Vikan


Vikan - 02.06.1960, Blaðsíða 6

Vikan - 02.06.1960, Blaðsíða 6
SMÁSAGA EFTIR GUÐNÝU SIGURÐARDÓTTUR Ragnar hafði margoft skrifað og beðið hana að koma út til i mundi verða mjög einmana. Hún ákvað að skrifa Ragnari sfra: Á leiðinni heira kaupir hún blóm, rauðar og hvítar nellikkur, síðan hraðar him sér niður á Lækjartorg til að ná í strætisvagninn. Auðvitað ætti liún að ganga i þessu góða veðri, ea hún mátti engan tíma missa, ef hún ætti að vera tilbúin með matinn, þegar Árni kæmi heim. Hún hafði líka tafizt, skrifstofustjórinn kom rétt fyrir fimm og hað hana að skrifa fyrir sig árlðandi bréf. Klukkan var farin að ganga sex, þegar liún var búin. Hún setti hlífina á ritvélina og fór með bréfið til skrifstofustjórans. — Þetta er búið, já, sagði hann. — Þakka yður fyrir, það er prýðilegt. Svo bætti hann við: — Frú Áslaug, ég óska yður til hamingju. Það mun hafa verið sonur yðar, sem hlaut amer- íska námsstyrkinn í ritgerðasamkeppni stúd- enta, var ekki svo? Sannarlega vel af sér vikið. Ég las nú lika stráknum mínum pistilinn í morgun. Hann er alveg blóðlatur, það er meinið. Annars getur hann vel lært, — sei-sei, já. Hún greikkar sporið, óttast, að vagninn verði Á torginu er margt fólk, sem er að biða eftir vögnunum, er sífellt að koma og fara, — fólk á öllum aldri, fólk úr öllum eða flestum stétt- um þjóðfélagsins. Þarna er ung stúlka og ungur piltur að tala saman, þ. e. a. s. hann talar, hún hlustar með tvíræðu brosi á rjóðum vörunum. Orðin ein virðast ekki nægja honum til tján- ingar hugsunum sinum, því að hendur hans eru lika á sifelldu iði. Stundum hvila þær á grönn- um herðum stúlkunnar, stundum gæla þær við ljóst hár hennar, sítt og úfið. Hann er á svipuðum aldri og Árni, hugsar Áslaug, — já, þetta gæti meira að segja vel verið hann, svona ákafur gat hann stundum orðið, þegar hann ræddi um það, sem hann liafði milc- inn áhuga á. Og nú fer hún aftur að hugsa um Árna. Hann er sá ás, sem allt líf hennar hefur snúizt um til þessa dags. Árni, — — — hvernig skyldi hann vera í framkomu við ungu stúlkurnar? Merkilegt, að hún skyldi aldrei hafa hugsað um það fyrr en ar og heimsœkja Ragnar? Nú var tækifærið komið, nú gat hún ekki lengur afsakað sig með þvi, að hún gæti ekki farið frá Árna. Já, Ragnar var vissulega búinn að vera þolinmóður eða kannski öllu heldur sauðþrár að þreytast aldrei á því að skrifa og biðja hana að koma til sín. Það var ekki nema vika, síðan hún fékk siðasta bréfið. — Þá skrifaði hann meðal annars: — Áslaug, nú kemur þú út til Kaupmanna- hafnar í sumar. í byrjun júlí tek ég sumarfrí, og þá er ég að hugsa um að bregða mér suður á bóginn, alla leið til Spánar og ítaliu. Ég fer á mínum bíl, svo að við höfum frjálsar hendur. Ég veit, að þetta verður stórkostlegt ferðalag. Þú verður að koraa. Skrifaðu fljótt. Það voru sex ár, síðan hann fór til Dan- merkur, — séx löng ár, finnst henni nú. Hún saknaði hans ákaflega. Fyrst var það mjög sárt, svo að hún hélt hún mundi ekki lifa það af, seinna var það bara leiði, kannski dálítil sjálfs- meðaumkun, og nú-----------nú skipti það ekki máli lengur. farinn. Úrið hennar hefur stanzað, hún verður að muna eftir að láta úrsmiðinn lita á það við tækifæri. Sannarlega gott, að hún skyldi nota mtartimann til að gera innkaupin. Hún hafði reyndar gleymt að kaupa nokkrar appelsínur, en nú var enginn tími til þess að gera það, bara komast heim sem fyrst. Hún hlakkaði reglulega til kvöldsins. Þau mundu gefa sér góðan tíma til að borða, drekka svo kaffið inni í stofu, á meðan þau hlustuðu á fréttirnar, — uppþvott- urinn varð að bíða. — Svo mundu þau spjalla saman, ræða málið frá öllum hliðum, gera áætl- anir, í stuttu máli, eiga saman rólegt og indælt kvöld. Takmarkinu var sem' sé náð, þvi tak- marki, sem þau Eiríkur höfðu sett sér, en hún, — eftir að hann dó, — hafði ein orðið að berj- ast fyrir. Nei, nei, það var rangt af henni að segja, að hún hefði barizt ein. Árni sjálfur hafði svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja. Hann hafði alltaf stundað námið af kappi, og á sumrin tók