Vikan


Vikan - 02.05.1957, Page 4

Vikan - 02.05.1957, Page 4
!íc Míarl €Þff Æmmm 1X0 eftir Leonard Frank MÆjm * » * * 8« * * * * FORSAGA: Það em liðin fjögur ár síð- an Anna fékk tilkynningu um að Ríkharð- ur, eiginmaður hennar, væri fallin á víg- vellinum. En allt í einu birtist í dyrimum hjá henni ókunnur maður, áþekkur Rík- harði í sjón, sem kveðst vera eiginmaður hennar. Þessi maður veit allt sem þeim hjónunum hefur farið á milli, smátt sem stórt, en Anna þekkir samt ekki eigin- mann sinn i honum. f rauninni er þetta Kari, félagi Ríkharð- ar úr fangabúðum óvinanna. Þeir höfðu verið tveir einir saman við skurðgröft úti á elnmanalegri steppu i fjögur sumur og allan þann tíma talað um einkaiif sitt í smáatriðum hvor við annan. Að lokum gétur Karl, sem á engan að, mn ekkert annað hugsað en önnu, eiginkonu félaga síns. Og þegar Ríkharður er sendur í burtu í öðrum fangahópi, þá strýkur hann, og heldur beint heim til hennar. Anna hikar lengi og veit ekki hvað gera skal. Ef þetta er ekkl maðurinn hennar, þá getur hún átt von á honum seinna. AU sátu þarna þangað til dimmt var orðið í stofunni. Fyrir augu hennar bar þessi fjögur sumur úti á steppunni, þar sem hver dagurinn líktist öði-um í aigeru tilbreytingar- leysi, og löngu vetrarmánuðurnir í stóru bröggun- um í fangabúðunum. Hann stakk engu undan. Hann naut þess á vissan hátt að standa fyrir framan hana andlega nakinn, og að segja henni hvernig tilfinningar hans í hennar garð höfðu vaknað og hvernig þær höfðu vaxið honum yfir höfuð. Hvað eftir annað gieip hún fram í frásögn hans og lagði fyrir hann einhverja spurningu, sem hann svaraði eins og hann hefði svarað sjálfum sér. - Einu sinni sagði Ríkharður við mig: „Mér þykir vænt um Önnu, eins og manni þykir vænt um konuna sína. Og eins er það með hana. Henni þykir vænt um mig, af því ég er maðurinn hennar. Hún er skynsöm kona.“ Og þá sá ég þig skyndi- lega fyrir mér, Anna, standandi úti á götu — einmitt úti á breiðgötunni hérna. Þú beiðst þar. Það var farið að rökkva. Þar var enginn annar. Aðeins þú ein. Þetta tók mig fanginn. Þú beiðst mín. Ég get ekki lýst því öðruvísi. Það var eins og þú værir ekki á þessari jörð. Þá var mér öllum lokið. Eftir það varst þú hjá mér, og ég sá þig fyrir mér nótt og dag. Upp frá því vissi ég allt um þig. Hún lokaði augunum og hallaði sér að hon- um. Þannig sátu þau kinn við kinn. Það var eins og lífið og timinn hefðu stanzað andartak í þess- ari djúpstæðu hamingju, sem mannkyninu veitist svo óendanlega sjaldan, því rétt við hliðina á henni býr þjáning lífsins, og innan tíu andar-. taka hefur sú síðarnefnda aftur hafið starf sitt i blindni. Ef hann sleppir mér ekki þá getum við ekki haldið áfram að lifa lífinu. — Ef ekki er um aðra leið að ræða, sagði hann, og varð þungbúinn á svip. Enn einu sinni unnu þau sér örfáar hamingjusekúndur með þvf að vera svona fús til að deyja. Þegar hún fór að taka til kvöldmatinn og hann sneri sér aftur að vinnu sinni, þá fundu þau að eldamennskan, máltiðii'nar, vinnan og' öll þessi gamalkunnu daglegu störf, með þeirri umhugsun og þeim tilfinningum, sem þau kröfð- ust, höfðu nú misst gildi sitt. Nú miðaðist líf þeirra ekki við annað en að bíða. Þetta yrði ein löng bið, sem eyðilegði alla möguleika til að lifa lífinu i raun og veru, Hann hætti að vinna og settist við borðið með kreppta hnefana undir hökunni, og las bréf Rík- harðar einu sinni enn, eins og hann þyrfti að ein- beita sér við erfitt verk. .... Við erum aftur á ferðinni. Enn siglum við gegnum sprengjusvæði, las hann upphátt. Og um leið tók óskin, sem hafði búið innra með honum, á sig mynd i heila hans. - Kannski . . . sagði hann og þagnaði svo. Hún skildi undir eins það sem hann hafði látið ósagt, og varð að líta niður fyrir sig. VEIZTU —? 