Vikan


Vikan - 23.05.1957, Side 2

Vikan - 23.05.1957, Side 2
Erna! jÞað er sagt að liægt sé að lýsa freknur með ýmsu móti. Þessi ráð má finna i bókum: 1. Sitrónusafi er borinn á húðina og- hafður á henni í svosem klukku- (íma. 2. Brintoverilte, 3%, blandað nokkrum dropum af ammoníaki. 3. Kamfóruvatn. 4. Glycerin. Freknublettimir eru þvegnir með þessum efnum. Þó skal það tekið fram, að glycerin er of sterkt fyrir suma og verður því að fara varlega með það. Annars geta freknóttar huggað sig við það, að ýmsar fegurðardísir hafa freknur, t. d. Doris Day. Og frekknóttir eiga hauk í horni þar sem er Van Johnson. ViljiO þið upplýsa mi<j um, hver munur er á nöfnunum SIGÞÓR og SIGURÞÓR. Er þetta sama nafnið ecla hafa þau alltaf verið tvö? Sigurþór SVAR: Munurinn er sá eini, að Sigþór ei' eldri orðmynd. Nafnið er npprunalega komið úr goðafræð- inni. Vitfið þið birta fyrir okkur texta, snm að vlsu er ekki alveg nýr af uálinni, en sem okkur vantar engu að siður. Það er „Vísan um J6a“. Tveir hásetar. SVAR: Þessi söngtexti mun vera eftir Loft Guðmundsson. Gjörið þið svo vel: Tökum lagið, lvftum skál, meira fjör, meira fjör meira fjör, — ekkert rjál, sagði Jói. Þegar vermir veigabál verður létt um söng og mál. Nú er röddin þýð og þjál, sagði Jói. Þegar gengið var í dans, -—■ meira fjör, meira fjör, meira fjör, ekkert stanz, — sagði Jói. Síðuhnykk af völdum hans margur hlaut í óla skans... „Hart á stjórn. — Farvel Franz.“ sagði Jói. Þætti fæstum fært — á sjó, — meii’a fjör, meira fjör, meira fjör, — við róum þó, — sagði Jói. Tæki að svarra í segli og kló, Jói sat við stýri og hló. ,,Á sjó er svigrúm einum nóg,“ sagði Jói. Þótt hann ætti aldrei neitt, nema aðeins eitt meira fjör, meira f jör, —: ei annað neitt, bað hann Jói. „Gæti ei fjörið manni fleytt gegnum lífið yfirleitt, kemur stríðið út á eitt,“ sagði Jói. Tökum lagið, lyftum skál, meira fjör, meira fjör, meira fjör, — drekkum skál þína, Jói. „Þegar vermir veigabál, verður létt um söng og mál. Nú er röddin þýð og þjál,“ sagði Jói. Ég er svosem helmingi of foit. Hvernig á ég að fara að þvi að niegra migi Er ekki til eltthvað lyf, sem ekki er skaölegt fyrir heilsunaf Kitty. SVAR: Það er staðreynd, sem feitt fólk þarf að gera sér ljósa, að offita stafai- nærri undantekningariaust af ofáti. Listin ei' þvi einfaldlega sú að borða minna. Hvað lyfinu viðvíkur — þeirri spurningu skyldi læknir svara. Og margt er vitlausara en að megra sig undir læknishendi. Mig langar að lýsa á mér hárið. Getnr VIKAN gefið mér einfalt ráðf Sveina. SVAR: Það má m.a. lýsa hár með því að skola það upp úr kamillute. Nota skal 35 gr. kamillutes í Í4 1. vatns. Er Clark Gable giftur núnaf Og hve gamall er hannf — Tvær vin- /conur. SVAR: Hann er 56 ái'a, ef við mun- um rétt. Hann er oftast giftur, eins og kunnugt er, og hann bjó enn með fjóröu konunni sinni þegar síðást fréttist. Vill VIKAN vera svo vœn að láta rnig fá utanáskrift Spegilsins. Mér liggur á þessu. — Björn. SVAR: Einhver hefði nú verið svo kænn að spyrja Spegilinn sjálfan að þessu. Við ímyndum okkur, að póst- urinn léki sér að því að koma bréfi til hans til skila, þótt utanáskriftin væri einfaldlega: Spegillinn, Reykja- vík. En úr því þetta er komið á skrif- borðið okkar, þá getum við upplýst, að ritstjórn og afgreiðsla kollega vors Spegilsins er á Smáragötu 14, Reykjavík. Okkur langar að vita, hvort kunnir kvikmyndaleikarar svara yfirleitt Forsíðumyndina tók Jón Birgir Guðnason, Keflavík. Myndin er tekin að Helgafelli í Helgafells- sveit. bréfurn og ennfremur hvort bréf til bandariskra kvikmyndaleikara muni komast til skila, ef utanáskriftin er bara nafn viðkomandi, Hollywood, U.S.A. — Skólasystur. SVAR: Ef leikarinn er á annað borð þekktur, má ganga út frá þvi sem vísu, að slík utanáskrift dugi. Hvað svarinu viðvíkur, þá hafa fræg- iv leikarar oft á tíðum urmul einka- ritara I þjónustu sinni, sem lítið gera annað en svai'a bréfum frá aðdáend- um. Oft fylgir mynd af leikaranum svarbréfinu. Og oft kvað hann vera svo rausnarlegur að skrifa nafnið sitt á hvortveggja: bréfið og mynd- ina. Þórdís! Þú skalt snúa þér ti) Barnaverndarnefndar. Viljið þið segja mér, hvencer Jón Sigurðsson forseti var þingmaður óg fyrir hvaða kjördœmi. — Drengur, SVAR: Hann var þingmaður Isfirð- inga árin 1845—1879. MUNIÐ NDRA MAGASIN I v $ v V í ►5 $ V V 1 © V © V © 1 © © © V © V © V © V V © v í © V © V V $ SkrifstiÞfur Sjóvátryggingafélags ístands h.f:, sem voru i Pósthússtrœti 2 eru fluttar í INGÓLFSSTRÆTI 5 BIFREIÐADEILDIN er til húsa i BORGARTÚNI 7, eins og áður Sjóvátryqqi^Biag íslands © ■>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»:♦:♦: ►^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦-^-4-^: Otgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 495.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.