Vikan


Vikan - 17.04.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 17.04.1958, Blaðsíða 8
FAGRIR MUNIR ÚR GULLI OG SILFRI Sendnm gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavegi 22 A. — Sími 15272. Valur - Vandar- Vöruna SULTUR — Á V AXT AHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSÝRA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ISSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 1313. — Sími 19795 — Reykjavík. TRICHLORHREINSUN (ÞURRHPEINSUN) bj(|)rg SDLVALLAGQTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ 6 SÍMI 23337 Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustíg 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu gami. * , { Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa I Sölutuminum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21A. Sími 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Oliukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. frd Tnítium bœjardyrum skrifar fyrir kvenfólkið, um kvenfólkið og hugðarefni þess í heimsókn hjá fjölskyldu, sem er HEPPIN í LÍFINU EGAR ég hef lesið um það í blöðunum að ein- hver samborgari minn hafi fengið bíl eða jafnvel heilt hús í happdrœtti, hef ég oft hugsað um það hvilík áhrif slíkt happ getur haft á lifn- aðarhætti heillar fjölskyldu. Nú hef ég fengið tækifæri til að heimsækja eina slíka fjölskyldu, og þar sem ég reikna með að ykkur langi líka til að kynnast fólki, sem er heppið I lífinu, ætla ég að skýra ofurlítið frá þessari heimsókn minni. Hér er um ræða fjöl- skyldu Guðmundar Guðjóns- sonar, efnisvarðar í Stál- smiðjunni, sem fékk eitt af húsunum í Happdrætti DAS fyrir tveimur árum, og er nú búin að koma sér vel fyr- ir í nýja húsnæðinu. Af ýmsum orsökum var húsið ekki alveg tilbúið, þegar dregið var um það, svo Guð- mundur og kona hans, Svanhildur Magnúsdóttir, fegnu tækifæri til að haga þar ýmsu eftir eigin höfði. Ég hringdi bjöllunni í Ás- garði 2, inni í Bústaða- hverfi, og meðan ég beið eftir að opnað yrði fyrir mér, rak ég augun í áletr- un á forstofuhurðinni. Þar stendur: 3. 4. ’56 49865 og fyrir ofan er svo sand- biásin mynd af skipi. Þetta minnir þau hjónin, í hvert skipti sem þau koma heim í húsið sitt, á happadaginn, þegar þau fengu íbúð, sem virt var á hálfa milljón, á happdrættisnúmerið 49865. Þegar inn er komið, tek- ur við rúmgóð forstofa, með borðkrók rétt við eldhús- dyrnar. Tvær samliggjandi stofur eru á þeirri hæð, og svalir út frá borðstofunni, en af þeim er útsýni yfir græn tún, því húsið stendur í neðstu röð við Bústaða- veginn. Uppi á lofti eru þrjú svefnherbergi, öll með góðum skápum, og stórt baðherbergi. Ég minnist þess ekki að hafa á síðari árum séð svo rúmgott bað- herbergi í nýju húsi. 1 kjall- ara er svo þvottahús, rúm- gott skot á ganginum fram- an við þvottahúsdyrnar, þar sem hægt er að ganga frá þvotti, lítil geymsla og svo heill salur, sem nota má fyrir vinnustofu eða hvað sem er. Guðmundur hefur útbúið þarna leikherbergi fyrir börnin og fest á vegg- ina hljóðeinangrunarplötur, svo að þau geti haft eins hátt og þau lystir, án þess að trufla nokkurn mann. Þarna þeystu nú um á þríhjóli og bíl þriggja ára gamall sonur hjónanna, Við- ar að nafni, og Halldóra Bergljót, leiksystir hans, sem er þar í fóstri um stundarsakir (sjá forsíðu- mynd). „Viðar kunni sér ekki læti, þegar við fluttum hingað fyrst,“ segir Svan- hildur. „Hann vissi ekki hvar hann átti helzt að vera. Það voru líka mikil við- brigði að koma úr einu herbergi og eldhúsi í kjall- ara og í svona stórt hús. Þar var svo þröngt, að við urðum að stytta rúmið hans um þrjá sm. til að koma því inn í stofuna, þar sem við sváfum sjálf á svefnsófa. Annars virðist litla kjall- araíbúðin okkar hafa verið mesta happaíbúð, því sá sem flutti inn í hana á eftir okkur fékk skömmu seinna bíl í happdrætti.“ Guðmundur og Svanhild- ur voru svo heppin að fá happdrættishúsið, þegar þeim lá mest á. Þau áttu í vændum að verða húsnæð- islaus með vorinu og voru farin að hugsa um að reyna að festa sér hús í smáíbúð- arhverfinu. „En við hefðum sjálfsagt aldrei komið því upp,“ segir Svanhildur, „því um líkt leyti minnkaði mjög vinnan hjá manninum mín- um. Og jafnvel þó við hefð- um komið því upp, þá hefð- um við ekki getað farið að eignast neitt í það fyrsta kastið." Nú er húsið í Ásgarði 2 fullbúið húsgögnum. Þar eru gólfteppi út í öll horn, þvottavél með þurrkara í þvottahúsinu, strauvél á ganginum og yfirleitt allt sem húsmóðir getur óskað sér. „Það er auðveldara að eignast þessháttar, þegar maður þarf ekki líka að kaupa rammann utan um það.“ segir Svanhildur. „Jú, það er óhætt að segja að húsið sé næstum fullkom- ið. Á því er aðeins einn smá- vægilegur galli. Þrátt fyrir nóg húsrými allsstaðar, get ég hvergi komið inn barna- vagni. Kjallarainngangurinn er of þröngur til þess.“ Uppi á lofti sefur fjög- urra mánaða gamall snáði, Bryngeir Guðjón, sem bráð- um þarf að fá eitthvert farartæki til að geta farið að skoða sig um í veröld- inni. Ég spurði þau hjónin hvort þau ættu marga happ- drættismiða, og hvort það hefði nokkurn tíma hvarfl- að að þeim að sleppa mið- unum sínum. „Já, þegar við fórum að hugsa til að byggja, fannst okkur auðvitað að við þyrft- um að spara. Við vorum þá með miða bæði i Happdrætti DAS og SlBS, og ákváðum að hætta á öðrum hvorum staðnum. Eftir miklar vangaveltur kom okkur saman um að sleppa heldur miðunum í happdrætti SlBS, en halda öllum okkar átta miðum í hinu. Það hef- ur komið í ljós að það var vel ráðið. Annars höfum við alltaf hugsað okkur að eignast aftur miða i SlBS happdrættinu." Ég kvaddi þau hjónin og þakkaði fyrir mig. 1 dyrun- um sögðu þau mér að þau héldu áfram að spila í happdrætti, kváðust ekki vera vonlaus um að þau kynnu kannski að fá annan vinning. Þarna inni í Bústaða- hverfinu er nú að rísa upp happdrættishúsahverfi. 1 áföstu húsi býr Hannes Guðjónsson, sem fékk sams- konar vinning í happdrætt- inu í fyrra, og nú er í bygg- ingu þriðja húsið, sem dregið var um fyrir nokkr- um dögum. Þessi hús eru stærstu vinningarnir í happdrætti DAS, og þeir eru dregnir út einu sinni á ári. Hina mánuðina er svo dregið um minni íbúðir, ásamt bílum og öðrum góð- um gripum. Sitt af hverju tagi ® Konur munu aldrei ná karlmönnunum, þó þær hlaupi á eftir þeim! Þetta eru orð Sir Adolphes Abrahams, læknis brezka íþróttaflokksins, sem keppa mun á Olympíuleikjunum, í tiJefni þess að minna bil er nú orðið milli kvenhlaupara og karlhlaupara. —■ Þó kon- ur hafi staðið sig eins og hetjur, segir hann, þá eru þær líkamlega ófærar um að keppa við karlmenn í