Vikan - 03.11.1960, Blaðsíða 16
Matseðill
sunnudagsins
BLÓMKÁLSSÚPA.
1 blómkálshöfuð, 1% 1 kjötsoð, 30
gr smjörlíki, 30 gr hveiti, 1-—2
eggjarauður, salt, kjötkraftur,
(1—2 msk. sherrý, ef vill).
Bezt er kjötsoð af kálfa- eða nauta-
beinum. Soðið er síað og jafnað með
smjörbollu, sem búin er til þannig,
að smjörlíkið er hrært lint, hveitið
hrært út i og búin til bolla, sem sett
er í sjóðandi vökvann. Þegar súpan
er jöfnuð, er blómkálið, sem á að
vera I hríslum, látið sjóða með í
3—5 mín. Eggjarauðurnar eru hrærð-
ar með saltinu í súpuskálinni, súp-
unni jafnað þar í smátt og smátt.
Síðast er blómkálið látið i ásamt
sherrýinu, sé það notað. Borðað með
hveitibrauði, bollum eða ostastöngum.
OSTASTENGUR.
100 gr hveiti, 100 gr smjörlíki,
100 gr rifinn ostur, % tesk. salt
(paprika á hnifsoddi), % tesk.
lyftiduft, % egg eða 1 tesk.
rjómi.
1 hveitið er blandað lyftidufti, salti,
papríku og osti. Smjörlíkið er skorið
í með hnif, vætt í með eggi eða rjóma,
hnoðað fljótt saman, vafið í mjóar
lengjur (8—10 cm langar), dálítill
rifinn ostur látinn á hverja lengju
og þær siðan bakaðar við hægan hita,
þar til þær eru ljósbrúnar.
SNYRTIVÖRUR
KÁLFSK JÖ TSSNEIÐ AR
m/sftrónu (fyrir 4).
6—8 sneiðar barið kálfskjöt, 1
egg, 3—4 msk. brauðmylsna, salt
og pipar, 150 gr smjörlíki, 1—2
sítrónur, beinlaus sild, kapers-
korn, soðin hrísgrjón.
Kjötsneiðunum er velt úr þeyttu
eggi og brauðmylsnu, steiktar við
hægan hita 8—10 min., þar til þær
eru meyrar. Salti og pipar er stráð
yfir, raðað á heitt fat, sitrónusneið
ásamt síld og kapers sett á hverja
kjötsneið. Með þessum rétti er ágætt
að hafa soðin hrísgrjón. 1 stað þeirra
má einnig hafa soðnar kartöflur og
soðið eða hrátt grænmeti.
Siðast er örlítið smjör sett á pönn-
una ásamt 1—2 msk. af vatni, suðan
látin koma upp og hellt í sósukönnu.
Gott er að jafna sósuna með 1—2 msk.
af rjóma.
ÁVEXTIR í RJÓMA.
Saman við þeyttan rjóma er bland-
að skornum banönum, eplum, appel-
sínum, sykri og brytjuðu súkkulaði,
— látið í ábætisglös, skreytt með vín-
berjum, ribsberjum eða öðrum falleg-
um berjum og rifnu súkkulaði. Bezt
nýtilbúið.
Ath.: Nota má hvaða ávexti, sem
er, nýja eða niðursoðna.
Svo að haldið sé áfram að kynna
ykkur snyrtivörur, eru nú nýkom-
in á markaðinn efni til að hreinsa af
varalit og augnabrúnalit. Þessu munu
margar konur taka feginshendi, því
að augnabrúnalit t. d. er alveg ófært
að taka af með sápu að staðaldri, og
ekki er betra að ná varalitnum af.
Notkunarreglur eru þannig, að þið
berið efnið á, hvort sem er, látið
það liggja dálitla stund og hreinsið
það siðan af. Hvorugt þessara efna
á að þurrka húðina, og hvort glas
um sig kostar 34,10 kr.
Hér er svo önnur góð nýjung og
þá sérstaklega fyrir þær, sem vanar
eru að skola hár sitt upp úr bjór.
Það er bjór-shampoo, sem fæst I sér-
staklega skemmtilegum umbúðum og
ótrúlega drjúgum. Glasið kostar ekki
nema 17,20 kr. og er því sérstaklega
ódýrt af shampoo að vera.
