Vikan - 23.05.1957, Qupperneq 10
Blessað barnið
Verður það rauðhært? Og hvað um þá rauðhærðu?
VERÐUR barnið þitt rauð-
hært? Sé maðurinn þinn
rauðhærður, þá fer varla hjá
því, að þess sjáist einhver
merki á hári bamsins. En sért
þú rauðhærð líka, þá má nærri
því ganga út frá því sem vísu,
að afkvæmið fari að dæmi ykk-
ar.
Það er eitthvað við rautt hár,
sem dregur að sér athygli erfa-
fræðinga, mannfræðinga og
raunar okkar allra. Ef rauð-
hærður maður kvænist ljós-
hærðri eða brúnhærðri stúlku,
mtm hárlitur föðursins sennileg-
ast að einhverju leyti koma
fram á börnunum, til dæmis er
viðbúið að þau verði freknótt.
Hárin á rauðhærðu fólki geta
verið upp tmdir það helmingi
gildari og sterkari en á fólki
með annan hárlit, og þar sem
skolhærðir hafa um það bil
120,000 hár á höfðinu og ljós-
hærðir allt upp í 145,000, þá
hafa þeir rauðhærðu aðeins
90,000.
Allskyns augnalitur getur
fylgt rauðu hári en það er mjög
algengt að freknur fylgi þvi og
fremur viðkvæmt hörund. Rauð-
hærðir geta sjaldan orðið sól-
brúnir.
Þótt rautt hár sé algengt
einkenni með sumum þjóðum
— þar á meðal írum, Finnum,
Gyðingum og Skotum — þá
munu aðeins um sjö af hundraði
hvíta kynstofnsins vera rauð-
hærðir. Og þetta hlutfall virð-
ist lítið breytast með árunum.
Rauðhærðar konur ganga tíð-
ast mjög í augu karlmannanna.
Það er satt að segja sjaldgæft,
að rauðhærðar konur pipri! Sú
skoðun virðist almenn, að rau*
hærðir menn séu skapstórir og
uppstökkir. Þó að þessi kenn-
ing sé vafalaust mjög ýkt, kann
einhver fótur að vera fyrir
henni. Rauðhært fólk virðist
dálítið reikult í ráði þegar ást-
in er annarsvegar, en svo er
hins að gæta, að það er oft á
tíðum harðduglegt að bjarga
sér.
Þeir rauðhærðu hafa alla tíð
mjög látið til sín taka í heimin-
um. Kleopatra og Elizabeth I.
voru rauðhærðar, og það voru
þær líka María Skotadrottning,
Salóme og Sarah Bernhardt.
iBrezkur vísindamaður komst
að þeirri niðurstöðu, að meðal af-
burðamanna brezkra væri hlut-
fallstala rauðhærðra nærri því
óeðlilega há. Og af forsetum
Bandaríkjanna hafa að minnsta
kosti fjórir verið rauðhærðir,
sem kann að vísu að vera tilvilj-
un en er líka mjög hátt hlutfall.
Eftirlíkingar eru ekki svipur
hjá sjón samanborið við ósvikið
rautt hár; það má jafnvel segja,
að hár, sem litað er rautt, beri
það alltaf með sér, að liturinn
sé falskur.
Ennfremur þýðir harla lítið
fyrir rauðhærðar konur að
reyna að dylja hárlitinn undir
öðrum lit. Litarháttur andlits-
ins, freknurnar, augabrúnimar,
augnhárin — eitthvað af þessu
stangast alltaf á við nýja hár-
litinn.
HVERNIG persónuleika ertu
gædd? Ertu að eðlisfari
hæglát, hávær eða bar.a með
þægilegt viðmót ? Ertu f élags-
lynd, eða ertu hlédræg? Svaraðu
spurningunum, athugaðu einkun
þína og komstu að sannleikan-
um.
1. Hvað kýstu heldur: a) Kvöld
í bíó eða leikhúsinu? b)
Kyrrlátt kvöld heima hjá
þér? c) Fjörugt „partý“?
2. Þú ert að borða í veitinga-
húsi, þegar ókunnur maður
við sama borð fer að tala við
þig. Spurningin er: a) Vakn-
ar forvitni þín, þó að þú kys-
ir heldur að fá að borða í
næði? b) Finnst þér maður-
inn framhleypinn ? c) Finnst
þér hann bara vera að reyna
að vera vingjarnlegur og
reynirðu fyrir þitt leyti að
halda uppi samræðunum?
3. Hve marga nýja kunningja
hefurðu eignast siðustu þrjá
mánuðina: a) Einn eða tvo?
b) Enga? c) Þrjá eða fleiri?