iþróttum. Skrokkurinn á þeim er lengri, fæturnir styttri og vöðvaminni, hjartað minna, lungun kraftminni og þessvegna flytur blóðið ekki eins mik- ið súrefni. En því í ósköpunum skyldu konur vera að elta karlmenn ? Það virðist miklu skynsamlegra að bíða við endann á hlaupabraut- inni. • 1 Bandaríkjunum er verið að gera tilraunir í því skyni að gera venjulega skó jafnþægilega skóm, sem saumaðir eru eftir máli. Innan í skónum er komið fyrir hylki með silicone- gúmmíi, sem lagar sig eftir fætinum, og styður hann jafnvel meðan hann hreyf- ist í göngu. Fjölskyldan í stofunni í nýja happdrættishúsinu. Guðmund- ur, Halldóra Bergljót, Viðar og Svanhildur með Bryngeir Guðjón. arsenih oy 99þögw§i riáiBÍ eftir George Godvin SPURNIN GIN sem frú Charlotte Bryant lagði fyrir nágrannakonu sína, var óvenjuleg að ekki sé meira sagt: „Hvað gefur maður mann- eskju, sem maður vill losna við?“ Þarna stóð hún í dyrun- um á húsi sinu í þorpinu Coombe í Devonshire, mið- aldra, þrifleg og ekki ólag- leg. Hún bjó í húsinu með mann- inum sinum, einum leigj- anda og fjórum börnum. Eitt barnið átti leigjandinn. Prú Bryant var ekki orð- vör kona. Satt að segja fór það orð af henni í þorpinu, að hún væri mesta kjafta- kind. Hún lét allt f júka. Og meðal þess sem nágrann- ar hennar heyrðu hana segja, voru svona setningar: „Ég hata manninn minn“ og: „Ég vildi að ég væri laus við hann fyrir fullt og allt.“ Nú er það auðvitað mál, að mörg eiginkonan tekur hressilega upp í sig í bræði. Hvað Charlotte Bryant við- víkur átti hinsvegar eftir að koma i ljós, að hún hafði meint hvert orð af því sem hún sagði. 1 mai þetta ár — það var 1935 — byrjaði Bryant bóndi, sem aldrei hafði kennt sér meins um dag- ana, að kvarta undan las- leika. Hann hafði miklar þrautir innvortis, óeðlilega háan púls og stöðug upp- köst. Læknir var kvaddur til og Bryant slcánaði. En um haustið varð hann aftur veikur með sömu einkenn- um. 1 þetta skipti stoðaði læknishjálp ekki, og hinn 22. desember andaðist sjúkl- ingurinn sárkvalinn. Þegar eiginkona hefur eins rækilega lýst yfir hatri sínu til eiginmanns síns eins og frú Bryant, er ekki við öðru að búast en að það skapi umtal. Og það komust margar sögur á kreik í Coombe þennan vetur. Sannleikurinn er sá, að þorpsbúar komust fljótt að þeirri niðurstöðu að frú Bryant hefði myrt mann- inn sinn. Lögreglan ákvað að rann- saka málið, og dr. Roche Lynch, einn frægasti glæpa- sérfræðingur Scotland Yard, var kvaddur til. Af sjúkdómslýsingunni komst dr. Lynch fljótlega að þeirri niðurstöðu, að margt benti til arsenikeitr- unar. Honum lék forvitni á að vita hvort arsenik hefði verið geymt í húsinu. Hann byi’jaði strax að kanna „þöglu vitnin“ eins og hann orðaði það: rykið af gólfinu, öskuna úr eld- stónni, vasana á fötum frú Bryants. Umslögunum fjölgaði sí- fellt og á hverju umslagi var áletrun sem gaf til kynna, hvaðan innihaldið var komið. Þegar dr. Lynch hélt til baka til London, hafði hann meðferðis hvorki meira né minna en 153 „þögul vitni“, sem hann hugðist athuga á rannsóknarstofu sinni. Og á eða í eða saman við öll þessi gögn fann hann arsenik. Nú var hinn látni kruf- inn og fannst þá enn arsen- ik. Það var ekki lengur blöðum um það að fletta, að banameinið hafði verið arsenikeitrun. Þar sem böndin byrjuðu nú