Vikan


Vikan - 14.12.1956, Blaðsíða 40

Vikan - 14.12.1956, Blaðsíða 40
ÁST við fyrstu sýn Hér segir enn frá ástarraunum Pongos og Barmys Guðspjaillð var úr gamla testamentinu og fjaUaði um það, hvernig Abimelek gat Jazzbo og Jazzbo gat Zakarías. Nema hvað seiðmagn orð- anna og hin friðsæla kyrrð hafði þau áhrif á Barmy, að hann fann skyndilega tii mikillar iðrunar. Hann hafði ekki kornið fallega fram, hugsaði hann, við gamla, góða Pongo. Þetta væri sómapiltur og einhver bezti strákur, sem til væri, og svo væri hann að stía þessum góða vini frá stúlkunni, sem þessi vinur elskaði. Hann hegðaði sér lúalega við strák, sem hafði verið vinur hans frá fermingu, sUák, sem hvað eftir annað hafði skipt með honum síðasta súkkulaðíbitanum sínum. Mundi Abimelek hafa komið þannig fram við Jazzbo, eða skulum við segja — Jazzbo við Zakarías. Svarið — því var alls ekki hægt að leyna — var neikvætt. Það var annar, sterkari Barmy, breyttur og betri Cyril Fotheringay- Phipps, sem gekk úr drottins húsi við lok hinnar fimmtíu-mínútna ræðu sóknarprestsins. Hann hafði tekið mikla ákvörðun. Sjálfur yrði hann særð- ur holundarsári og sjálfsagt yrði líf hans innihaldslaust, það sem eftir væri ævinnar, en samt sem áður ætlaði hann að hætta þessari ódrengi- legu baráttu og láta Pongo stúlkuna eftir. Og þegar þeir voru að narta kvöldsnarlið niðri í veitingastofunni um kvöldið, ræskti Barmy sig hátíðlega og leit yfir borðið til Pongo og brosti döpru, blíðu brosi. „Pongo,“ sagði hann. Pongo leit fálega upp frá steiktum kartöflunum. „Vai- það eitthvað, sem þú vildii- mér, Fotheringay-Phipps ?“ ,,Ja,“ sagði Barmy. „Ég lét rétt áðan skila því til ungfrú Brisco, að ég mundi ekki mæta á skólaskemmtuninni og gat þess jafnframt, að þú mundir mæta í minn stað. Taktu hana Pongo, gamli vinur. Hún er þín. Eg sleppi öllu tilkalli til hennar." Pongo góndi. Allt viðmót hans' breyttist. Hann var eins og meinlætis- maður, sem skyndilega hefui- ákveðið að snúa baki við öllum meinlæta- lifnaði og byrja að njóta lífsins í rikum mæli. ,,En, hver skollinn, þetta er göfugt.“ „Nei, nei.“ „Jú, víst. Það er . . . . skollinn sjálfur, ég veit varla, hvað ég á að segja.“ „Ég vona, að þú verðir afskaplega, afskaplega hamingjusamur." „Þakka þér fyrir, gamli vinur." „Afskaplega, afskaplega, afskaplega hamingjusamur." „Það verð ég áreiðanlega. Og ég skal segja þér eitt. Þegar þar að kemur, skal alltaf vera til hnífur og gaffall handa þér á litla heimilinu okkar. Börnunum skai veiða kennt að kalla þig Barmy frænda." „Þakka þér fyrir," sagði Barmy. „Þakka þér kærlega." „Ekkert að þakka," sagði Pongo, „alls ekkert.“ í þessu kom veitingastúlkan með orðsendingu til Barmy. Haim las hana og bögglaði hana siðan saman. „Frá henni?" spúrði Pongo. „Já.“ „Segist hún skilja allt, og þar fram eftir götunum?" „Já.“ Pongo át ostbita íhugull á svip. Hann virtist vera að velta eln- hverju fyrir sér. „Ég býst.við,.“ sagði hann, ,,að náungi, sem kvænist prestsdóttur, fái athöfnina ínhta af hendi með afslætti, heldurðu það ekki?“ ,,Að öllum líkindum." „Ef ekki blátt áfram ókeypis." „Það kæmi mér ekki á óvart." „Ekki svo að skilja,“ sagði Pongo, „að neibt slíkt sé mér áhugainál. Fjarri fei- því. Ást mín er hrein, brennandi og soralaus. En samt sem áður, á þessum erfiðu tímum munar mann um allt, hversu smátt sem er.“ „Alveg rétt,“ sagði Barmy. „Hárrétt". Hann átti • fullt í fangi með að hafa vald á rödd sinni. Hann hafði logið að vini sínum um innihald orðsendingarinnar. Það sem Angelica Brisco sagði raunverulega í henni, var að það gerði alls ekkert til, þó að hann ætlaði að hætta við að hjálpa til á skólaskemintuninni, en hana langaði til að biðja hann að fara með mæðurnar í þorpinu í þeirra ár- legu skemmtiferð þennan sama dag. Það yrði að vera einhver ábyi'g persóna með þeim, og aðstoðarpresturinn hafði tognað í öklantnn, þegar honum varð fótaskortur á þröskuldinum 1 skrúðhúsinu. Barmy skildi fyrr en skall í tönnum. Hann gat leslð mllli línanna. Hann skiidi, hvað þetta þýddi. Hinir óheillavænlegu töfrar hans höfðu haft sín banvænu áhrif, og stúlkan var örvita af ást til hans. Engin önn- ur skýring var hugsanieg. Það