Vikan


Vikan - 22.10.1959, Síða 9

Vikan - 22.10.1959, Síða 9
inlandinu höfðu verið styrktar verulega, að hin mikla innrás Dana i Norðimbraland og Austur-England hófst. Yfirráðum Engil-Saxa virtist lok- ið á Englandi. Innrásarherirnir réð- ust á alla austurströndina, þar sem gömlu rómversku vigin lágu nú í rústum, grafin i mold aldanna. Nú voru engar rómverskar galeiður i regluleguin eftirlitsferðum með ströndum fram. Nú var engin stjórn, sem gat sent mikinn herforingja til< hjálpar með völdu liði. En um allt voru klaustur og kirkj- ur, auðugar að gulli, silfri og gim- steinum; og þar mátti einnig finna miklar matarbirgðir og vína og ýmiss konar munaðarvörur þeirra tíma. Hinir trúuðu Englendingar höfðu tekið kenninguna um fyrir- gefning syndanna gegn gjaldi til kirkjunnar allt of bókstaflega. Synd- ir þeirra voru margar, og oft sótti iðrunin þá heim, og kirkjan hafði auðgazt og dafnað að sama skapi. Hér beið auðugt og auðveLt her- fang biturra branda. bað var ekki aðeins, að Englend- ingar sýndu kirkjunni óverðskuld- aða undirgefni, heldur var allur herbúnaður þeirra i inesta ólestri. bað var ekki einungis, að Danir og Norðmenn gætu komið þeim á óvart með hinum þjálfaða flota sín- um, heldur sýndu þeir mikinn hraða og kunnáttu i orustum á landi. Þeir voru vanir að víggirða herbúðir sínar af rómverskri nákvæmni. Þá hafa lierbrögð þeirra verið mjög rómuð. Má þar fyrst og fremst telja látalætis-flótta þeirra. Víða má lesa frásagnir af þvi, að Englendingar liafi rekið heiðingja á flótta, en að lokum félli þó sig- urinn Dönum i skaut. Sagt er frá því, að eitt sinn hafi höfðingi þeirra, er þá sat um borg, lýst yfir þvi, að hann væri að dauða kominn, en bæði biskup staðarins að veita sér kristna útför. Hinn virðulegi klerkur fagnaði aftur- hvarfi þessa vesalings heiðingja og samþykktí að verða við beiðni hans. En þegar lik hins látna víkings var borið inn i borgina til að hljóta Það tiðkast nú ekki lengur, að gift- ar konur helgi sig eingöngu innan- hússstörfum og hagi sér í klæðaburði og öðru til samræmis við það, strax þegar þær eru orðnar þrítugar. Og nú er meira að segja svo komið, að ó- giftar stúlkur á þeim aldri eru taldar „ungar og óráðnar," í stað þess, að þær voru álitnar „uppþornaðar pipar- júnkur" áður fyrr. Þetta viðurkennir hver einasti mað- ur, og hvi skyldum við þá vera að burðast með þessa úreltu kenningu varðandi orðið „miðaldra" og það, sem það var áður látið tákna? Hvers vegna skyldum við þrjózkast við að viðurkenna, að það er gerbreytt að merkingu? Að minnsta kosti er það mjög teygj- anlegt hugtak nú orðið. Sumar konur verða aldrei gamlar, aðrar hafa verið það frá fæðingu. Og sú staðreynd, að kona sé orðin fer- tug, er því ekki að neinu leyti tengd. Eigin afstaða yðar. Við skulum nú athuga íyrst lítillega þá kosti, sem fylgja því að verða fer- tug. Fertug kona hefur sigrazt á feimni og framkomugöllum unglingsáranna og hlotið í staðinn það öryggi og þann mannlega skilning, sem reynslan ein getur veitt. kristilega útför. kom i ljós, að syrgj- endurnir, sem fylgdu honum til grafar, voru reyndar vopnaðir, fræknir kappar, dulklæddir sem syrgjendur, og létu þeir þegar hend- ur standa fram úr ermum og vógu menn á báða bóga. Margar slíkar frásagnir eru til um sxou og