að berast að Charlotte Bryant, var hún handtekin og leidd fyrir rétt. Sönnunargögnin geng frú Bryant voru öll vísindalegs eðlis og það féll því i hlut dr. Lynch að skýra þau fyr- ir kviðdómnum og sann- færa réttinn um gildi þeirra. Hann gerði þetta vel og rækilega. Á borðinu fyrir framan hann i réttarsaln- um var safn „þögulla vitna“: flöskur, umslög, fatnaður. Og þessir hlutir voru komnir þarna af því þeir höfðu allir fundist í húsi Bryants og í þeim öll- um hafði fundist arsenik. Það höfðu fundist arsen- ikleifar í öskunni í eld- stónni, í dós, sem búið hafði verið að fleygja var arsenik, í eldavélinni —- arsenik, í gólfrykinu — arsenik, í kápuvasa frú Bryants — arsenikduft. Dr. Lynch lýsti yfir, að svo mikið hefði fundist af arseniki í öskunni, sem tek- in hefði verið úr eldstónni, að þar hlyti nokkuð stórum skammti af eitrinu að hafa verið brennt. Auk þess hefði fundist í innyflum manns- ins tvöfalt stærri skæmtur af arseniki en gefa þurfti til þess að valda dauða. Pramburður dr. Lynch bar með öðrum orðum tvennt með sér. 1 fyrsta lagi að arsenikleifar hefðu fundist um allt hús hins látna. 1 öðru lagi að arsen- ik hefði valdið veikindum hans i mai og dauða hans í desember. Og þar sem sannað var, að arsenik hafði verið geymt í kápuvösum frú Bryants, var ljóst að hún hafði meðhöndlað eitrið. Verjandi hennar hélt því fram, að ekki hefði verið hægt að gefa Bryant jafn banvæna skammta af ar- seniki og raun var á, án þess að hann fyndi hið beiska bragð eitursins. Með öðrum orðum, að Bryant hefði sjálfur aflað sér eit- ursins og tekið það inn til þess að stytta sér aldur. En dr. Lynch hafði átt von á þessu. Hann sýndi nú réttinum flösku af te og flösku af kaffi. 1 báðum flöskunum, tjáði hann rétt- inum, var auk þess banvænn skammtur af arseniki. „Ég dreypti á flöskunum í rannsóknarstofu minni," sagði hann, en fann ekkert arsenikbragð. Það var venjulegt kaffibragð af kaffinu og tebragð af te- inu.“ Þegar dr. Lynch steig niður úr vitnastúkunni, voru örlög frú Bryants inn- sigluð. Hún var sek fund- in og dæmd til dauða. Hún áfrýjaði dóminum árang- urslaust og var hengd eftir að náðunarbeiðni hennar hafði verið hafnað. „Þöglu vitnin“ glæpa- fræðingsins höfðu sent hana í gálgann. r^j T—I w I I £2 >-Cá ÍH :0 w 'cd •r-j U2 1. Mega íbúar liöfuðstaðarins þvo gluggana sina livenær sem er? 2. Hvaða bandarískur söngleikur, 7, sem oft er leikið úr í útvarpinu, er byggður á „Pygmalion“ eftir Bernhard Sliaw? 3. Hvaða löndum mundirðu sigla framhjá, ef þú færir frá Gibralt- arsundi til Istambúl, og sigldir meðfram ströndinni til vinstri? 4. I Rússlandi heita menn nöfnum 9. eins og Alexander Ivanovitch. Hvað þýðir þetta ,,-vitch“? 5. Hver barðist við Þórð kakala á *<>4 Húnaflóa árið 1244? 6. í hvaða kvikmynd, sem gerð var eftir sögu Pearl S. Buck, lék Paul Muni Wang og Luisc Rainer lék O-lan ? Islendingar sækja nú mikið til Majorca á sumrin. Þekkið þið nokkrar aðrar af Baleareyjun- um? Hvað táknar þnð þegar „limited“ stendur fyrir aftan nöfn fyrir- tækja ? Hvað heitir írski flugvöllurinn fyrir millilandaflugvélar ? Gáta: Snótin hefur höfuð bjan, harðar tönnur stillir, bryður með þeim brauðið hart, búkinn af því fyllir. Gerist áskrifendur VIKUNIMAR! 8 VIKAN VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.