1. Hvernig á að brjóta sanmn fánann ? 2. Á hvaða hljóðfærl léku Heifetz og Paganini ? 3. Hvað voru þessir menn: a) Schopen- hauer b) von Hindenburg c) Marco Polo ? 4. Eftir hvern er bókin „Svartfugl“? 5. Hverrar þjóðar eru þessar kvikmynda- leikkonur: a) Marlene Dietrich b) Simone Simon c) Dorothy Lamor. 6. Hvenær voru hólmgöngur teknar af með lögum á Islandi. 7. Hvað heitir stærsta eyjan i Hawai- eyjaklasanum ? 8. Hvaða stórskip rakst á ísjaka i sinni fyrstu ferð og sökk? 9. Hvaða hljómsveitarverk er byggt á Þúsund og einni nótt? 10. Gáta: Rikið mitt ég röskur ver reglu held í plássi. Því er ég orðinn sem þú sér seljum gulls að stássi. Eina þarf ég hjálpar hönd harðni rimman bráða. Ríkið heitir höfðaströnd, sem hefi ég til forráða. Sjá svör á bln. H. Þau höfðu snert eitthvað, sem sektin spýttist út úr, eins og dökk buna. En þegar þau litu upp, hölluðu sér bæði aftur á bak og sáu i augnaráði hvors annars hina óskiljanlegu leyndardómsfullu ást sína, sem stóð gegn rétti Ríkharðar, þá komu þau aftur til sjálfs sín, óskuðu Ríkharði ekki lengur dauða, og voru reiðubúin til- að borga, ef borgunar yrði krafizt. Slík endanlega sameining tveggja mannvera hefur í för með sér styrk til að sigrast á marg- víslegri hættu, sem að öðrum kosti mundi leiða tii algers hruns, á margskonar hindrunum, á sjúkdómum og jafnvel dauða og undir þessu felst tilgangur iífsins. AÐ leið fram i nóvember. Þykka, rauða is- skurnin úr frosnu blóði og örlögum hundrað milljón manna, sem lá yfir Evrópu, brast. Kon- ungsríki hurfu. Orustumóðar borgir álfunnar voru fullar af hermönnum. Fangaskiptin voru byrjuð. Nokkrir menn úr leiguhúsinu, sem höfðu verið teknir til fanga, komu aftui'. Karl og Anna biðu. Á hverri stundu gat Ríkharður opnað dyrnar, en það gat líka verið að hann kæfni ekki aftur fyrr en eftir mánnð, ár eða jafnvel aldrei. Vilji Karls og tilfinningar voi'u lömuð. Skiln- áður við Önnu mundi splundra lífi hans eins og glerrúðu. Anna þráði það oft, að ósköpin dyndu yfir, þar sem það mundi losa hana við núver- andi ástand, þega hún flö.kti milli vonar og ör- væntingarþrunginnar undirgefni við dauðann. Nágrannar hennar sögðu henni frá heimilis- erjum, sem höfðu hafizt, þegar mennirnir komu heim, og einkum frá einu tilfelli, sem sennilega mundi enda með skelfingu. Maðurinn, sem var orðinn því vanur að skjóta, hafði þegar ógnað konu sinni með skammbyssu, áður en hann vissi það versta. Karl átti það á hættu að missa atvinnuna, því hann hafði neitað að taka að sér að setja upp einhverjar nýjar vélar í verksmiðju í öðrum bæ. Undir eins og hann var farinn að heiman á morgnana og kominn upp í sporvagninn, greip hann einhver óróleiki og kvíði, vegna þess að Ríkharður gat hafa komið á meðan, og allan daginn kvöldu þessar tilfinningar hann, meðan hann stóð við vinnuborðið sitt, og gáfu honum engan frið fyrr en hann var kominn aftur heim í litla herbergið. Einn morguninn stökk hann ofan úr vagninum, þegar hann hafði ekið nokkurn spöl, sannfærð- ur um að hann hefði séð Ríkharði bregða fyrir í öðrum sporvagni, sem fór framhjá. Hann hljóp til baka, og sá á eftir hermanni í síðum frakka inn í húsið. Þegar hann kom að dyrunum fannst honum eins og hann hefði fengið þungt lamandi högg fyrir bringsmalirnar. Nú vár komið að þessum hræðilega atburði. Hann gekk hægt upp stigann. Við dyrnar fór hann allt i einu að svima. Hann vissi ekki hvernig hann opnaði. Þar sást enginn hermaður. Anna sat hreyf- ingarlaus við gluggann, og aðhafðist ekkert. Hún var að biða. Hún virtist ekkert undrandi yfir 4 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.