Vikan


Vikan - 17.04.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 17.04.1958, Blaðsíða 11
Til mímmimfjaw* mm lútma hetjm Ung kona fórnaöi lífinu fyrir fósturjörö sína. Nú hefur veriö búin til kvikmynd um hana. Hér segir frá myndatökunni. ÝZKI liðsforinginn dró blað úr vasa sínum og las: „Samkvæmt skipun foringjans verða brezku njósnar- arnir Denise Bloch, Lilian Rolfe og Violette Szabo nú skotnir.“ Hinar dauðadæmdu eru leiddar til af- tökustaðarins. Það kveður við hvell skip- un á þýzku. Og augnabliki síðar vinnur vélbyssa verk sitt af tíu feta færi og þrjár ungar konur liggja í blóði sínu á jörðinni. Það var bara verið að taka kvikmynd- ina Verum hreykin af minningu hennar, en fyrir eina konu, sem þarna var við- stödd, var þetta meira en leikur. Frú Odette Hallowes, fyrrverandi njósnari, var stödd í kvikmyndaverinu sem leiðbein- andi. Og úr klefa sínum í Ravensbruck fangabúðunum fyrir þrettán árum hafði hún heyrt gjammið í vélbyssunni þegar ósviknar kúlur voru notaðar í stað púður- skota. „Það var þegar nöfn þeirra voru nefnd sem minningin varð sterkust,“ sagði hún. Og þegar hún leit í kringum sig, á gadda- vírinn, hina hrörlegu bragga, grjótið og ruslhaugana, bætti hún við: „Hér er raunalegt um að litast. Svona grátt og ömurlegt var þetta einmitt.“ Sviðið, sem Odette stóð á, var eitt af áttatíu og fjórum, sem gerð höfðu verið vegna myndatökunnar. Þetta var stærsta sviðið, þó að engan veginn væri það merkilegt miðað við sum kvikmyndasvið. I maí í fyrra, þegar verið var að ræða vinnuáætlun myndarinnar, var ákveðið að bregða út af reglunni og taka lokaatrið- ið síðast í þetta skipti. Venjulegast eru atriðin tekin í þeirri röð sem leikstjór- anum og framleiðandanum finnst þægileg- ast: fyrsta atriðið er kannski myndað síðast, endirinn fyrst. En vegna hins sérstæða efnis og þeirr- ar alvöru sem á bak við lá, komst fram- leiðandinn að þeirri niðurstöðu, að þarna yrði að breyta um vinnubrögð, þó að það kynni að verða kostnaðarsamara. Hann var sannfærður um, að Virginia McKenna, hin unga og hrífandi leikkona, sem val- ist hafði í aðalhlutverkið, mundi ná á því sterkari tökum, ef sagan, sem myndin sagði, fengi að ganga sinn eðlilega gang fyrir framan kvikmyndavélarnar. Þar að auki var þess að gæta, að mynda- takan átti að hefjast í janúar og ljúka í október. Og í október mundi veðrið verða líkara. því sem það hafði verið fyrir þrett- án árum, þegar brezku stúlkurnar þrjár stóðu andspænis vélbyssunni. Allt átti að vera sannleikanum sam- kvæmt. Það hafði verið dimmt og drungalegt þennan örlagaríka dag í Ravensbruck. Og þegar kom að töku þessa atriðis, varð að fresta því tvisvar sinn- um vegna sólskins. Maður sér ekki betur í myndinni en maður sé kominn í raunverulegar fanga- búðir, þegar kemur að síðasta atriðinu og myndarlokum. Þó er sannleikurinn sá, að sviðið var mestmegnis málaður strigi, sem strengdur var á tréramma. Þannig var hinn rafmagnaði fangabúðamúr bú- inn til úr striga, þó að maður eigi bágt með að trúa því þegar maður sér hann á kvi kmyndatjaldinu. Tveimur mánuðum áður en sviðið var smíðað, hófst leitin að þeim sem áttu að gefa því líf. Það þurfti að finna konur sem höfðu ósvikið evrópiskt útlit, til þess að leika fangana, kaldranaleg- ar, þreknar konur til þess að leika fanga- verðina, og karlmenn til þess að leika þýzka hermenn. 1 fyrstu var einungis leit- að að grönnum, fölum konum til þess að leika fangana. En þegar málið var borið undir Odette, gat hún tjáð leikstjóranum, að sumir fanganna hefði verið í góðum holdum þrátt fyrir hungurskammtinn sem þeir fengu. Það auðveldaði leitina. Á meðan á þessu stóð, var fatnaðar- deild kvikmyndaversins önnum kafin við að framleiða fangabúninga. Þeir voru tvenskonar: víðir grófir kyrtlar með breiðum bláum og hvítum röndum; og svo buxur og jakkar úr sama efni, því í fangabúðum nazista bar fjöldi kven- fanga samskonar einkennisbúning og karlfangar. Þá voru fangahúfur og tré- skóstígvél. Og þegar fatadeildin var bú- in að viða þessu að sér, þurfti að óhreinka það, gera það slitið og gamallegt. Maurice Pelling, sem bar ábyrgð á því að ekkert vantaði á fangabúðasviðið, var að grafa upp myndir af varðtumum ög fangabröggum, kaupa þýzka riffla og vél- byssur og auglýsa eftir varðhundum. Auk þess varð hann að kynna sér hvernig inn- rétting fangabragganna hafði verið, hvernig matarskálar fanganna hefðu litið út, hvar gálgarnir hefðu staðið, hvemig umhorfs hefði verið á aftökustaðnum þar sem fangar vom skotnir, hvernig konurn- ar hefðu verið kvaddar til vinnu á morgn- ana, hvar gjallarhornin, sem skipanirnar vom hrópaðar í, hefðu verið, hvemig konunum hefði verið skipað í raðir, hvernig talning hefði farið fram o. s. frv. o. s. frv. Til þess að afla sér þessarar vitneskju varð hann að lesa fjölda bóka, auk þess sem hann talaði við ýmsar kon- ur, sem verið höfðu í hinum raunverulegu fangabúðum. John Higgs, aðstoðarmaðv” P^llings, var líka önnum kafinn. Meðal þess sem hann þurfti að kaupa, voru kakalakar sem áttu að skríða um Virginiu McKenna í dýflissunni. Framh. á bls. 14. Þrjár brezkar konur eru leidtlar til aftöku. Þær voru njósnarar. Violette (leikin af Virginiu McKenna) er til hægri. Á efri myndinni hefur hún meiðst á æfingu í fall- hlífarstökki. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.