Vikan - 30.05.1957, Síða 3
TTmieidu varlegal
Kannske er einhver að hlusta
Úti í löndum eru símanjósnarar að verða alvarlegt vandamál
TÆKNIN er dásamleg. Þeir sem mest
dásama hana, segja gjarnan, að þeg-
ar öllu sé á botninn hvolft, sé það til-
gangur hennar að gera líf okkar ein-
faldara. Hugsið ykkur bara, segja þeir,
hvað það er einfaldara fyrir húsmóðurina
að þvo í nýtízku þvottavél heldur en með
gamla laginu, í þvottabalanum.
Mikið rétt. Þvottavélin er að ýmsu leyti
dásamleg uppfinning. Já, þegar hún er
höfð í huga, er tæknin óneitanlega dá-
samleg. En að líf okkar sé einfaldara nú
en áður fyrr — ja, það er nú svona og
svona.
Úti í löndum að minnsta kosti hefur það
viljað brenna við á undanförnum árum, að
menn hafi rekið sig á það all óþyrmi-
lega, að hin vegsamaða tækni getur gert
lífið skrambi flókið. Þetta eru mennirn-
ir, sem orðið hafa fyrir barðinu á mönn-
unum, sem stunda símanjósnir. Tæknin er
sumsé búin að gera nær hverjum skussa
mögulegt að leggja fyrir sig þann at-
vinnuveg; þeir, sem lengst eru komnir,
eru meir að segja búnir að taka sjón-
varpið í þjónustu sína.
Og skal nú sagt dálítið nánar frá þessu
fyrirbæri, frá þessu hvimleiða afsprengi
hinnar öru tækniþróunar.
Það gefur auga leið, að það getur verið
arðbær atvinna að hlusta á símtöl manna.
Þannig er áætlað, að í New York geti
einka-leynilögreglumenn með fullkomin
hlustunartæki haft upp úr sér á annan tug
þúsunda — á viku.
Fyrir skemmstu var handtekinn lög-
fræðingur þar í borg og sakaður um síma-
njósnir. Það kom á daginn, að hann hafði
fjölda manna í þjónustu sinni. Þessi
,,njósnahringur“ hafði stundað óþokka-
iðju sína í heilt ár. Hann hafði hvorki
meira né minna en 56,000 símanúmer í
takinu. Lögfræðingurinn tók að sér —
gegn þóknun — að hlera símtöl alls-
kyns fyrirtækja. Þannig fengu keppi-
nautar þeirra vitneskju um, hvað þau
höfðu á prjónunum, og gátu gert sínar
gagnráðstafanir. Og svona til vonar og
vara, hleruðu símanjósnararnir samtöl
sjálfrar lögreglunnar!
Ný bandarísk kvikmynd, Símanjósnar-
inn, lýsir ágætlega starfsaðferðum þess-
ara þokkapilta. Njósnir af þessu tagi eru
sumsé ofarlega á baugi í Bandaríkjunum
í dag.
En síminn er hleraður víðar en þar í
landi. Og njósnararnir færa sífellt út kví-
arnar. Þannig er þess skemmst að minn-
ast, að Breti einn var dæmdur í 150 sterl-
ingspunda sekt fyrir að hlusta á tal-
stöðvasamtöl brunaliðanna í London,
Middlesex, Kent og Surrey. Þótt hann neit-
aði því, var talið sannað, að hann hefði
gert þetta fyrir tryggingafélag eitt, sem
notaði upplýsingarnar, sem það komst yf-
ir með þessu móti, í sambandi við bruna-
tryggingastarfsemi sína.
Símahlerari í Texas rakaði um skeið
saman peningum með því að hlusta á
samtöl jarðfræðings eins, sem var í þjón-
ustu voldugs olíufélags. Þá vitneskju, sem
hann þannig komst yfir, seldi hann ónafn-
greindum braskara, sem svo keypti
upp jarðir, sem símasamtöl jarðfræðings-
ins gáfu ástæðu til að ætla að væru væn-
leg olíuvinnslusvæði.
