Vikan - 18.06.1959, Page 26
Endurfundir
Framhald, af hls. 11.
voru þau einmitt orðin dálítið gömul, að minnsta
kosti ekki lengur ung. Skyldi ég hrjóta, hugsar
hún, það er ekki gott að vita, en hvaða máli
skiptir það. Aftur er vinkonan gleymd, og þegar
hún sofnar er hún að hugsa um nýtt prjóna-
mynstur, sem hún ætlar að læra, hún þarf nauð-
synlega að prjóna kjól, fyrir jólin, á litlu telpuna,
því á jólunum yrði hún áreiðanlega farin að
ganga, hún er svo dugleg og bráðþroska.
— Baldur, ég hitti Hósu í dag.
— Rósu?
— Já, manstu ekki eftir Hósu, vinkonu minni,
hún átti heima í litlu bakhúsi á Njálsgötunni.
— Jú, jú, ég man eftir henni, hvað sagði hún?
— Allt ágætt, ég ætlaði varla að þekkja hana,
hún hefur breytzt svo mikið.
— Jæja. Hann velur sér vindil úr kassa á
borðinu, sker hægt og nákvæmlega af öðrum
enda hans, stingur honum upp í sig, tekur hann
út úr sér aftur og virðir hann fyrir sér dálitla
stund, kveikir siðan i og teygar reykinn af inni-
leik og ánægju.
— Já, mér finnst hún orðin svo ellileg, það er
nú kannske von, þau eiga fjögur börn.
— Það er bara svona, ég kalla þau séu dug-
leg og bjartsýn, fjögur börn og nú á tímum.
Hann hlær, en það er engin gleði í hlátri hans.
— Sástu börnin?
— Já, tvö þau yngstu voru með henni. Myndar
krakkar, en dálítið fátækleg til fara, það var
Rósa reyndar lika.
—- Já, það er skiljanlegt, óbreyttur skrifstofu-
maður hefur víst ekki of mikið kaup í dag. Heyrðu
annars, ég hitti Halldór frænda þinn, hann bauð
okkur að borða á sunnudaginn. Ég held hann
ætli að biðja okkur fyrir Kalla í vetur, hann
nennir ekkert að læra. Hvernig líst þér á það?
— Ég veit ekki, við getum alltaf talað um það,
við vitum ekki einu sinni hvar við verðum, á
meðan getum við ekkert ákveðið.
— Það er rétt hjá þér. Heyrðu, viltu minna
mig á að hringja til Akureyrar á morgun, ég
verð að hafa tal af Jensen og vita hvernig geng-
ur með þessa sendingu, sem hann var að tala
um í vetur þegar við hittum hann.
— Svo verðum við að fara austur í næstu viku,
ég var búin að lofa Marteini að vera hjá honum
nokkra daga og ganga frá öllu með honum.
Tíminn líður og nóttin færist yfir. Hjónin
liggja hlið við hlið í stóra rúminu, hann stein-
sefur, en hún vakir og hugsar. — Rósa, þú ert
víst fátæk, en þó svo rík. Og Davíð, hvernig ert
þú í dag? Hún horfir á eiginmann sinn í rúm-
inu. Nú þegar hann sefur og getur ekki ráðið
yfir svip sínum og látbragði, er hann undarlega
lítill og hjálparvana. Henni dettur í hug atvikið,
sem Rósa minnti hana á, um litla kanariufuglinn,
sem kötturinn drap. Hún man nú svo vel hvað
Baldur grét þá sárt, og þó var hann orðinn þrett-
án ára. Enn hefur hann eitthvað veiklulegt við
sig og ókarlmannlegt. En Davið, hann grét aldrei,
hvað sem á móti blés, og í dag er hann fátækur
bamamaður. Rósa, myndi ég vilja skifta við þig?
En hvað börnin þin eru frísk og falleg, litli
pattaralegi snáðinn, með þrjóskufulla svipinn,
minnti mig á Davíð.
Ef ég aðeins ætti einn dreng væri ég alsæl.
Ekki myndir þú vilja gefa mér drenginn, auðvit-
að ekki. Ekki einu sinni lána mér hann, í eitt ár,
ekki hálft ár. Já, hvað var það sem Baldur var
að tala um, Kalla litla? Ætlaði Halldór að biðja
þau að hafa hann í vetur? Kannske væri það
ekki svo fráleitt. Og þau voru boðin í mat þang-
að á sunnudaginn. 1 hverju átti hún að vera?
Kona Halldórs var alltaf svo geysilega smart,
það reið á þvi að vera ekki síðri en hún. Kannske
i bleiku dragtinni, eða þeirri grænu, allir sögðu
að græna dragtin færi henni sérlega vel.
Svefninn losar hana í bili við þetta vandasama
spursmál, sem mun næsta dag verða enn meira
vandamál og þeim mun flóknara, sem nær dreg-
ur sunnudeginum.
Arni heitinn Páisson, prófessor ræddi þýzk
stjómmál við kunningja sinn og lét jafnframt
í Ijósi sinar persónulegu skoðanir á forvígismönn-
um þýzku þjóðarinnar. Um Göbbels sagði hann
þetta: — Það er áreiðanlegt, að Göbbels er Gyð-
ingur, og mikið má það vera, ef hann er ekki
afkomandi annars hvors ræningjans, sem kross-
festir voru með Kristi — og mér er nær að halda,
að hann eigi ætt sína að rekja til ræningjans,
sem ekki iðraðist!
FORD-TAUNUS
„M17“ 2ja dyra station
er falleg, kraftmikil og áreiðanleg í akstri
Verðið er mjög hagstætt, bifreiðin kostar fob. Kr. 19.585.00
Útsöluverð ca. Kr. 111.600.00
Fáanleg sem 2ja og 4ra dyra fólksbifreið, auk þess er væntanleg
sendibifreiðagerð af þessum vagni, á markaðinn bráðlega.
Leitið nánari upplýsinga hjá oss.
SVEINN EGILSSON H.F.
FORD-umboðið, Laugavegi 105. Sími 22466
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
Arður til hluthafa
i
Á aðalfundi félagsins 6. þ. m., var samþykkt að
greiða 10% — tíu af hundraði — í arð — til hlut-
hafa fyrir árið 1958.
Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu félags-
ins í Reykjavík, svo og hjá afgreiðslumönnum félags-
ins um land allt.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS
26
VIKAN