Vikan - 30.05.1957, Blaðsíða 6
Tveir biaðamenn — karlkyns og kvenkyns — leiða saman hesta sína á þessari síðu
STUTT SKRAF UM HJÖNABANDIÐ -
G held satt að segja að þeir hjóna-
skilnaðir séu fremur sjaldgæfir,
sem orsakast af því, að eiginmaðurinn
verður ástfanginn af annarri konu. Því
er það, að þegar ég les um alla þessa
hjónaskilnaði í blöðunum, þá spyr ég
ekki sjálfan mig: Hvaða kvenmaður
skyldi nú hafa komist í spilið?
Ég reyni að grafast fyrir um hinar
raunverulegu ástæður, og það er nærri
undantekningarlaust hægt með þessari
einföldu spumingu: Hve marga klukku-
tíma áttu hjónin saman á síðastliönu
ári?
Því að þar liggur hundurinn alveg
ótrúlega oft grafinn, góðir hálsar.
Ástæðan er ekki kynferðislegs eðlis.
Ekki sú, að gifti maðurinn byrji upp
úr þurru að eltast við hvern kvenmann
sem hann sér, né að kvenmaðurinn byrji
að gefa ógiftu nágrönnunum hýrt auga.
Ekki fjárskortur né skemmtanafýsn né
slæmur matur.
Jú, mikil ósköp, stundum er orsökin
eitthvað af þessu. En oftast — já, lang-
samlega oftast — er ástæðan einfald-
lega sú, að hjónin skipta sér ekki nógu
mikið hvort að öðru.
Hjónabandið er í voða í vestræna
heiminum og ástæðan er augljós. Eigin-
menn og eiginkonur eiga ekki nógu
mikið saman að sælda.
Eiginmennirnir (og húsbændur
þeirra) eru byrjaðir að líta svo á, að
vinnan þeirra sé mikilvægari en kon-
umar, sem elda í þá matinn, ala upp
börnin þeirra og sofa hjá þeim.
Það er svo komið fyrir nútímakon-
unni, að hún er orðin hálfgert bús-
áhald. Hún er að vísu mikilvægur part-
ur af heimilinu og enn er hún víst tal-
in jafnnauðsynleg eldavélinni og út-
varpstækinu. En borin saman við Vinn-
una og Forstjórann er hún svo sem
hvorki eitt né neitt.
Hún er bara konan, sem situr heima,
sem gædd er óendanlegu jafnaðargeði
og sem enginn þarf að taka tillit til —
nema ef vera skyldi á merkisdögum
eins og afmælinu hennar og giftingar-
deginum.
Sé hún í slæmu skapi, er hægt að
gera hana góða með blómvendi eða kon-
fektkassa. Eða ef þú ert ekki allt of
þreyttur, þá tekurðu þig til og ferð
með hana í leikhúsið. En þú velur auð-
vitað sjálfur leiðina, sem þér finnst
hentugust hverju sinni.
Finnst þér ég vera að ýkja? Ef svo
er og svo vill til að þú ert giftur, þá
skora ég á þig að svara þessum spurn-
ingum.
1. Ef þið hjónin fæmð út að skemmta
ykkur með forstjóranum þínum og kon-
unni hans og þau yrðu konunni þinni
ósammála um eitthvað, mundirðu þá
taka hennar málstað ? Mundirðu það nú
áreiðanlega? Jafnvel þótt hún hefði
rangt fyrir sér?
2. Ef þér byðist forlátavinna á stað,
sem konan þín hataði, mundirðu þrátt
fyrir það taka boðinu?
3. Ef þér byðist vinna, sem hefði það
í för með sér, að þú yrðir að dveljast
lengi fjarri konvmni þinni — við skul-
um segja í eitt til tvö ár — mundirðu
þá taka við vinnunni?
4. Ef það fylgdi vinnunni þinni, að
þú kynntist ýmsu merkisfólki, sem kon-
an þin gæti þó ýmsra hluta vegna ekki
umgengist, mundi þér finnast það gott
og blessað?
Að mínum dómi er það undir svör-
imi þínum komið við þessum spurning-
um, hvort þú átt framundan langt og
gæfuríkt hjónaband eða hina tegundina,
sem þegar verst lætur lyktar með skiln-
aði.
JMéi- er það ekkert launungarmál, að
ef ég yrði að velja milli vinnunnar og
konunnar minnar, þá mundi ég leggja
óendanlega meira upp úr ástinni. Það
væri meir að segja alls ekki hægt að
freista mín með kauphækkun.
