Vikan


Vikan - 10.07.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 10.07.1958, Blaðsíða 11
ÞAÐ var á öld líkræningjanna eða upprisumannanna, eins og þeir voru kallaðir. Lík voru í háu verði á þeim sjúkrahúsum þar sem læknis- fræði var kennd. Tólf sterlingspund voru greidd fyrir gott lík. Af þeim sökum komst fljótlega á regluleg verzlun með lík og var þeirra ýmist aflað á fátækraheimilum eða keypt af syrgjandi ættingjum hins látna, sem áttu ekki fyrir jarðarförinni. Þar að auki grófu ræningjar lík upp úr kirkjugörðum og seldu. Fyrri aðferðirnar tvær voru lög- legar að meira eða minna leyti en sú þriðja var gagnstæð lögum, þó ekki væri talinn alvarlegur glæpur að grafa upp lík. Þó vakti það hneyksl- U2i almennings. En það voru til skálkar sem gerðu sér grein fyrir því að hægt var að verða sér úti um lík, án þess að þurfa að kaupa þau eða hafa fyr- ir því að grafa þau upp. Öll fyrir- höfn þeirra var su að hafa uppi á einhverjum ræfli á götunum, sem enginn mundi sakna, tæla hann inn í dimmt skot og gera út af við hann. Þá var hægt að græða a. m. k. 10 pund á skrokknum af honum. 1 raun og veru var þetta allt of auðvelt, svo fremi að manngarmin- um væri kálað á þann hátt að pró- ftssorarnir og læknarnir uppgötvuðu ekki hina raunverulegu dánarorsök. Það var mesti vandinn. Þann 5. nóvember árði 1831 knúðu tveir menn dyra hjá gæzlumanni ííkskurðarstofunnar við Kings College-læknaskólann í Lundúnum og spurðu hvort vantaði ekki lík. Gæzlumaðurinn, William HiII, þekkti rnennina, — John Bishop og James May frá fornu fari sem liksölumenn og hafði stofnunin oft „skipt" við þá fyrr. Richard Partridge, læknakennari við skólann, kom á vettvang og tókst að koma verðinu úr 12 pundum niður í 9 pund með því að prútta við þá félaga. Þá hurfu þeir Bishop og May á brott í því skyni að sækja ,,vör- una." Þeir komu aftur þrem stund- um seinna ásamt tveimur öðrum mönnum, Thomas Williams og Shield nokkrum. Þeir báru körfu á milli sín. 1 körfunni var lík af dreng, vafið tötrum. A hirðuleysislegan og grimmdarlegan hátt velti May líkinu úr körfunni niður á gólf. Gæzlumaður í likskurðarherbergi kallar ekki allt ömmu sína. En Hill var á báðum áttum þegar hann sá þetta lík og grunsemdir tóku að bæra á sér i huga hans þótt hann gæti ekki gert sér grein fyrir ¦ á- stæðunni. En hann taldi rétt að kalla á Partridge og vísaði mönnunum fjórum inn í hliðarherbergi á meðan. Partridge rannsakaði líkið gaum- gæfilega og „tók að gruna margt" eins og hann komst að orði við rétt- arrannsóknina síðar. Hann grunaði að ekki væri allt með felldu því and- lit líksins var allmikið bólgið og þrútið, augun blóðhlaupin en limir undarlega stirðir og þó virtist stutt síðan drengurinn hafði dáið. Það var einnig skurður á vinstra gagnauga og sýnilegt að blóð hafði runnið úr sárinu, — en blóð rennur ekki úr þeim sárum sem menn hljóta cjtir að hjartað stöðvast. Partrigde hagaði sér skynsamlega og beitti töluverðum klókindum í þessu vandamáli. Hann fór rakleitt Óhugnanleg frásögn um starfs- aðferðir líksölumanna í London. á lögreglustöðina í Bow Street og sagði lögregluforingjunum frá grun- semdum sínum. Síðan flýtti hann sér sömu leið til baka meðan safnað var saman lög- regluþjónum til að taka að sér mál- ið. Hann sagði mönnunum f jórum að hann væri áfjáður að kaupa líkið á 9 pund en því miður hefði hann ekki á sér nema 50 punda seðil og þeir yrðu að bíða meðan hann fengi hon- um skipt. En mönnunum var ekkert um að bíða. Meðan Partridge var fjarver- andi hafði gæzlumaðurinn sem ekki kunni að hafa taumhald á tungu sinni, látið efasemdir sínar í ljósi, og spurt sérstaklega nærgöngulla spurninga um skurðinn á gagnaug- anu. 1 fáfræði sinni um læknisfræðileg- ar staðreyndir höfðu mennirnir reynt ráðfærði sig við eina manninn sem, gat gefið honum nauðsynlegar bend- nigar. Það var Richard Mayne, yfir- foringi í Borgarlögreglunni, sem þá va'r nýlega stofnuð. Hann kunni góð skil á lögum. Mayne sýndi fram á að engin tök væru á að höfða mál, nema fyrir hendi væru sönnunargögn sem mundu sannfæra kviðdóminn, ef lög- reglan hefði engin sönnunargögn í hendi yrðu þeir 'að láta fangana lausa, jafnvel þótt hann væri per- sónulega sannfærður um sekt þeirra. Thomas fór aftur á fund foringj- ans og hugleiddi málið. Hann komst að raun um að ekki væri nema einn hlutur sem leitt gæti til þess að sök- in yrði uppvís. 