Vikan - 30.05.1957, Qupperneq 2
9~k.v/tMiÁnn
Eg er borin og barnfœdd í mjög
köldum liúsakynnum og orðin sextán
ára og hvemig sem ég klœði mig er
ég alltaf jafn köld á höndum og fót-
um. Ég er í ullarsokkum daglega —
og stundum tvennum! — og samt hef-
ur mér ekki tekist að koma í veg
fyrir að „kuldafitaf1 hefur sest utan
á fótleggi mlna meö þeim árangri, að
peir verða gildari og Ijótari i laginu
en þeim er eiginlegt. Líka finnst mér
það leiðinlegt, að hendurnar á mér
eru átttaf bláar og rauðar af kulda.
Oetið þið á VIKUNNI ráðlagt mér
hvað ég á að gera? — E. S.
SVAR: Því miður ekki, en læknir
getur það ef til vill.
Mig langar að fara til útlanda i
sumar. Eg er tvítug og nœrri því
„mállaus“, þó að ég skilji að vísu
hrafl í dönsku. Er þorandi að fara
einsamall úr
landi þegar
þannig
stendur á?
— Didda.
SVAR:
Hversvegna
ferðu ekki
með ein-
hverjum
ferða-
manna-
hópnum. Þá þarftu ekkert að óttast
,,málleysið.“ Talaðu við ferðaskrif-
stofumar; þær eru víst orðnar ein-
ar þrjár í Reykjavík.
Þér sendi’ ég eitt sinn unga rós
á ungri rósagrein,
vonaði hún mundi ei velkjast þar
né visna föl og ein.
Þú barst að vitum góða gjöf
og gafst mér hana á ný;
síðan þá andar andi þinn
í ilmi frá blómi því.
Höfum við Islendingar sendiráð í
Finnlandi. Ef svo er ekki, hver getur
þá leiðbeint og hjálpað íslenzkum
ferðamönnum þar í landi?
F. Björnsson.
SVAR: Ekkert sendiráð. En í
Helsingfors er íslenzkur ræðismaður
sem hefur á sér mikið orð fyrir lip-
urð.
Helga! Talaðu við skólastjórann
eða láttu foreldra þína gera það.
um við, að hún væri búin að taka að
sér sjónvarpsþátt.
Kristín! Kvæðið heitir Brúðar-
skórnir, er eftir Davíð Stefánsson og
hljóðar svo:
Alein sat hún við öskustóna.
— Hugurinn var frammi á Melum.
Hún var að brydda sér brúðarskóna.
— Sumir gera allt í felum.
tjr augum hennar skein ást og friður.
—- Hver verður húsfreyja á Melum?
Hún lauk við skóna og læsti þá niður.
— Sumir gera allt í felum.
. . . Alein grét hún við öskustóna.
-— Gott á húsfreyjan á Melum.
1 eldinum brenndi hún brúðarskóna.
— Sumir gera allt í felum.
Getið þið á VIKUNNI sagt mér
eitthvað frá tónskáldinu Stephen
Foster? Þið skylduð þó aldrei eiga
mynd af honum? — Ragnar.
SVAR: Nei, myndina eigum við
ekki. Foster fæddist 4. júlí 1826
skammt frá Pittsburg í Pennsyl-
vaníu, Bandaríkjunum. Hann andað-
ist í New York 13. jan. 1864. Hann
samdi fyrstk lag sitt á skólaárunum
og var það vals. Oft samdi hann
sjálfur textana við lögin sín. Nokkr-
ar bækur hafa verið skrifaðar um
hann, en engin er til í íslenzkri þýð-
ingu að við bezt vitum. Bróðir Fost-
ers gaf út ævisögu hans árið 1896.
Vinsamlegast birtið fyrir mig í
VIKUNNI kvæði, sem hefst á þessa
leiö: „Helgum frá döggvum himna-
brunns . . .“ Mér er sagt, að Kiljan
hafi islenzkað það. Og eftir hvern
er það? — Kári S.