Ég trúi því ekki, að aðskilnaður sé
neinu hjónabandi til góðs. Ef eiginmað-
urinn hangir sífellt á skrifstofunni eða
sækist lá.tlaust eftir eftirvinnu eða er á
stöðugu flandri út og suður vinnu sinn-
Á finnst mér þeir karlmenn eftir-
sóknarverðari, sem einhverju áorka,
þótt það hafi í för með sér óregluleg-
an vinnutíma, en hinir, sem að visu
birtast undantekningarlaust á slaginu
sex en alltaf standa í stað.
Ég get ekki hugsað mér ömurlegra
hjónaband en það þar sem eiginmað-
urinn hefur skipt um vinnu konu sinnar
vegna.
Mér er það ekkert launungarmál, að
ég lít þeim augum á málið, að ef menn
almennt væru herra Mosley sammála,
mundi þeim hjónaböndum fjölga, sem
færu út um þúfur.
Það heimili getur sannarlega naum-
ast talist skemmtilegt, þar sem eigin-
maðurinn syrgir glötuð tækifæri og
konuna dreymir öllum stundum um allt
það góða, sem hún ef til vill hefði getað
hreppt, ef maðurinn hennar hefði fengið
að reyna sig fyrir alvöru.
Konur eru ákaflega raunsæjar, og
þær vita það hygg ég ósköp vel, að ef
karlmaðurinn ber sig rétt að, getur
hann ekki einungis verið hamingjusam-
ur í hjónabandinu heldur líka hamingju-
samur í vinnunni. Og þannig skyldi
það vera. Ef afleiðingin er sú, að hann
verður á stundum að vera fjarri hinu
hamingjuríka heimili sínu, þá er það
einfaldlega ein af þeim fórnum, sem
bæði hjónin verða að færa. Það verður
ekki bæði sleppt og haldið í þessum
efnum.
Ég lít svo á, að flestar eiginkonur
vilji heldur vera giftar mönnum, sem
ar vegna, þá verður hann lélegur eigin-
maður og það er honum að kenna ef
konan hans verður einmana og lífsleið.
Ég lít með öðrum orðum svo á, að
þetta eigi að vera alveg öfugt. Þegar
öllu er á botninn hvolft, er það tilgang-
ur hjónabandsins, að karlmaðurinn og
konan séu saman.
Ég lít svo á, að engin staða sé þess
virði, að konan verði afbrýðisöm henn-
ar vegna. Ég vísa algerlega á bug þeirri
kenningu, að eiginkonur eigi að vera
settar skör lægra en forstjórar.
Ég trúi því ekki, að kaup geti nokk-
urntíma verið svo ríflegt, að það rétt-
læti slíkt fyrirkomulag. Ég trúi því með
öðrum orðum ekki, að peningar séu
nokkurntíma meira virði en ástin og
hjónabandið.
Ástin mín, símaði ég eitt sinn kon-
unni minni í síðasta stríði, ég elska þig
út af lífinu og sakna þtn meira en orð
fá lýst.
Ágætt, símaði hún um hæl, en hvern-
ig vœri að þú kæmir sjálfur með næsta
skeyti ?
— LEONARD MOSLEY
hafa efni á að kaupa þeim uppþvottavél
eða útvega þeim vinnukonu, en hinum,
sem þurrka upp fyrir þær.
Auk þess er aðskilnaður ekki megin-
ástæða misheppnaðra hjónabanda. Iðu-
lega er ástæðan einfaldlega sú, að
hjónin eru orðin dauðleið hvort á öðru.
Sú er algengasta orsök þess, að fólk
skilur, að það á ekki skap saman. Það
getur ekki, þótt það sé allt af vilja
gert, lifað saman í sátt og samlyndi.
Og er til nokkur betri grundvöllur
undir ósamlyndi og rifrildi en sá, þeg-
ar framagjarn maður er bundinn í báða
skó af eiginkonu, sem neitar að taka
þátt í draumum hans?
Hjónaband af þessu tagi geta ekki
blessast.
Nei, karlmaðurinn verður að vinna.
Ef þessi einfalda staðreynd hefur í för
með sér grátur og gnístran tanna, þá
er það skárst fyrir hjónabandið, að kon-
an gráti að minnsta kosti ekki á meðan
maðurinn er heima, heldur bíði með
orgið þar til hann er farinn í vinnuna.
Og loks þetta: Ef það, sem ég hef
skrifað hér, ber fyrir augu einhvers
karlmanns,-sem er í alvöru að velta því
fyrir sér að skipta um vinnu til þess
að geta átt fleiri samverustundir með
konunni sinni, þá get ég gefið honum
eitt heilræði.
Spurðu hana fyrst, hvort henni finn-
ist meira um — návist þína eða pen-
inga? Já, farðu nú og spurðu hana.
Svarið mun áreiðanlega koma þér á
óvart. _ EVE PERRICK
OG ANDMÆLI
Ö
VIKAN