Vikan


Vikan - 02.06.1960, Qupperneq 35

Vikan - 02.06.1960, Qupperneq 35
Kœra Aldis. Ég ætla að byrja á þvi að þakka þcr fyrir margar ánægjustundir sem þú hefur veitt mér. Ég er í miklum vandræðum og ætla að vita Iivort þú getur ekki gefið mér góð ráð, eins og svo mörgum öðrum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera gift í tíu ár og eigum þrjú in- dæl börn og erum vel stæð fjár- Iiagslega. En það er eitt böl á heiin- ilinu sem er að gera út af við mig. Maðurinn minn vinnur á stað, þar sem er alveg voðalegt drykkjusvall, og hann er að leiðast svo út í þetta að það er aiveg að verða ofraun fyrir mig. Ég er ekki á móti víni, en þegar menn fara að drekka tvo til þrjá daga í vilui þá er málið farið að versna. Þó að hann lofi að fara ekki á það i dag, þá gerir hann það samt. Það skiptir engu máli þó að liann svíkji það sem hann hefur lofað mér, og svo er það svo margt annað í sambandi við svona lagað sem yrði of langt mál að skrifa um. En hvað get ég gert, á ég að fara Inirtu, eða á ég að fara fram á skiln- að, börnin og ég, þó sérstaklega ég, erum að bugast. Orsakanna er fyrst og fremst að leita til vinnustaðar hans. Honum líkar vinnan vel en ég held að hann sé ekki ánægður með félagsskapinn undir niðri þó a;ð liann vilji ekki viðurkenna það. Kæra Aldís mín, ég er alveg að sligna , getur þú nú ekki gefið inér einhver góð ráð cins og svo mörgum öðrum, og það sem allra fyrst? Ein áhyggjufull. P. S. Eitt langar mig til að segja ])ér, að það er ekki kvennáfar eða þess háttar í sambandi við þetta, bara drykkjuskapur. Svar: Þú ættir að tala við mann þinn og segja honurn að þetta megi ekki lengur svona til ganga. Ef hann vill sjálfur laga þetta, hlýtur hann að sjá að bezta lausnin á þessu vandamáli er að hann skipti um vinnustað. Ef til vill gerir hann sér ekki fulla grein fyrir því hvað þú og hörnin takið þetta nærri ykkur. Talaðu hreinskilnislega við hann og láttu hann finna að þú ætlist til þess að þetta breytist. Svona lagað er ekki gott að umbera enda stór- hættulegt allra hluta vegna að reyna ckki að stemma stigu við óreglunni og öllu því öngþveiti scm af henni leiðir. Ég vona innilega að ykkur megi takast að lagfæra þetta, því að svo mikið er í húfi og ef það er tilfellið að maðurinn þinn sé undir niðri óánægður með félagsskapinn ætti honum að vera ósárt um að drífa sig í burtu. Reyndu nú að vera dugleg, og umfram allt ákveðin svo að hon- um skiljist að þér sé full alvara og að þú getir ekki búið við þetta lengur. Aldís. Kæra Ljósbrá. Þú biður inig að birta ekki bréfið l'ill og er sjálfsagt að taka lillil lil þess, þó að það hefði getað orðið býsna fróðlegt að birta það þvi að það eru áreiðanlega margar stúlkur á þínum aldri sem hafa við söinu vandamál að striða. Eitt er það sem mér finnst sér- stakt í bréfi þinu og það er hvað þu finnur til þes að framkoma þin er röng og særandi og einmitt þcss vegna er svo hægur vandi fyrir þig að laga þetta. Þú segir mér ekki hvað þú ert gömul, en ég get mér þess til að þú sért á svolítið ó]iægi- legum aldri, og þar liggur hundur- inn grafinn. Ég vil eindregið biðja l)ig að tala við mömmu þína um allt sem þér liggur á hjarta, þér mun líða svo miklu betur ef þú getur gert það, að ég nú ekki tali um hvað mamma þín yrði hamingjusöm. Segðu henni allt eins og þú segir mer i bréfinu, hún á það skilið af þér að þú sýnir henni trúnað og að þú komir til hennar þegar ])ér liður illa. Þú mátt ekki halda að það sé af forvitni sem hún sýnir þér áhuga, heldur er hún að gera sitt til að reyna að brúa bilið sem liún finnur að er að myndast á milli ykkar. Hún veit og skilur að þér er ekki sjálfrátt með þennan æsing og óliðlegheit og bara vonar að þetta gangi yfir sem fyrst hjá þér. Ég efast ekki um að hún geri sér alveg grein fyrir að unglingar eru oft erfiðir og örir i skapi á vissum aldri °g þess vegna reynir luin að vera umburðarlynd við ]>ig. Þú skalt þvl gera allt sem i þínu valdi stendur lil að rcyna að hafa hemil á skapi þínu. Ef þér tekst það í samvinnu við mömmu þína ])á breytist lfka viðmót systkina þinna og andrúms- loftið verður betra. Það var leiðin- legt þetta með skólann en það gleð- ur mig að þú skulir ekki ætla að gefast upp, heldur finna nýjar lciðir. Ég óska þér af öllu lijarta velfarn- aðar f lífinu. Vertu blessuð, Ljósbrá mín, Aldis. 'ÆafgeymíAhf HAFNARFIRÐI — SlMI 50975 VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.