4. Þú ert að fara í langt ferða-
lag með lest. Reynirðu að
finna þér sæti í vagni sem
er: a) Nærri því tómur? b)
Ofurlítil ábending um
uppeldi
AÐ er ekki hlaupið að því að
leggja foreldrunum lifsregl-
urnar, en hér skal samt drepið á
svolítið atriði, sem heita má að
uppeldisfræðingarnir séu sammála
um.' Það er þetta:
Foreldrarnir verða að vera
samtaka í uppeldismálunum.
Það er naumast til verra en að
annað foreldrið leyfi það, sem hitt
hefur bannað. Árangurinn getur
orðið sá, að bæði missi taum-
haldið á börnunum.
Setjum nú svo, að öðru for-
eldrinu finnist hitt vera of
strangt við eitthvað tækifæri. Við
þvi er ekkert að segja, enda
smáágreiningur í þeim efnum
ákaflega eðlilegur.
Þó skyldi foreldrið varast það
eins og heitan eldinn að taka
fram fyrir hendurnar á hinu,
leyfa barninu það, sem hitt var
að enda við að banna því. Það er
að bjóða hættunni heim. Næst
þegar barninu er bannað eitt-
hvað, er viðbúið að það reyni að
fá vilja sínum framgengt með
því að skjóta máli sínu undir úr-
skurð þess foreldris, sem síðast
sýndi því undanlátsemi. Og þann-
ig á víxl.
Nei, um þessi mál eiga for-
eldrar að tala einslega. Þegar
móður mislíkar við „dóm“ manns-
ins síns, á hún ekki að ógilda
hann. Þau eiga að ræða málið
undir fjögur augu.
Tómur? e) Nærri fullur af
f ólki ?
5. Áttu: a) Svosem hálfa tylft
vina? b) Aðeins einn mjög
góðan vin? c) Einhvern
aragrúa ?
6. Þú hittir einhvern í fyrsta
skipti: a) Læturðu hann eða
hana stjórna samtalinu, en
ertu fullkomlega eins og þú
átt að þér? b) Ertu fegin
þegar samtalinu er lokið,
varstu jafnvel feimin? c)
Finnst þér ákaflega auðvelt
að tala við ókunnuga?
7. Hvaða litum klæðistu helzt:
a) Látlausum, eins og til
dæmis gráum eða brúnum?
b) Fremur hátíðlegum? c)
Skærum og áberandi?
8. Eftir hvernig músík kýstu
helzt að dansa: a) Rólegri
músík? b) Vals? c) Nýjustu
tízkumúsíkinni ?
9. Hve oft á viku ferðu út að
skemmta þér: a) Tvisvar?
b) Einu sinni eða alls ekki?
c) Þrisvar eða oftar?
10. Hvað tónlist viðvíkur, hvað
fellur þér bezt í geð: a)
Dægurlög ? b) Sígild hljóm-
list? c) Jazz?
Þú átt að gefa þér tvo ýyrir
hvert a, sem þú hefur merkt við,
Börn mega aldrei ætla, aö þau
geti komið vilja sínum fram með
þvl að etja foreldrunum saman.
Gagnvart börnunum verða for-
eldrarnir að vera samhentir, ekki
tveir gjörólíkir „löggjafar."
McCalls snið
einn fyrir hvert b og þrjá fyrir
hvert c.
Ef einkunn þin er 26—30, þá
ertu sennilegast full af gáska. Þú
kannt hvergi betur við þig en í
fjölmenni og þér fellur það ágæt-
lega, að allt snúist í kringum
þig. Það kvað vera algengt, að
Ieikarar séu gæddir svona per-
sónuleika.
Ef þú hefur fengið einkunina
19—25, þá ertu ákaflega um-
genggiisgóð. Þú ert mátulega fé-
lagslyn og mátulega ræðin, en
þó er næsta ólíklegt að þú sért
framhleypin. Róleg og kurteis og
hinn ákjósanlegasti vinur.
Ef einkunn þín er 14—18, þá
ertu að vísu ekki beinlínis feim-
in, en þú ert dálítið of hlédræg.
Flestir ósviknu hugsuðurnir
hafna í þessum flokki. Mönnum
mun sennilegast finnast erfitt að
kynnast þér fyrir alvöru, en tak-
ist þeim það, hafa þeir eignast
verðmætan vin. Þú ert ekki gin-
keypt fyrir nýjum vinum, en þeg-
ar þú gefur einhverjum vináttu
þína, þá gerirðu það til æviloka.
Hafirðu fengið einkunin'a 13
eða þar undir, þá ertu alveg ein-
staklega hlédræg. Þá skortir
reyndar oft sjálfstraust, sem í
þessiun flokki hafna.
— DAVID GUNSTON
PERSÓMtLEIKI ÞIMM
Svaraðu spurningunum samviskusamlega og sjáðu hver útkoman verður
10
VIKAN