í Bandaríkjunum eru líka talsverð
brögð að því að samtöl manna séu hleruð
með örsmáum hljóðnemum. Hlerarinn fel-
ur hljóðnemana á heimilum fórnarlamb-
anna, og situr svo einhverstaðar á næsta
leiti og hlustar á hvert orð, sem sagt er
í húsinu.
Þá hefur verið fundinn upp hljóðnemi,
sem er ekki ósvipaður riffli og sem er
svo næmur, að með því að beina honum
á menn í nokkrum hundraða feta fjar-
lægð er hægt að hlusta á samtal þeirra.
Með þessu leiðindatæki er hægt að hlera
þráðlaust milli húsa! Síst að furða þótt
byrjað sé að ræða um það í nokkrum fylkj-
um Bandaríkjanna að banna sölu slíkra
tóla með lögum. Enginn er sumsé óhult-
ur í nærveru þeirra.
Þýzk verksmiðja er byrjuð að fram-
leiða tæki, sem allar fagrar njósnastúlk-
ur munu eflaust nota í framtíðinni. Þetta
er örsmá talstöð, sem stúlkurnar geta
borið undir lífstykkinu án þess að vaxt-
arlag þeirra verði á minnsta hátt grun-
samlegt. Þegar talstöðin er í sambandi,
getur samstarfsmaður stúlkunnar heyrt
hvert einasta orð, sem við hana er sagt,
úr allt að því 600 metra f jarlægð.
Það er orðið ótrúlega auðvelt að njósna
um nágranna sína. Setjum svo, að þú bú-
ir í raðhúsi og viljir gjarnan fá að vita
hvað hann Pétur í næsta húsi segi um þig.
Þá þarftu ekki annað en reka nagla í
vegginn, sem skilur milli húsanna ykkar,
hengja á hann einn af þessum nýju, næmu
hljóðnemum og bíða. Svo öflugt er áhald-
ið, að þú átt að heyra andardráttinn í
garminum Pétri.
Öryggislögreglan bandaríska þykist
hafa ástæðu til að ætla, að Rússar séu
búnir að fullkomna hljóðnema, sem geti
hlerað samtöl úr tveggja til þriggja kíló-
metra fjarlægð.
Það virðist með öðrum orðum eiga að
verða mun auðveldara að vera njósnari
í næsta stríði en hinu síðasta. En látum
það liggja á milli hluta. Hitt er jafnvel
óhugnanlegra, að óbreyttir borgarar geta
ekki framar verið óhultir í sínum eigin
húsum. Með góðum vilja er hægt að hlusta
á hvert orð sem þeir segja. Það er hægt
að ímynda sér, hve öflugt vopn þetta get-
ur orðið í höndum samviskulausra stjórn-
arvalda. Með galdratólunum geta þau
hlerað hvert orð borgarans. Öryggislög-
reglan er komin ósýnileg inn í hús þégn-
anna.
Tæknin er dásamleg, satt er það. En
að hún geri líf okkar einfaldara — ja,
það er annað mál.
— KENNETH LONG.
OG ENN ERU ÞEIR AÐ
Það eru liðin tólf ár frá lokum síðustu heimsstyrjaldar. Stóru stjórnmálamenn-
irnir, þessir sem bera fjöregg alls mannkyns, hétu okkur því, að þetta skyldi verða
síðasta blóðbaðið. Síðan hefur víða verið barist og þúsundir hafa fallið fyrir vopn-
unum. Og enn halda stórveldin áfram að hervæðast. Vígbúnaðarkapphlaupið er í al-
gleymingi. Myndin er af bandarískum hermanni og bandarískum skriðdreka. Skrið-
drekinn, hermaðurinn og herdeildin hans fóru „til stöðva fyrir Miðjarðarhafsbotni.“
s
VIKAN