radiotæki Loftnet Fjarritarar Kvikmyndavélar og margt fleira 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.