Þá er næst að telja nýjung í sam-
bandi við varalit, Perl silberstift. Það
er nokkurs konar varalitur, sem bor-
inn er á, eftir að þið hafið litað var-
irnar með þeim lit, sem þið eruð
vanar að nota, og gefur vörunum
silfurgljáandi blæ líkt og af perlum,
eins og nafnið ber með sér. Eftir að
það hafið einu sinni notað þetta stifti,
getið þið ekki án þess verið. Vara-
litur þessi mun kosta um 80,00 kr.
og er framleiddur af Margarete
Astor.
Og siðast en ekki sízt, ætla ég svo
að minnast á Pretty Feet, þennan
undursamlega vökva, sem fjarlægir
dautt og hart skinn algerlega fyrir-
hafnarlaust. Nú þarf enginn að vera
með hrjúfa og leiðinlega fætur eða
olnboga. Kaupið ykkur aðeins eitt
glas .af Pretty Feet, það kostar að-
eins um 30,00 kr. glasið. Fleiri nýj-
ungar, held ég, að ég hafi ekki að
sinni í pokahorninu, en bráðlega fáið
þið að heyra eitthvað um nýjar
hreinlætisvörur. -jl-
Kanína búin til úr dúskum.
Það getur verið skemmtilegt að
búa til slíkt leikfang úr garnaf-
göngum.
Klippið tvö hringlaga pappaspjöld
á stærð við áætlaðá stærð dýrsins.
Klippið síðan á þau tvö göt nokkuð
stór. Leggið nú spjöldin saman, og
saumið utan um þau bæði í einu.
Sjá I. mynd. Hafið garnið eins marg-
falt 1 nálinni og unnt er. Þegar gatið
er alveg uppfyllt, er klippt á milli
spjaldanna eins og II. mynd sýnir.
Þá er sterkum þræði vafið milli
spjaldanna, hert fast að og linýtt.
Sjá III. mynd. Klippið nú allar ó-
jöfnur af dúskinum og snyrtið hann
vel. Að síðustu er hann látinn yfir
gufu.
Búið nú til fjóra misstóra dúska
Framhald á bls. 24.
Þegar þau koma sorg-
mædd heim úr skólanum.
Pétur var l leiOu skapi, þeg-
ar hann kom heim úr skólan-
um, og mamma hans þekkti
liann sv.o vel, aO liún vissi, aO
eitthvaö haföi komiö fyrir frá
því í morgun, þegar hann hopp-
aöi glaöur niöur tröppurnar.
Hana langaöi mest til aÖ taka
hann í fangiö og vera góö við
liann, en þá finnst Pétri hinni
nýfengnu viröingu sinni sem
skólapilti misboöiö. og þess
vegna fór hún aöra leiö. ÞaÖ
er leiöinlegt, ef þú ert þreyti-
ur. Pétur, því aö ég œtlaöi aö
biöja þig um aö fara í sendiferð
fyrir mig. En þaö er víst bezt,
að ég fari sjálf. Pétur hafði þá
aldrei fariö svo langt einn eins
og í þessa sendiferð. Hann var
yfirleitt ekki vanur aö fara i
bæinn, og einmitt þess vegna
var hann œstur í aö fara Hálf-
tíma seinna kom hann stoltur
og ánægöur aftur. Hérna,
mamma, þetta er afgangs. ÞaÖ
var fullt i búöinni, og ég fékk
nú™er o. s. frv. o. s. frv.
Eins og JiiÖ sjá.iö, haföi ferö-
in heppnazt, eins og ráö var
gert fyrir. Drengurinn haföi
leyst verkefni, sem krafðist
einfhvers af honum, en samt
elcki of mikils. Viö þetta haföi
sjálfstraust hans vaxiö, og hon-
um fannst hann geta staöiö á
eigin fótum. þó að eitthvað
hefði gengiö illa i skólanum.
Engin móöir getur verndaö
barn sitt fyrir öllu mótlæti, en
hún getur hjálpað því til aö
komast yfir þaö og sneiöa hjá
því. 1 hvert skipti, sem gengur
illa fyrir okkur, þörfnumst viö
þess aö vera fullvissuö um, að
þrátt fyrir allt séum viö t.il
einhvers nýt. Þannig kom
sendiferöin Pétri i gott skap
aftur. Heföi. liann ékki fengiö
þetta tækifœri til uppreistar,
heföi hann liklega valdiö óþæg-
indum þaö, sem eftir var dags-
ins. Kannski heföi hann byrjað
aö stríða litlu systur eöa
þrjózkast viö venjulegum hlut-
um eins og að þvo sér hendurn-
ar eöa skipta um skó — eöa þá
aö hann heföi bara veriö leiöin-
legur og ekki i skapi til
leika sér. j
aö
16 VUCAN