Vikan


Vikan - 23.05.1957, Blaðsíða 3

Vikan - 23.05.1957, Blaðsíða 3
Sveinn Sœmundsson Þegar Hrímfaxi fór fyrstu áætlunarferðina Kampavín og sólskin í 20,000 feta hæð. AÐ var uppi fótur og' fit á Reykjavíkurflugvelli að morgni 3. maí s. 1. er Hrímfaxi, önnur hinna nýju Viscount flugvéla Flugfélags Islands var að leggja af stað í fyrsta áætlunarflug sitt til Skotlands og Danmerkur. Mikið hafði verið ritað um flug- vélar þessar í blöð og rætt manna á milli enda er þetta mesta fyrirtæki sem íslenzkir aðilar hafa lagt í fyrr eða síðar. Við höfðum heyrt um vinsældir vélanna erlendis og verið frædd um stærð þeirra og um hina dæmalausu þrýstiloftshreyfla sem eru þeir gangvissustu sem nú þekkjast í flugvélum. Ennfremur um hve gott útsýnið væri úr þeim þar sem gluggarnir eru mjög stórir og að ekki þyrfti að búast við hinum venjulega hlustaverk er flugvélarnar lækkuðu flugið til lendingar. Áður en móttökuat- höfnin daginn áður fór fram var talsverður spenningur og einn hafði spurt annan hvað „þær“ mundu nú eiga að heita. Flestir voru vissir um Gullfaxanafnið en um hinn faxann var allt á huldu. ÖRUGGTFLUGTAK. Eftir að hreyflarnir höfðu verið ræstir hver af öðrum og blísturshljóðið fyllti loftið var flugvélinni ekið út á enda flug- brautarinnar og það vakti undrun okkar hve hratt flugvélin rann og mjúklega. Er henni hafði verið snúið rann hún að andartaki liðnu af stað til flugtaks í stað þess sem venjulegra er með eldri gerðir, að þær standi á brautarendanum á meðan hver einstakur hreyfill er reyndur og allt leikur á reyðiskjálfi undan átökunum. En hér fór allt fram fljótar og með minni hávaða. Það er ekki nauðsynlegt að standa lengi við á brautarendanum. Hreyflunum er „gefið inn“ öllum í einu og þegar flugstjórinn sleppir heml- unum rennur flugvélin af stað og er á lofti eftir nokkrar sekúndur. FEGURSTA LANDABRÉFIÐ. Eftir að við vorum komin upp fyrir átta til níu þúsund feta hæð fór út- sýnið að víkka og við sáum suðurströnd Island eins og útbreitt landabréf fyrir neðan okkur. Reykjanesskaginn þar sem hann teygði sig til vesturs en Vest- mannaeyjar framundan. Á bakborða Þingvallavatn og hálendið. Og enn héld- um við áfram upp á við, 15 hundruð fet á mínútu án þess að finna til óþæg- inda. Flugfreyjumar gengu meðal far- þeganna og nokkrir þeirra voru einnig komnir á stjá. — Það var glampandi sólskin en langt niðri sáust ein- staka skýjahnoðrar og skuggar þeirra mynduðu dökka bletti á sjónum! Dökkbláminn kom i stað ljós- bláma,ns og einstaka hvítur öldutoppur styrkti þessa mynd sem héðan að ofan var svo litbrigðarík og heillandi. ISLAND — SKOTLAND. Hvinurinn frá hreyflunum sem berst óglöggt inn til farþeg- anna er dálítið svæfandi og það er freystandi að halla sætis- bakinu aftur og fá sér dálítinn blund. En Hrímfaxi þýtur áfram með rúmlega sex hundruð kíló- metra hraða yfir yfirborð jarðar í tuttugu og tvö þúsund feta hæð og ótrúlegt en satt: Við erum yfir ströndum Skotlands. Brátt læklrar hvinur hreyflanna og verður nú naumast greindui’ og við vitum að ákvörðunarstaðurinn, Renfrew flugvöllur við Glasgow er ekki langt undan. Flugstjórinn hefur beint stefni flugvélarinnar lítið eitt niður á við og við lækkum flugið óðfluga. Við förum í gegnum skýjaþykkni og sjáum úðann koma aftur af vængjunum en svo rofar til og við fljúgum lágt yfir borginni. Brosandi flugfreyja tekur á móti farþegunum er á völlinn kemur. Veðrið er ágætt þrátt fyrir skýjaþykknið og það er gam- an að stíga á skozka grund aðeins tveim tímum og tuttugu mínút- um eftir að við vorum enn heima á Fróni. KAMPAVlN OG SÓLSKIN SKÝJUM OFAR. Það er siður flugfélaga um heim allan að veita farþegum kampavín í fyrstu áætlunarferð nýrrar flugvélar. I tuttugu þús- und feta hæð var fyrsti tappinn tekinn úr í glampandi sólskini og skýjum ofar var skálað fyrir Gullfaxa og Hrímfaxa sem nú bar okkur óðfluga í átt til borgarinnar við sundið — Kaupmanna- hafnar. Svo gjörsamlega titringslaus og stilltur var Hrímfaxi á Framháld á bls. H. Hrímfaxi á flugvellinmn í Glasgow. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.