SVAR: Þetta er gamalt ástaljóð
enskt eftir Ben Johnson og hljóðar
svo i þýðíngu:
Helgum frá döggvum himnabrunns
mun hjartað þiggja fró,
en ætti ég goða kjörvíns kost,
ég kysi full eitt þó:
Um leyndan koss á bikars barm
ég bið, — en ekki vín.
Dróttir þá kneyfa fagna-full,
mitt full sé augun þín.
BRÉFASAMBÖND
Birting á nafni, alilri og heimilisfangi
kostar 6 krónur.
Gerda Lio, Bö statsrealskule, Bö
i Telemark, Norge, vill skrifast á
við stúlku. Hún er 17 ára. — Guðrún
Jónsdóttir, Hafnargötu 107, og Guð-
jóna Sumarliðadóttir, Hafnargötu 6b,
báðar i Bolungavík, auglýsa eftir
30—35 ára pennavinum.
Forsíöumyndina
tók Hörður Daníelsson.
MUNIÐ
Sigga! Donald O’Connor á að leika
hlutverk gamanleikarans fræga úr
þöglu myndunum, Busters Keatons,
í kvikmynd, sem Paramount kvik-
myndafélagið ætlar að gera um hann.
Ann Blyth mun leika á móti honum.
Utanáskrift þeirra beggja verður því
í náinni framtíð c/o Paramount Pic-
tures, 5451 Marathon Street, Holly-
wood, Calif.
NDRA MAGASIN
Það er mikið skrifað um það um
þessar mundir, að þeim Islendingum
fari sífellt fjölgandi, sem flytjist úr
landi. Hver eru helztu „innflutnings-
löndin.“ — Kári.
SVAR: Bandaríkin eflaust, frá okk-
ar sjónarmiði, og Kanada. En það er
ekki hlaupið að því að fá dvalarleyfi
í þessum löndum, það krefst að
minnsta kosti mikilla skrifta og
hlaupa og þolinmæði.
Auk þess er Island ekki sokkið
ennþá.
Hér er veðmál, sem VIKAN þarf
að skera úr fyrir okkur: Er Shirley
Temple byrjuð að leika aftur i kvik-
myndum f
SVAR: Nei, h ' er harðgift og vel
gift og lýsti yfir fyrir nokkrum ár-
um að hún væri sest í helgan stein.
Hún er ekki byrjuð að leika aftur i
kvikmyndum. En einhverstaðar lás-
FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA
Með „Súesævintýrinu' eins og það hefur stundum verið nefnt,
lauk stjórnmálaferli Sir Antonys Eden. Glæsilegum stjórnmála-
ferli í þokkabót. Að auki hefur hann átt við mikið heilsuleysi að
stríða. Hér sést hann fara úr sjúkrahúsi I Boston, þar sem hann
gekk undir uppskurð. Frá Bandaríkjum fór hann til Kanada, þar
sem hann var gestur landstjórans.
Afmceís
TERTA
Kaka þessi er meO ROYAL
tyftitiufti, bragBgóS og
falleg.
EFNI í TERTUNA:
140 gr. smjörlíki
220 gr. sykur
2 egg
250 gr. hveiti
3 tsk. (sléttfullar)
Royal lyftiduft
V2 tsk. salt
9 matsk. mjólk
1 tsk. Vanilludropar
Notið tvö mismunandi stór tertumót,
smyrjið þau. Hitið ofninn áður en kakan
er látin inn.
Blandið saman
lyftidufti,- hveiti
og salti. Hrærið
saman sykurinn
og smjörlíkið
í annarri skál.
Látið eggin
saman við
smjörlíkið, eitt
í einu og hrær-
íð vel á milli.
Hellið mjólkinni í
bolla og vanilludrop-
unum út í. Hrærið
mjölið saman við
smjörlíkið, lítið í
einu, þynnið með
mjólkinni.
Látið deigið í mótin.
Bakið minni kökuna í
nálægt 25 mín., en þá
stærri í 35 mínútur.
Látið kökurnar kólna,
hvolfið saman og hafið
sultu á milli. Skreytið
með kremi, t. d. hvítu
á efri hlutann og bleikii,
á þann neðri._
ROAL lyfti-
duft tryggir
öruggan
bakstur
notið
R O Y A
TT 771 Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 495.