Vikan


Vikan - 22.10.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 22.10.1959, Blaðsíða 14
att að segja hélt ég, að Frederik- sen væri maður, sem kynni að taka spaugi. En það er hræðilegt, hve manni getur skjátlazt, þegar ná- grannarnir eru annars vegar. Og ekkert er leiðinlegra en þegar það kemur fyrir, að fólk misskilur al- gerlega meinlaust og skemmtilegt spaug og heldur endilega, að manni hljóti að hafa gengið græska til. Og eitt ráð langar mig til að gefa ykkur: Gætið vel að öllu, ef þið hafið í hyggju að leika skemmtilega á nágranna ykk- ar eða kunningja. Þið skuluð að minnsta kosti ganga úr skugga um það áður, að það fólk kunni að meta og skilja gamansemi og glettni, og þá helzt, að það sé stillt á sömu bylgjulengd og þið sjálf að því leyti. Frederiksen er nágranni minn, og okkur hefur alltaf komið prýðilega saman. Við höfum átt margar ánægju- legar viðræðustundir yfir girðinguna, þegar við höfum verið að bjástra útí í görðunum okkar, og ekkert hefur á það skort, að við réttum hvor öðrum hjálparhönd, þegar svo bar undir og einhverjar meiri háttar framkvæmdir voru á döfinni, annaðhvort í görðun- um eða vegna lagfæringa á húsum okkar. Já, samkomulag okkar hefur alltaf verið eins gott og hugsazt getur, það er vist um það. Og það hefur ekki reynzt koma að sök, að við erum í rauninni ákaflega ólíkir að allri gerð. Hann er, vægast sagt, dálítið þurr á manninn, en hins vegar er ég alltaf í sólskinsskapi og til i allt, sem getur létt manni lífið. Og áður en ég fékk óyggjandi sönn- un fyrir hinu gagnstæða, hélt ég líka, að Frederiksen væri maður, sem kynni að gera að gamni sínu, svona á svipaðan hátt og Bretar, — þið skiljið, hvað ég á við, — þetta þyrrk- ingslega grín, sem getur verið svo ein- staklega viðfelldið og skemmtilegt. Svo var það dag nokkurn, að við stóðum við girðinguna og spjölluðum saman í mesta bróðerni. Ég sagði hon- um frá því, að einn af kunningjum mínum hefði leikið svo bráðskemmti- lega á nágranna sinn, Karl að nafni, að það væri alveg einstætt. Kunningi minn hefði sem sé tekið spjald og letrað á það stórum stöfum: FÁ- HEYRT TÆKIFÆRI! BlLL 1 GÓÐU ÁSIGKOMULAGI TIL SÖLU FYRIR AÐEINS TVÖ ÞÚSUND KRÓNUR! ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ! Svo hefði kunningi minn fest spjaldið á girð- inguna hjá nágranna sínum, án þess að hann hefði um það nokkra hug- mynd. Það dróst ekki heldur lengi, sagði ég, að fyrsti kaupandinn gerði vart við sig. Hann beinlínis hljóp upp dyra- þrepin hjá Karli og hringdi, — en um leið brá kunningi minn skjótt við, tók spjaldið af girðingunni og kom því undan, án þess að nágranninn eða hinn væntanlegi kaupandi veittu því athygli. Síðan lá kunningi minn á gægjum, sagði ég, og fylgdist með öllu því, er þeim tveimur fór i milli. Karl hlustaði nokkra stund á gest sinn, en hristi síðan höfuðið. Gestur- inn tók að pata og benda og talaði einhver ósköp, en Karl neitaði og neitaði og hristi höfuðið, — lét þó að síðustu undan og gekk með gesti sin- um út að girðingunni, þar sem spjald- ið með auglýsingunni hafði áður blas- að við vegfarendum. En þar var ekk- ert spjald sjáanlegt, og það leyndi sér ekki, að Karl hugði gest sinn vera meira en lítið brjálaðan — og gerði jafnvel litið til að leyna því . Ekki var gesturinn fyrr farinn og Karl kominn inn til sín, sagði ég, en kunningi minn brá skjótt við sem fyrr og kom spjaldinu fyrir á