háttu vikinga; og víst er það, að þeir voru lixldjöríustu og ósvílnustu ræningjar, sem nokkru sinni hal'a læxi stigið á skipsfjöl. Og sökum skipuLagsleys- is Engil-Saxa og ástands þessa timabiis tókst þeim betur að íá framgengt óskum sinum en nokki-- um oorum, sem reynt liafa að feta í íótspor þeirra, — en þeir eru óiáir. Af víkingasögnum frá þessu tima- bili er engin lrægari en Ragnars saga loðhrókar. tíann fæddist í Noregi, en var tengdur dönsku kon- ungsættinni. Han fór ungur í vik- ing. „Vestur uin haf“ var orðtak hans. Hann herjaði allt frá Orkneyj- um til Hvitahal's. Arið 841 stýrði hann flota vikingaskipa upp Signu- l'ljót og réðst á Paris. Árásinni var hrundið, og drepsótt kom fram ó-. væntum hefndum við vikinga. Ragn- ar sneri þá flota sínum til árásar á Norðimbraland. En örlaganornirn- ar voru honum enn andstæðar. Sam- kvæmt Fornaldarsögum Norður- landa voru að honum bornir skildir og hann handtekinn af EIIu, kon- ungi Norðimbralands, eftir að allt lið Ragnars hafði verið fellt. Lét Ella konungur varpa honum í orma- garð, þar sem hann söng dauðasöng sinn rneðal eitursnákanna. Raqnar kvað: Orrostur hefk áttar, þærs ágœtar þóttu, gerða ek mörgum mönnum mein, fimm tigi ok eina; eigi hugðak orma at aldrlagi minu; verðr mjök mörgu sinni, þats minnst varir sjálfan. Gnyðja mundu grísir, ef galtar hag vissi, mér er gnótt at grandi, Framh. á bls. 30. 2>r. WuttLíai Jc onaóóon s s e-c % e '•tpspy % Afstaðan milli kynslóðanna Smekkur hennar og mat hefur þroskazt, svo að hún lætur ekki leng- ar ginnast af ytra gljáa, heldur leitar þess, sem á bak við býr, og sækist eftir þvi, sem hefur raunverulegt gildi í sér fólgið. Henni verða færri skyssur á og tek- ur þær sér ekki eins nærri. Hún hefur öðlazt hugrekki til að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og lætur ekki almenningsálitið lengur ráða afstöðu sinni. Hún nýtur þess, sem veitir henni ánægju, en fer ekki fyrst og fremst eftir því, sem tízka og almenningsálit telur, að hún eigi að hafa ánægju af. Hún innir af hendi allar þær skyld- ur, sem heimilishaldið leggur henni á herðar, — veitist það ef til vill auð- veldara vegna þess, að eitthvað af börnunum er farið að heiman, — og um leið fær hún rýmri tíma til þess að vera eiginkona, en ekki eingöngu húsmóðir. Og henni er það Ijóst, að ástin verð- ur einlægari og sannari, þegar árin færast yfir. ___og nú fyrst hefst lífið. Ef fertug kona aðeins kann að hag- nýta sér kostina. verður hún enn meira aðlaðandi en nokkru sinni fyrr. Sé hún enn ógift, þarf hún ekki að Framh. á bts. 29. Þú og barnið þitt Hvert stefnir æskan? Ætli menningin tortímist ekki, þegar unga kynslóðin tekur við af hinni eldri? Þetta er mörgum manni hið þyngsta áhyggjuefni, og sams konar kvíði virðist hafa þjáð hina silfxirhærðu kynslóð allt frá þvi, að manninum hugkvæmdist að nefna lífshætti sína menning. En það er sjálfræðishneigð og óstýrilæti æskunnar, sem þcssum áhyggjum veldur. Þróttmikil æska er jafnan uppreisnargjörn gegn hefðgrónum forráðarétti foreldr- anna. Höfundur Egils sögu hefur fært þetta mikla vandamál allra tíma i listrænan bún- ing, þegar hann lýsir ósamlyndi hins unga Egils við Skalla-Grím, föður sinn. Hann gerir Skalla- Grim að sigild- um fulltrúa hinnar varfærnu eldri kynslóðar, sem