Vikan


Vikan - 23.07.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 23.07.1959, Blaðsíða 14
Árni Jónsson ásamt konu sinni Sjöfn Sigurjónsdóttur. tm AF rmi rnsióB- m/ Sat á garðbandinu og söng út í myrkriö . . . Hann situr hæglátur, leggur hönd á kinn, hlustar með athygli, sprettur svo upp i sæti sínu, og talar þá með lágp'i og þægilegri röddu, augu hans eru mjög lifandi og spegla hverja tilfinningu sem með honum hrærist. Hann veit hvað hann syngur, hugsa ég, þegar ég sest hjá honum og bið hann að rabba litla stund. Hann Árni Jónsson, söngvari, hef- ur frá mörgu að segja, skemmtilegu. Og ég spyr hann hvemig þetta hafi allt saman byrjað, að hann, sveita- drengurinn, sem ætlaði að verða raf- virki, skyldi hef ja þess í stað eitt hið érfiðasta nám, söngnámið. — Eg held, að ekkert annað hafi hentað mér, livorki rafvirkjun eða annað. Ég var ekki gamall, þegar ég fór að íinna undarlega tilfinningu í brjóstinu, og ég fór löngum ein- förum, aleinn úti í náttúrunni, til þess að syngja, eða ég sat kannski á garðabandinu og söng út í myrkrið. >á var það kannski mér til láns, að ég lifði á öðrum tímum en Ljósvík- ingurinn, ég var svo sem ekki mis- skilinn, því mitt heimafólk sagði alls ekki að strákurinn væri skrýtinn, ræfill eða auðnuleysingi, baggi á sveitinni. Það er meiri óskupin hvað margir á okkar landi hafa verið baggi á sveitinni. Nei, fóik tók ekki til þess þótt ég færi einförum, oft um háannatímann, til þess bara að syngja. Og það var meiri röddin sem ég hafði, ég söng sópran, eins og ekkert. Svo opnaðisrt mér nýr heimur. TJt- varpið kom í sveitina. Að visu kom ekki útvarp strax heim til mín, en það kom á aðra bæi, og ég gekk þangað til þess að hlusta á hann Hermann Guðmundsson syngja. Það voru nú gleðistundir, og mikið .var hann Hermann merkilegur maður, og ef hann aðeins vissi hve margar ferðimar ég fór. Svo kom grammó- fónninn, annað merkt menningartæki, og þá söng hann Hreinn Pálsson, og þarna fékk maður menninguna inn á heimilið. Og svo segja menn að hann Hreinn flýi herbergi, ef hann heyrir einhverja af þessum gömlu plötum. Þessi tilfinning í brjóstinu á mér lét mig dvelja löngum við grammó- fóninn, handsnúinn, og spila Hrein Pálsson. Þessir menn hafa aldrei sungið í óperum, en þeir voru fjöl- mörgum til gleði, og þeir geta aldr- ei lokað dyrunum á minningar um gleðistundir, hve mörg herbergi sem þeir flýja. Og svo varð ég 18 ára. Og þá fór ég til Reykjavíkur, til þess að læra rafvirkjun. Ekki fékk ég leyfi til að byrja námið þá þegar, þurfti að bíða í heilt ár, eftir samn- ingum, skilur?u, Og þá tók tilfinn- ingin i brjóstinu af skarið, og rak mig í Karlakór Reykjavíkur. Helsti snemmt, því ég var ekki laus úr mútum. Ég varð svo hugfanginn af söngn- um, að ég lét tilfinninguna ráða, hætti að hugsa um rafmagnið, og á- kvað að læra söng. Ég er enn að. Og það er langt síðan ég var 18 ára. Og svo segir hann Árni mér um námsferilinn. — Ég byrjaði hjá Sig- urði Birkis, hann bauð mér ókeypis kennslu, bless’ann. Hjá honum var ég í eitt ár, og svo fór ég að syngja i Karlakómum Fóstbræðrum. Síðan lærði ég hjá Skagfield töluvert á annað ár, um stund hjá Guðmundi Jónssyni og snemma árs 1953 fór ég utan í fyrsta sinn. Til Milano. Ég var óánægður hjá fyrsta kennaranum mínum og fór eftir árið til Montan- ari og þá var hann Magnús Jónsson byrjaður nám hjá honum. Þegar sænskir söngvarar fengu Montanari til Svíþjóðar, eltum við hann, og þegar Montanari var ráðinn hingað til lands, fylgdi ég honum enn. Þegar svo Simon Edvardsen kom hingað kynntist ég honum, og hann tók mig að sér, og ég hefi verið í Svíþjóð hjá honum síðan. Hann er afskaplega góður kennari. — Þú ert kvæntur maður? — Já, ég kvæntist Sjöfn Sigurjóns- dóttur rakara Sigurgeirssonar. -— Og hefur hún fylgt þér erlendis ? — Já blessaður vertu, en þetta er bölvað níð fyrir konuna, maður talar helst aldrei við hana nema á sunnu- dögum, ég hefði aldrei haldið þetta út, ef ég væri ekki kvæntur Sjöfn. — Hvenær ferðu að láta enda mætast, þetta er dýrt nám ? — Ég var nauðbeygður til þess að vinna með, og það tefur mann allt- af frá námi. Námið er mjög dýrt og ég hefi aldrei fengið meiri yfir- færslu en stúdentar, sem ekki greiða skólagjald. Ég þarf að borga kennsl- una, og lifa. Það hefur ekki verið til nokkurs fyrir mig að skrifa Gjald- eyrisnefnd, mörg hefur hún fengið bréfin frá mér, þar sem ég sótti fast að þeim, en þeir hafa víst verið of önnum kafnir við að veita naum leyfi, en svo mikið er víst; ekkert svar hefi ég