sama stað sem áður, og ekki leið á löngu, sagði ég, áður en næsti væntanlegur kaup- andi gerði vart við sig, — og allt fór á sömu leið. Þetta gekk svona nokkr- um sinnum, sagði ég . . . Frederiksen hafði reglulega gaman af þessari sögu. Hann tók það hvað eftir annað fram, þyrrkingslega eins og honum var lagið, að hann hefði viljað mikið gefa til þess að mega vera þarna viðstaddur og sjá framan í við- komandi náunga. Og hann tók það einnig fram, að hann kynni vel að meta græskulausa glettni og það væri nú einu sinni sín skoðun. að fólk ætti að gera meira að gamni sínu en raun bæri vitni. Mér kom að sjálfsögðu ekki til hug- ar, að þetta væri bara innantómt orða- gjálfur, annars mundi ég aldrei hafa látið mér það til hugar koma að taka hann á orðinu, eins og það er kallað. Maður má aldrei beita spaugi við fólk, sem kann ekki að taka meinlausri glettni og gamni. En sem sagt, — ég hafði ekki hug- mynd um það þá, að Frederiksen væri allur annar maður en hann vildi vera láta. Og því var það, að daginn eftir, að ég sagði honum þessa sögu, setti ég auglýsingu í dagblað nokkurt, sem ég vissi, að aldrei kom á heimili Fredoriksens. Auglýsing þessi var svo hljóðandi: ÓKEYPIS BLÓM. Þar sem ég hef i hyggju að gerbreyta garði mínum, geta allir fengið ókeypis þau blóm, sem í honum eru nú, ef þeir vilja leggja það á sig að grafa þau upp sjálfir og sjá um brottflutning þeirra, næstkomandi sunnudagsmorgun. Frederiksen, Soffiugötu 11. Ég mátti ekki hlátri verjast, á með- an ég var að semja auglýsinguna og koma henni í blaðið. Ég skellti upp úr, er mér varð hugsað til þess, sem á eftir mundi fara! Þegar ég las Em- ilíu, konu minni, auglýsinguna, hló hún og hló, þangað til tárin streymdu niður vanga hennar. Nokkru síðar spurði hún mig að vísu, hvort ég héldi ekki, að þetta væri helzt til grátt gaman, hvort það væri ekki of langt gengið, ef þetta leiddi til þess, að allt blómskrúðið i garði Frede- riksens yrðí eyðilagt. einmitt það, sem Bretinn kallar „practical joke“ gaman í fram- kvæmd, og hann kann að meta þess háttar, skilurðu. Ég er viss um, að Frederiksen skemmtir sér konung- lega, þegar hann loks kemst að raun um, hve bráðskemmtilega ég hef leik- ið á hann, sagði ég, — og ég meinti það, vissi ekki betur þá, því miður. Ég stillti vekjaraklukkuna þannig, að hún hringdi klukkan sjö á sunnu- dagsmorgun. Ég vildi svo sannarlega ekki fyrir nokkurn mun verða af gríninu — því að ég var ekki í minnsta vafa um það, aö mannmargt mundi verða í garði Frederiksens strax og dagur rynni. Allir hlutu að vilja hagnýta sér það tækifæri að fá blóm fyrir ekki neitt. Ég ætlaði aldrei að geta sofnað á laugardagskvöldið, svo sterk var eft- irvænting mín. Hamingjan góða, hvað ég gat hlakkað mikið til þess að sjá þann stórkostlega gamanleik, sem ég hafði undirbúið! Frederiksen hafði lög að mæla, — maður gerði yfirleitt allt of lítið að gamni sinu: Bull og vitleysa, svaraði ég. Þetta er Ekki hafði klukkan fyrr byrjað að hringja á sunnudagsmorguninn en ég var þotinn fram úr og út að gluggan- um, þeim sem vissf út að garði okk- ar góða og gamla nágranna. Og viti menn, — það bókstaflega sást ekki í garð hans fyrir fólki. Þarna stóð maður við mann, allir kengbognir með skóflu í hendi og kepptust við að róta og grafa. Það sló bliki á skóflublöðin í skærri morg- unbirtunni. Og allur þessi grúi minnti mann helzt á hrægamma, sem hópast