tekur reynslu sína og hefð ættarinnar sem ó- brigðula lifsvizku handa kom- andi kynslóðum. Öfgarnar í eðli hins skáldhuga Egils þóttu Skalla- Grími ekki vænlegar til- að varð- veita hróður ættarinnar. Samt þekktu nú liklega engir nema Landnámusérfræðingar smiðinn á Borg, ef verk sonarins, sem sameinaði í sér andstæður ættar- innar, vörpuðu ekki ljóma á nafn háns. i Það er auðkenni kyrstöðu og hnignunar, ef unga kynslóðin vex upp án þess að lenda i andstöðu við kynslóð foreldranna.ÖlI fram vinda sprettur fram úr andstöð- unni milli hins gamla, sem á að þoka, og hins nýja, sem markar þróun framtiðarinnar. í liægfara þróun, sem varla sést miða, verð- ur andstaðan milli kynslóðanna væg, en á skeiði örrar þróunar, sem við lifum nú, hlýtur andstað- an að koma skarpar fram. Dyggðir þreyttrar kynslóðar. Það væri fjarri lagi að afneita þeirri reynslu, sem eldri kynslóð- in hefur aflað sér. Einu sinni var hún æskan sjálf, sem réðst með funandi ákafa gegn aðsteðjandi vanda, sem kynslóð hennar feðra hafði ekki megnað að leysa. Það væri mótsögn i sjálfu sér að vilja ómerkja könnun hennar, reynslu og þekkingu. Af því leiðir þó ekki, að æskumaðurinn geti tekið við reynslu og lífsskoðun föður sins, rétt eins og hann ætti að klæðast stakki hans. Engin ein kynslóð er þess um- komin að túlka hina arfteknu menningu að fullu og afhenda liana næstu kynslóð. í menning- artúlkun kynslóðanna stangast harðar andstæður, og oft móta hugsjónir löngu liðinna tima æskuna sterkar en lífsskoðun foreldranna. En fyrst og fremst eru það breytt viðhorf og ný vandamál, sem knýja uppvax- andi kynslóð til þess að marka eigin stefnu og mynda sér sér- staka lífsskoðun. Sú kynslóð, sem í svipinn örvæntir um menningu framtíð- arinnar, tók sjálf í arf mjög vafa- saman skilning á eðli menningar: þá trú, að mannkynið væri í óskeikulli framför. Ot frá þessu sjónarmiði virtist það sanngjörn krafa, að eldri kynslóð réði jafn- an viðhorfi og skoðanamyndun hinnar yngri. En tvær heims- styrjaldir hafa gert hina rósrauðu framfaratrxx ærið tortryggilega. Hitt er annað mál, að varfærni og tryggð við forna hefð eru höfuðdygðir þreyttrar kynslóð- ar, sem hefur beðið ósigra sina og brotið sverð sitt. Því á hún erfitt með að skilja léttúð og fifl- dirfsku æskunnar, sem lifir og leikur eins og sigurinn mundi falla lienni i skaut fyrirhafnar- laust. Hin silfurhærða kynslóð þekkir af bitm'ri reynslu, live þungra fórna lífsbaráttan krefst, og henni blöskrar. með hvílíkri sigurvissu reynslulaus æska legg- ur út á nýjar brautir og setur sér áður óþekkt markmið. Þá finúst lienni sem tengslin við forna hefð bresti og hrun menningar- innar vofi yfir. Æskan — afl framvindunnar. Með hverri kynslóð ris sól menningarinnar að nýju yfir veg- ferð mannkynsins. Æskan finnur, að framtiðin er hennar. Hún verður að marka stefnu sína sjálf, jafnvel þótt með henni virðist sveigt nokkuð af þeirri leið, sem kynslóð feðranna stefndi. Ofurgnægð óþreyttrar orku, sem æskunni er gefin, veldur þvi, að henni finnst allur vandi auðleystur. Hjá glæstum framtiðarvonum hennar sjálfrar sýnist henni árangurinn af bar- áttu eldri kynslóðarinnar smá- vægilegur. Þessi - ofdirfskutil- Framh. á bls. 29. V I K A N 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.