hann hverja þá vinnu, sem í boði var, hvort sem var á sjó eða landi. Og nú hafði hann unnið glæsilegan sigur. Styrkur til tveggja ára náms í Ameríku. Hann þurfti engu til að kosta, aðeins stíga upp í flugvélina, svo var séð fyrir öllu. En hún sjálf þá? Hvernig yrðu þessi tvö ár án Árna? Bezt að hugsa um það á morgun eða hinn daginn. í dag ætlaði hún bara að gleðjast, seinna hafði hún nægan tíma til að láta sér leiðast og vera með óþægileg heilabrot. Hún er komin niður á torg. Vagninn er ekki farinn, jj«ð eru meira að segja þrjár mínútur, þangað til hann leggur af stað. Hún nær í miða úr töskunni sinni og setur i baukinn hjá bifreiðarstjóranum. Svo sezt hún, hagræöir pinklunum i kjöltu sinni og gætir þess, að blómin verði ekki fyrir neinu hnjaski. nú. Skyldi hann leggja hendurnar á axlir þeirra, þegar hann talaði við þær úti á götu, t. d. hór niðri á Lækjargötu? Hún brosir að hugsunum sínum, brosir til unglinganna tveggja fyrir utan. Henni þykir vænt um þetta fólk, veit, að unga stúlkan með ljósa hárið, sem aldrei virðist hafa komizt í snertingu við hlut, sem nefnist hárgreiða, mun, þegar hennar tfmi kemur, hlýða kalli lífsins og skila hlutverki sinu engu verr en móðir hennar og amma gerðu á undan henni. Hún leikur það kannski á annan veg, — en er það hennar sök? Og ungi maðurinn mun standa við hlið hennar eða þá einhverrar annarrar stúlku og berjast fyrir daglegu brauði, eins og faðir hans og afi gerðu á undan lionum. Tvær miðaldra konur koma inn í strætis- vagninn. Einnig þær setja miða í baukinn, svo taka þær sér sæti. Um leið og vagninn rennur af stað, segir önnur hæðnislega og bendir út um gluggann: — Þarna höfum við hið unga ísland. Ja, svei. Þegar Áslaug kemur heim, byrjar hún strax að matbúa. Hún nær lika í vasa undir blómin og setur þau á borðið hjá myndinni af Eiríki. Og hugsanirnar láta hana ekki í friði. Já, þessi tvö ár yrðu lengi að líða, og þó, --------sjálfsagt liðu þau, áður en hún vissi af, ef hún bara gæti látið vera að bera áhyggj- ur út af Árna. En hún gat víst ekki vanið sig af þvi. Hann var allt, sem hún átti. Án hans var lífið einskis virði. En honum mundi eflaust líða mjög vel í Amer- íku og því alveg ástæðulaust fyrir hana að vera óróleg út af honum. Bara, að hún gæti slegið þessu öllu upp í kæruleysi, verið glöð, skemmt sér. Hún var þó ekki nema 42 ára. Ætti hún kannski að bregða sér til Kaupmannahafn- Kvöldið áður en hann fór var hann hér. Henni finnst hún næstum geta heyrt rödd hans, jafnvel fundið lyktina af tóbakinu hans. — Áslaug, hafði hann sagt, hendur hans voru hlýjar og sterklegar, þegar hann dró hana að sér. — Ég fer ekki heim. Ég verð hjá þér í nótt, — má ég það? Hún svaraði þessu engu, fól aðeins andlitið við barm hans, snertingin við grófan jakkann var góð, mjög þægileg. Hún hafði róandi áhrif á hana, og hún hugsaði: Nú fer Árni að koma heim, og þá er þessu öllu lokið. — En hún hugsaði jafnframt: En ef hún ætti ekki von á honum heim á hverri stundu, — hvað þá? Þetta kvöld grét hún ofan í koddann sinn eins og vonsvikin skólastelpa. Svo, tveimur vik- um síðar, fékk hún fyrsta bréfið frá honum. Það var yndislegt bréf, og hún felldi nokkur tár, á meðan hún las það. Hún skrifaði aftur, glettið og gamansamt bréf, svo að hann skyldi ekki gruna, hvað hún sakn- aði hans. Hann sendi bæði Árna og henni gjafir á jólum og afmælum og þreyttist aldrei á því að biðja hana að koma til sin. Og nú — — — var nú ekki bezt, að hún færi, tæki lífið létt, skemmti sér, gleymdi öllum áhyggjum, lifði á ný? Hvers vegna ekki? Það yrði yndislegt að hitta Ragnar aftur, bezt að skrifa honum á morgun, — nei, ekki á morgun, heldur núna strax. Það var ekki eftir neinu að bíða. Hvað skyldi Árni segja, þegar hún segði honum frá ákvörðun sinni? Hann yrði mjög hissa, en áreiðanlega glaður. — Þú skemmtir þér allt of litið, var hann vanur að segja, — þú, sem ert svo ung og falleg, mamma. Þú átt ekki að loka þig svona inni. > Hún lítur i spegil. Skyldi Ragnari finnast hún VIKA.N 1 á-á I; v.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.