gráðugir að bráð! Ég vaktl konu mína umsvifalaust. Komdu og sjáðu, Emilla, hrópaði ég. Þetta er óviðjafnanleg sjón, mann- eskja! Og þó er mesta grínið, — þeg- ar Frederiksen kemur sjálfur fram á sjónarsviðið í eigin persónu. Þá hefst nú gamanleikurinn fyrir al- vöru! Það var ekki laust við, að Emilíu brygði eilítið, þegar hún sá allan þennan dugnaðarlega hóp, sem hafði lagt blómabeð Frederiksens undir sig. Hamingjan hjálpi okkur, sagði hún. Garðurinn verður algerlega eyðilagð- ur. Þetta . . . Þetta er hræðilegt . . . Samt sem áður gat hún ekki að sér gert að hlæja, enda var það öldungis ómótstæðilega hlægilegt að sjá allan þennan hóp manna, sem stóðu þarna og grófu blómin upp úr moldinni i- garði annars manns, sem lá enn í rekkju sinni og skar hrúta án þess að hafa nokkra hugmynd um það, sem fram fór undir húsgluggum hans. Og enn fjölgaði í garðinum. Fólkið flykktist bókstaflega að hvaðanæva, og allir báru skóflur um öxl. Ég varð að styðja báðum höndum á gluggasylluna til þess að hníga ekki niður af hlátri. Hamingjan sanna, — hvað þetta gat verið hlægilegt. Ég varð að viðurkenna, að þetta mein- lausa spaug mitt hafði farið fram úr öllu því, sem ég þorði að vona. Þá gerðist allt í einu dálítið hávaða- samt í garði nágrannans. Fjórir karl- menn fóru að rifast út af blómum, sem hver þeirra um sig taldi sig hafá náð tangarhaldi á. Það leið ekki á löngu, áður en þeir tóku að öskra og reiða skóflur sínar til höggs. Það er ekki gott að segja, hvernig þetta hefði andað, ef glugginn á fyrstu hæð á húsi Frederiksens hefði ekki verið opnaður í sömu svifum, — og Frederiksen gægðist út hálfsofandi og skildi bersýnilega ekki, hvaða ósköp það voru eiginlega, sem á gengu úti i garðinum hans. En um leið og hann áttaði sig á því, hvað var að gerast, glaðvaknaði hann á svipstundu. Fyrst í stað starði hann orðlaus og öldungis dolfallinn á allan þann sæg, sem þar stóð, vopnaður skóflum og kvíslum og kepptist við að grafa upp blómin, því að yfirleitt voru það aðeins þessir fjórir, sem lent hafði í hár saman, er gáfu sér tíma til að líta upp frá starfinu. En svo kom líka að þvi, að Frederik- sen fengi málið. Hamingjan góða! Hann æpti og öskraði eins og sært ó- argadýr. Hann skammaðist og bölv- aði og kvaðst tafarlaust hringja á lög- regluna. Já, en.. . dirfðist loks einhver í hópnum úti fyrir að taka til máls Það stóð áreiðanlega „næstkomandi sunnudagsmorgun" i auglýsingunni. Og er þetta ekki á Soffíugötu 11? Það stóð lika í auglýsingunni. Frederiksen, Soffíugötu 11, skýrt fram tekiö ... Það leit helzt út fyrir, að Fredriksen mundi þá og þegar fá slag! Jafnvel þaðan, sem ég stóð, mátti greinilega sjá, að hann varð eldrauður i framan eins og karfi. Og nú gat hann bókstaf- lega ekkert sagt, nema hvað ég er ekki frá því, að hann hafi tautað nokkur vel valin blótsyrði. Aldrei hefur nokkur maður í ger- vallri veröldinni verið nær því kom- inn að drepast úr hlátri en ég þessa stundina. Ég var búinn að fá maga- krampa af verstu tegund; ég stóð á öndinni og engdist sundur og saman og var orðinn enn þrútnari og rauð- ari í framan en Frederiksen sjálfur. Þetta var óborganlegt grin... Ég opnaði gluggann og veifaði til „Mundu nú eítir því,“ sagði ég, „að við göngum aftur á bak inn í salinn og höldumst í hendur ... þetta verður öldungis stórkostlegl grín, kona.........."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.