Vikan


Vikan - 02.06.1960, Síða 34

Vikan - 02.06.1960, Síða 34
... um áhrif tækni og vísinda á þitt dagiega líf. í Ijós mun koma að hvort sem við vökum eða sofum, sitjum, stöndum eða liggjum, þá erum við háð tækni og tækjum í ríkum mæli. Hvort. sem við drögum fisk, hirðum skepnur, ræktum, færum bækur, seljum vörur, eldum mat eða ræstum, alla snertir tæknin í starfi og einkalífi. „TÆKNI fyrir alla“ er eina ritið á íslandi, sem f jallar um tækni og vísindi á alþýðlegan hátt. Júni-hefti „TÆKNI fyrir alla“, er nýkomið út, og fæst í bóka- og blaðasölum. þú bjargar lííi hans eða — Framhald af bls. 11. staS. Ég mun binda yður hér, svo að ekki sé hætta á, að þér kallið á lögregluna, fyrr en við erum komnir langt burtu héðan. Dr. Hirschfeld stráði penicillin-dufti i sárið og batt um eins og aðstæður leyfðu. Watson andaði nú rólegar. Þetta var kraftaverki líkast. Ef einhver hefði sagt Hirschfeld það áður, að uppskurður með rakhnif og undir slikum kring- umstæðum væri mögulegur, hefði hann fullyrt, að sá hinn sami væri ekki með fullu viti. Samt hafði hið óhugsanlega gerzt. — þetta hafði tekizt. — Þetta er nú ágætt, læknir, sagði Riley. — Setjizt á stólinn þarna, og látið allar kúnstir eiga sig. Þér eruð laginn náungi, og ég hef enga löngun til að drepa yður. Meðan Hirschfeld, dauðþreyttur og uppgefinn, hvildi sig, fór Riley að brenna ýmis plögg og pappirsmiða á arninum, jafnframt þvi sem hann lét aátthvert dát afan í b.andtnsku, Riley leit nú að síðustu rannsóknaraugum yfir herbergið. Allt virtist vera í lagi. En dr. Hirschfeld tók eftir, að þrjóturinn hafði gleymt nokkrum sam- anvöðluðum bréfmiðum á gólfinu undir borð- inu í flýtinum við að komast af stað. Eftir út- liti herbergisins að dæma höfðu hér verið aðal- stöðvar þessara glæpamanna þann tima, sem þeir höfðu dvalizt í Chicago. — Jæja, læknir! Aftur fyrir bak með hend- urnar! — Með hröðum handtökum batt Riley hendur læknisins aftur fyrir stólbakið og fætur hans við stólfæturna. Hirschfeld var nú svo rammlega bundinn, að óhugsandi var, að hann gæti hreyft sig. Svo gekk hann að rúminu, tók Watson meðvitundarlausan í fangið. Litlu sið- ar heyrði Hirschfeld þungt fótatak hans fjar- lægjast i stiganum. Klukkan var þá ellefu. Hann vissi, að til einskis var að eyða kröftum í að reyna að losa reipin, sem hann var svo ramm- lega bundinn með, svo að meðan Riley var að bera félaga sinn niður, byrjaði læknirinn að rugga sér á stólnum i átt að glugganum, sem sneri út að götunni. Fyrir neðan gluggann stóð svarti bíllinn, sem hann hafði verið sóttur í. Hann sá, að þetta var tveggja dyra Chevrolet Bel Air og að annan hjólkoppinn vantaði á þeirri hlið, sem sneri að húsinu. Hann só Riley keaaa út mefi Watsoa í fanginu »g m»ð mikl—1 erfiðimunum k»ma konum fjrrir í aftursæti bifreiðarinnar. Bilhurðinni vaf skellt aftur og ekið af stað. 1 myrkrinu var ógerlegt að greina einkennisstafi bifreiðarinnar. Dr. Hirschfeld ruggaði nú stólnum að dyrun- um, en þær voru læstar að utanverðu. Honum tókst að snúa baki i hurðina, og svo barði hann hnakkanum í hana og hrópaði eins og hann frekast gat á hjálp. Þessu hélt hann áfram tím- um saman, án þess að þvi væri nokkur gaumur gefinn. Að lokum var þó kallað til hans heldur höstuglega og hann beðinn að láta af óspekt- um. Dr. Hirschfeld endurtók hróp sín um hjálp, og maðurinn fyrir utan kom og hristi hurðina og fann, að hún var læst. Náði hann því næst I húsvörðinn. Á lögreglustöðinni skýrði dr. HirschfpþJ frá því, að hann hefði því miður ekki náð númeri bilsins, en aftur á móti gat hann lýst afbrota- mönnunum svo skýrt og nákvæmlega, að innan nokkurra minútna gat lögreglan lýst eftir þeim bæði í sjónvarpi og útvarpi. Við dagrenning svaf Watson værum blundi í aftursæti bifreið- arinnar, og Riley ók með ofsahraða í átt til Detroit. Þá náði lögreglan þeim án nokkurs mótþróa. Riley var örmagna og of þreyttur eftir næsturaksturinn og liðinn dag til að sjó gildruna, sem hann ók í, og þegar lögreglan umkringdi hann, gafst hann samstundis upp. Watson var fluttur á næsfa spitala, þar sem skipt var um umbúðir á honum, en uppskurð- urinn hafði heppnazt svo vel, að jafnvel hinn dugmikli skurðlæknir á skurðstofunni gat ekk- ert fundið að rakhnífsuppskurði dr. Hirschfelds. Dr. Hirschfeld sagði nokkrum mánuðum sið- ar á fundi í bandaríska læknafélaginu frá þessum fjarstæðukennda uþpskurði: — Það var synd, að sú vinna var unnin fyrir gýg, — þyí að það var unnið fyrir gýg. Watson jafnaði sig al- gerlega, og næstum ósýnilegt ör var eini vitnis- burðurinn um liinn fjarstæðukennda uppskurð. Stuttu síðar voru þeir Riley og Watson dæmdir til dauða i rafmagnsstólnum fyrir morðið á lög- regiuþjóninum nóvemberkvöldið 1949. -ár — Af hverju getur þú ekki verið eins og aðrir menn og falið þlg ó bak við dagblað, þegar þú kemar heim? Lieidréttins: Sú prentvllla slæddist inn í 20. tölubbtO Vik- unnar, í sambandi við verðlaunakeppnin*, »6 tíkallinn var iátinn í umf»r8 19, apríl en akkl 19. mai, eins og ranglega rltaðíst. Eru laaendur beönir velvirðingar á þoasu. 34

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.