fengið frá þeim. Síðast skrifaði ég nefndinni til þess að fara fram á yfirfærslu vegna náms, i óperuskólanum í Stokkhólmi. Þann- ig var mál með vexti, að ég reyndi við próf upp í skólann. Var mér sagt, að Svíar yrðu látnir sitja fyrir, en það eru aðeins f jórir nýir nemendur teknir inn árlega, til viðbótar við framhaldsnemendur. Sex sænskir stóðust prófið með sóma, og ég kom ekki til greina. Bað ég þá um leyfi til að vera aukanemandi, og mér svarað að til þess yrði ég að gerast sænskur ríkisborgari. Það vildi ég ekki verða, og ég hélt að ekkert yrði úr neínu fyrir mér. En seinna var mér boðið að stunda nám í óperu- skólanum, án skilyrða. Ég semsagt skrifaði gjaldeyrisnefndinni en fékk ekkert svar, svo ég fór aldrei i óperu- skólann. Ég vildi ekki þurfa að hætta í miðju námi. Svo hélt ég áfram í einkatímum, og er það enn. Hér þagnar Ámi. Og ég hugsa sem svo; mikið eigum við Islendingar af söngvurum, þegar skriffinnar geta tafið eðlilega námsþróun. Og ég er ekki lengra kominn, þegar hann Ámi heldur áfram. — En ég hefi verið heppinn. Ég hefi haft vinnu, og þessvegna skulda ég engum neitt. Það hefur enginn troðið peningum i vasa minn, það er enginn ríkur maður hér heima sern hefur keypt mig, ég get gert hvað sem ég vil, námið er mitt einkafyr- irtæki, og ég bregst engum nema sjálfum mér ef illa fer. Þessvegna legg ég mig allan fram, að ég hefi fundið góða áheyrendur. Ég var bæði undrandi og hrærður, þegar ég kom heim hér í fyrra, og fékk svo góðar viðtökur. Þær verkuðu svo vel á mig, voru mér hvatning til að halda áfram. Ég hafði haldið þvi fram að hér á Islandi þýddi ekki að leggja á sig erfiði, enginn kærði sig um einn söngvara, en ég hafði rangt,. og mér er það léttir að geta sagt það, fólkið var mér afskaplega gott, og við þurfum svo mikla „móralska" a,ðstoð. Þó get ég ekki látið hjá liða að minnast á atriði sem mjög er ábóta- vant hér heima. Maður rmdrast mjög þegar maður ber saman vinnubrögð gagnrýnenda hér heima og erlendis, og á ég þar fyrst og fremst við söng- gagnrýnendur. Ég hefi setið hér heima tónleika, sem hafa verið hreinlega til skamm- ar, en þó hafa gagnrýnendur mjög lofað þá, og dettur manni þá helst i huS, að hér sé um kunningsskap að ræða, eða vinátta, sem ræður dóm- um. Ég tel það að visu heldur lélega vináttu að villa mönnum sýn, ef þeir eru ekki þeim gáfum gæddir að hafa sjálfskrítik. 1 sumum tilfellum má segja að menn skrifi gagnrýni um sjálfa sig og fá þá hið mesta hrós, svona í flestum tilfellum. Menn eru farnir að hrósa verkum hvers annars; ef ég hrósa þér, þá hrósar þú mér. Og svo kemur gagnrýnin á prenti eftir dúk og disk, i næstu viku, eða í næsta mánuði. Þetta er óþolandi ástand og til skammar. Gagnrýnendum ber siðferðileg skylda til að koma með gagnrýni sína, og koma með hana fljótt, helst daginn eftir. Hvernig í ósköpunum má það ske, að þeir sem vinna að tónlistarmenningu í bænum vinna beinlínis eða óbeinlínis að þvi að setja fætur fyrir einstaka menn? Og sumir virðast kunna vel við þessa einstefnugagnrýni. Ég fyrirlít þetta allt saman, og tel þetta til vansa fyrir menningu landsins. Og hann Ámi Jónsson söngvari, hallar sér aftur í sæti sínu, og kross- leggur fætur. — En hvað er maður eiginlega að skammast? Ég á ekki að vera að þessu, hugsa bara um að vinna og komast áfram. Og bráðum fer ég aft- ur til Sviþjóðar. Þar er gott að vera, fólkið venst vel, og ber sig fallega. Þessvegna er það sagt sjálfsánægt. Rétt eins og það sé glæpur! Hver er ekki ánægður með sjálfan sig? Þeir sem ekki eru það á neinn hátt, eru teljandi. Hér á landi er það svo að hver maður sem ber sig vel er talinn sjálfglaður. Menn þurfa helst að hengja hausinn fram á brjóst, eða ganga með herðakistil til þess að losna við leiðinlegt umtal smáborg- ara þessa lands. Við ætlum seint að losna við smáborgarabraginn, ertu ekki sammála? Hvernig er að vera í Stokkhólmi ? Já, það er gott að vera i Stokk- hólmi, það er gott leikhúslíf, og þú getur farið í óperuna sex kvöld vikunnar, og hlustað á söngvara sem ferðast milli bestu óperuhalla ver- aldar, en eru samt allir fastráðnir hjá Stokkhólmsóperunni. Þessi ungi geðfeldi maður, sem gengur úr vegi fyrir veikburða flugu í götunni hefur sagt sitthvað um gagnrýnendur sönglistarinnar, sem þeir munu ekki verða ánægðir með. En það er nú svona, fáir eru öðrum samhuga, og ef það er rétt hjá honum, að gagnrýnendur eru svona hægfara og ósannir, er best að vefja þá í gömul dagblöð og fela. Jónas 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.