Vikan - 03.11.1960, Blaðsíða 13
EINSTAKLINGUR OG ALHEIMSSÁL.
Eins og sandlcorn lirekst einstaklingurinn fyrir
straumi og stormi, ofurseldur sviptiöflum umhverfis
síns, án þess þó að sogast inn i þau og samlagast
þeim algerlega. Þannig er hann leiksoppur afla, sem
honum virðast við fyrstu sýn vera blind og tilgangs-
laus. Eigi að siður stendur sú sannfœring djúpum
rótum i eðli hans, að hann sé sérstæð, lifandi heild,
sem hlíti eigin innra lögmáli og eigi sér æðri tilgang.
Að nolckru leyti felst þessi merlcing í orðinu ein-
staklingur. Hver maður er einstakur og óviðjafnan-
legur, honum verður hvorlci slcipt í smærri heildir
né neinu við hann hætt.
Iilýtur eklci slik vera að eiga sér æðri tilgang en
þann að velkjast eins og visnandi strá á straumi
tímans og samlagast svo hotnleðjunni eftir skamma
hrið?
í sinæð sinni leitar einstaklingurinn að tilgangi lífs
síns i stærri heild, í alheimssál, sem rúmar fjölbreyti-
leika og andstæður tilverunnar og ljær henni stefnu
og tilgang. Við köllum hana guð. Einstaklingssálin
stendur andspænis alheimssálinni og leitar liuggun-
ar við smæð sinni og hverfulleika með þvi að dýrka
hana.
Dr. Matthías Jónasson:
ÁGUÐSVEGUM
Auöur, metorð og hverskonar efnisleg
gæði, eru lítilsvirði fyrir manngerð
trúarinnar, sem leitar að tilgangi
lífsins í guði, og eilífðinni
ÞEKKTU
SJALFAN
ÞIG
Þess vegna á trúarhneigð rætur í öllu
mannlegu eðli, en verður allsráðandi að-
eins í lífi ákveðinnar manngerðar, sem
setur hugsjón trúarinnar æðri öllum öðr-
um mætum og vill láta manninn, menn-
ingu hans og tilveru alla þjóna undir
hana. Ut frá þessu sjónarmiði virðast önn-
ur mæti lág og al'stæð; þau likjast kuln-
uðum hnöttum, sem þiggja hirtu og yl
irá hinni einu eilifu sól. Sannleikur vis-
indanna, fegurð listarinnar, auður, met-
orð og völd, — öll viðieitni mannsins
virðist fánýt, nerna hún þjóni hinni miklu
alveidissál sem höfundi og stefnumarki
tilverunnar.
FYRIRHEITIÐ MIKLA.
Frægur enskur visindamaður (Julian
Huxley) reynir að slcýra trúna á guð og
annað líf sem neyðarráðstöfun mannsins;
hann hafi fundið upp paradisarsæluna
til þess að vega á móti linnuiausum
hörmungum jaröiífsins. Nú þurfi hann
þeirrar huggunar ekki lengur við. „Fram-
l'arir i náttúruvisindum, rökfræði og sái-
arfræði eru orðnar svo miklar, að guðs-
hugmyndin er orðin óþörf.“
Á þessa skoðun íellst manngerð trúar-
innar aldrei, enda er sannast hezt að
segja, að náttúrufræði, rökfræði og sálar-
fræði eru þess alls ekki umkomnar i hráð
að neyða hana til slíkrar játningar. Fyrir
manngerð trúarinnar er fyrirheitið um
ódauðleika andans ekki sjálfshiekking
hins örmagna, stríðandi manns, heldur
raunveruleiki, miklu óhagganlegri en
niðurstöður rökfræði og náttúruvísinda.
Sú smæðartilfinning einstaklingsins, sem
leitar mótvægis í alvöldum guði, er ekki
sprottin af sérstökum jarðneskum hörm-
ungum, sem náttúrufræði, rökfræði og
sálarfræði væru liklegar til að aflétta. í
guðsdýrkun sinni upphefst hinn trúaði úr
einmanaleik sinum og vex upp úr smæð
sinni með því að kenna guðsneistans í
eðli sínu.
í stundargleði yfir jarðneskum unaði
getur maðurinn þó gleymt einmanaleik
sínum, svo að honum finnist tilgangur
sinn nægilega ljós án þeirrar birtu, sem
guðshugmyndin varpar yfir hann. Ungt
skáld hefur nýlega orðað það svona:
„Jörðin er allt og miklu meira en nóg,
ef mennirnir kynnu að lifa“.
Aukasetningin tekur að vísu aftur full-
yrðing aðaisetningarinnar eða dregur
hana að minnsta kosti mjög i efa. Enn
nærgöngulli vafi sækir þó að skáldinu,
þegar kemur að endalokum jarðlifsins,
dauðanum:
„Undarleg ó-sköp að deyja:
hafna i holum stokki,
himinninn fúablaut fjöl
með íáeina kvisti að stjörnum.“
Hér lieykist hin lifsglaða jarðartrú and-
spænis ömurleik hins aigera dauða.
Feimtruð starir hún inn í glórulaust
myrkur, þar sem manngerð trúarinnar
eygir hjartar lendur og víðar. Því veldur
liið mikla fyrirheit trúarinnar.
HORFT YFIR LANDAMÆRIN.
bamt er það ekki áhættulaust að mæna
ákaflega yfir landamærin. Þó að hugsjón
trúarinnar orki sterklega á ákveðna mann-
gerð, eiga óskyld mæti djúpstæðari ítök
1 öðrum manngerðum og skerpa skilning
þeirra fyrst og lremst á óðrum menningar-
sviðum. Visindamaðurinn, sem einheitir
sér að rannsóknum með tilraunaglas og
smásjá, á örðugt með að skilja, að dul-
rænar hugleiðingar um guð og annað lil'
geti ieitt til nokkurrar niðurstöðu.
Hins vegar vili margur maöur, sem lítt
lineigist til trúar, gjarnan eiga itök i frjó-
sömum lendurn liimnaríkis, ef trúin á ó-
dauðleika andans skyldi reynast rett að
lokum. Af þessum ástæöum liefur hópur
viðskiptaglöggra manna af óákveóinni
manngerð nokkurn áhuga á trúmálum,
hæði l'yrir sjáiía sig og aðra. Auk þess
er ákveðin togstreita miiii manngerðanna.
Eins og manngerð trúarinnar leggur
áherzlu a að snua sem flestum mönnum
til trúar, þannig reyna ýmsar aðrar inanu-
gerðir að nota sér trúna sinum eigin og
henni óskyldum máium til framdráttar.
Alkunna er þetta um manngerð valdsins.
r iilitslausir vaidastreitumenn haí'a fram-
iö iiið liróplegasta ranglæti í nafni guðs
og undir yfirskini trúarinnar, þó að í
raun vekti ekki annað i'yrir þeim en aukin
völd. Óþarft að taka það íram, að kirkju-
Framald á bls. 24.
vikán 13