1 dánarskýrslunni höfðu læknarn- ir tekið það fram að tennur drengs- ins vantaði, sýnilega rétt eftir dauða því sem þeir Bishop og Williams bjuggu í. Hann hafði þá haft brúna ullarhúfu á höfði. Lögregluþjónn sem Higgins hét, var sendur til að gera húsleit heima hjá þeim. Higgins hafði ekki uppi á neinu óvenjulegu og fann ekkert nema ,,tól þau sem líksölumenn nota." En það sannaði ekkert í mál- inu. Samt sem áður hélt Thomas áfram rannsóknum sínum. Þremur föngum var haldið í gæzluvarðhaldi, en þeim fjórða, Shields, var sleppt úr haldi, eítir að sannaðist að hann var að- eins burðarkarl sem hinir höfðu fengið til að hjálpa sér með körf- una. Higgins var sendur til að leita bet- ur í húsi Bishops og í þetta sinn fann hann buxur sem drengurinn hafði átt. (Það er ekki gott að vita hvern- ig honum hefur sést yfir þær í fyrstu umferð). En buxurnar voru ataðar blóði. Þessi fundur örvaði Thomas til að halda rannsókninni áfam en varð einnig til þess að hann stóð frammi fyrir nýju vandamáli. Á líki Carlos Perrari hafði einungis verið smá- skeina á gagnauganu og læknar lýstu því nú yfir að þess væri eng- inn kostur að blóðið úr því sári væri nægilegt til þess að ata út all- ar buxurnar. Hvað komu þær málinu við ? En hvernig stóð þá á blóðugum drengjabuxum á heimili tveggja manna sem voru líksölumenn og meintir morðingjar ? Thomas fór sjálfur á stúfana og rannsakaði hús Bishops og garðinn Það var aldrei spurt hvaðan líkin voru fengin .... að útskýra málið á þann hátt að sárið hefði orðið, þegar drengnum var velt úr körfunni á gólfið. En þeir óttuðust hinn augljósa efa gæzlumannsins. Hinsvegar voru 9 pund heilmiklir peningar og vel þess virði að bíða eftir þeim, — og hver sem afstaða gæzlumannsins var, hafði þeim virst að Partridge grunaði ekki neitt og væri mest umhugað um að ljúka við- skiptunum. Þessvegna biðu þeir þar til Rog- ers lögregluforingi kom á vettvang stundarfjórðungi seinna með flokk manna, handtók þá fjóra og sakaði þá um morð. Krufning leiddi H ljós að drengur- inn hafði ekki verið haldinn af nein- um sjúkdómi og hafði verið alheil- brigður þegar hann dó. A líkinu fannst engin áverki nema smáskein- an á gagnauganu, sem alls ekki gat hafa leitt til dauða drengsins. Hér var sýnilega um morð að ræða og þar sem líkið hafði verið í hönd- um f jögurra manna, og tveir af þeim voru alræmdir liksölumenn, lá það ljóst fyrir að þeir væru sekir um morðið. Hinsvegar lá ekki fyrir snefill af sönnunargögnum. Sadler Thomas yfirlögregluforingi hans. Fyrir því gat ekki legið nema ein ástæða: tennur voru markaðs- vörur, sem tannlæknar notuðu við smiði gerfigóma. Thomas fyrirskipaði því mönnum síum að hafa uppi á þessum tönnum og skömmu síðar komust þeir að því að Bishop, Williams og May hefðu setið saman að sumbli á veitingakrá í Smithfield, sem var mikið stunduð af liksölumönnum. Þar höfðu þeir setið að drykkju daginn áður en þeir reyndu að selja líkið í Kings College, — og þar hafði May sést er hann reyndi að hreinsa nokkrar tennur sem hann hafði vafið í vasaklút sinn. Slóðin var siðan rakin til tann- læknis í Newington, sem hafði keypt tennurnar af May á 12 shillinga. Ekki var þó hægt að staðfesta að um sömu tennur væri að ræða. Næsta stig málslns var það að mönnum tókst að hafa uppi á því að likið var af ítölskum dreng að nafni Carlo Ferrari, sem var heimilsilaust úrhrak og hafði haft ofurlitla vasa- peninga upp úr því að sýna hvítar mýs á götum úti. Það var einnig staðfest að drengurinn hefði sést dag- inn áður en reynt var að selja líkið og var hann þá á rölti nálægt húsi í kringum það. Mikilvægasti hlutur- inn sem hann fann var brún ullar- húfa, svipuð þeirri og htli italski drengurinn hafði átt. Þetta sannaði að drengurinn hafði komið í hús Bishops. Nú var tekið til við að grafa í garðinum og þá kom í Ijós blár jakki, lítil skyrta, röndótt vesti með blóðblettum á kraganum og tvenn pör af drengjabuxum, gráar og svartar. Sú hryllilega staðreynd var nú deginum ljósari að hér Var ekki að- eins um að ræða eitt morð, heldur höðfu margir drengir verið myrtir og lík þeirra án alls efa seld lík- skurðarstofnunum. Við frekari rannsókn kom í ljós að Williams hafði átt heima í næsta húsi við Bishops áður en hann flutti tii hans og þá var tekið til við að grafa upp garðinn í kringum það hús. Skelfing manna óx til muna þegar fundust kvenmannsföt með blóðblettum og skorin sundur að framan líkast því sem konan hefði verið svipt klæðum eftir dauðann. Það tókst að sýa fram á að þessi föt höfðu tilheyrt frú Pigborn, fertugri konu, sem hafði horfið á Framh. á bls. 11) VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.