var fráleitt að ímynda sér, að hún hefði af einhverri léttúð valið hann til þess að gegna þessu sérstaklega mikil- væga lilutverki. Bersýniiega var þetta stærsti viðburður ársins í þorp- inu. Hvaða labbakútur sem var gat gengið til að snúast kringum skóla- skemmtunina, en Angelica Brisco mundi aðeins fela mæðraskemmtunina forsjá manns, sem hún treysti . . . virti . . . elskaði. Hann andvarpaði. Komi það, sem koma vill, hugsaði hann. Hann hafði gert sitt bezta til að draga sig í hlé í þágu vinar síns, en enginn má sköpum renna. Mér gekk hálferfiðlega (sagði sögumaður) að veiða upp úr Barmy, hvað hefði nákvæmlega skeð í hinni árlegu skemmtiferð þoi'psmæðranna í Maiden Eggsford. Þegar hann sagði mér söguna, var hann á svipinn eins og maður, sem væri að ýfa upp gamalt sár. Það var satt að segja ekki fyrr en við fjórða kokteilinn, að verulega losnaði um málbeinið á honum. Og með hálfbrostnu augnaráði sagði hann mér þá allítarlega frá atburðinum. En jafnvel þá virtist sérhvert orð særa hann í hjartastað. Ferðalagið virðist hafa byrjað á rólegan og skipulegan hátt. Sextán miðáldra kvenmenn söfnuðust saman í langferðabíl, og leiðangurinn var kvaddui' frá prestsseti'inu af séra P. P. Brisco i eigin persónu. 1 hans augsýn, sagði Barmy mér, voi'u þokkagyðjurnar þægar og auðsveipai'. Barmy sagðist aldrei hafa séð eins fallegan og virðulega mæðrahóp. Hann sagði mér, að eina áhyggjuefni sitt á þessu stigi málsins hefði ver- ið, að dagurinn kynni að verða helzt til dauflegur. Hann óttaðist, að sér mundi leiðast. Hann hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af því. Vistin i bilnum varð allt annað en daufleg. Þessi farmur af manneskjum lagði sem sagt af stað stilltur og prúður. En það var furðulegt, hvílíkri breytingu aðeins fimmtíu metra akstur eftir þjóðveginum gat valdið á þessum mæðrum. Varla voru þær fyrr komnar úr augsýn frá prestssetrinu en þær byrjuðu að ólátast, svo að allt ætlaði um koll að keyia. Fyrsta vísbendingin, sem Barmy fékk um að túrinn ætlaði að verða í öðrum dúr en hafði búizt við, var þegar afarfeit móðir með ljósrauðan hattkúf á höfðinu og klædd í stórrósóttan kjól, kastaði skyndilega tómat i hjólreiðamann á veginum með þeim afleiðing- um, að maðurinn steyptist ofan í skurð. Að þessu hlógu allar sextán mæðurnar ofboðslega, og það var augljóst, að þær álitu, að skemmtunin hefði nú verið formlega sett. Barmy sagði mér, að þegar hann liti nú á málið í ró og næði, gerði hann sér auðvitað ljóst, að ofsakæti þessara óttalegu kvendýra hafi að mörgu leyti verið afsakanleg. Ef þið yrðuð að hýrast allan ársins hrlng í bæli eins og Maiden Eggsford og gera ekkert annað en þvo nærföt og sækja bænasamkomu, myndi ykkur eðlilega langa til að gefa ykkur dálítið lausan tauminn á hátíðis- og fridegi. Barmy er ekki eins ilia við nokkurn hlut eins og þann að vera áber- andi, og áberandi er nákvæmlega það, sem menn komast ekki hjá að vera, þegar þeir sitja í langferðabíl með sextán miðaldra kvenmönnum, sem ýmist syngja hástöfum ferleg lög eða senda vegfarendum tóninn á miður prúðmannlegan hátt. 1 þessu sambandi, sagði hann mér, kom honum sérstaklega í hug móðir með gleraugu og brúnan karlmannshatt, sem hún hafði rifið af bílstjóra langferðabílsins, en orðbragð þessarar móður minnti allmikið á orðfæri rithöfundarins Kabelais, sem eins og allir vita kallaði ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Að lokum gekk þessi kvenpersóna svo fram af Barmy, að hann ákvað að hætta á að hreyfa nokkrum mótmælum. „Heyrið þið! Ég á við, heyrið þið annars. Skollinn sjálfur. Ég meina, skollinn sjálfur," sagði Barmy, en fann um leið og hann sagðl þetta, að ávítunin var ekki orðuð eins fimlega og hann helzt hefði kosið. En þó að ávítunin hefði verið máttlaus, olli hún meiri háttar hugaræsingu meðal mæðranna. Móðir leit á móður. Brúnum var lyft, hnussað vel- þóknunarlaust. „Ungi maður," sagði móðirin með ljósrauða hattinn, en liún virtist hafa kjörið sjálfa sig til forustu, „viljið þér gjöra svo vel að hafa yður hægan.“ önnur móðir sagðt: „Ja, hérna,“ og sú þriðja lýsti honum sem gleði- spilli. 40

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.