Vikan


Vikan - 03.11.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 03.11.1960, Blaðsíða 15
— Við leggjum fyrst og fremst á- herzlu á sem bezta þjónustu og á það, að ekki sé gerður neinn mannamunur hvað gestina varðar eins og oft hefur viljað brenna við sums staðar í veit- inahúsum hér — Stork-klúbburinn stendur opinn opinn þeim, sem vilja skemmta sér, ungum sem gömlum, fjáðum sem félitlum. Þá munum við kappkosta að sjá gestunum fyrir fyrsta flokks skemmti atriðum i vetur, baeði innlendum og erlendum og höfum þegar tryggt okk- ur nokkrá ágæta skemmtikrafta ut- anlands frá, sem koma munu fram í Stork-klúbbnum i vetur. Efri salur hússins verður leigður út fyrir alls konar veizlur og einka- samkvæmi, en undanfarna vetur hef- ur hann verið mjög eftirsóttur fyrir Jess Conrad, sem er rétt tvítugur að aldri og Claire Gordon, sem er 19 ára. Þau leika aðalhlutverkin í nýrri litmynd, „Konga", sem nú er verið að taka i Marton Park-kvikmynda- verinu í Englandi. Búist er við að mynd þessi verði frumsýnd snemma á næsta ári. Hér sjálð þið Brigitte Bardot eins og hún kemur fram í nýjustu mynd- inni sinni, Une Sourire, en þar spilar hún m. a. á gítar. Er ekki ósennilegt að það hafi hún lært meðan hún var trúlofuð Saeha Distel, gítarleikaran- um franska. Jacqes Charrier, núver- andi eiginmaður Brigitte, er nýkom- inn heim frá heilsuhæli, þar sem hann hefur dvalið undanfarið. Hann hefur alltaf verið dálítið afbrýðissamur út í frægð og frama eiginkonunnar, en vonandi lagast Það bráðlega, því nýjasta myndin hans hefur fengið mjög góðar viðtökur. Þrjár indverskar dansmeyjar, Giiler- systur, munu skemmta gestum Stork- klúbbsins um nýársleytiO. Egill Bachmann vinnur aö skreytingu. Veggmynd Áka Grdnz, Guölaugur Bergmann, umsjónamaö- ur auglýsinga, Þorsteinn Viggósson og Arnór Hannesson, húsvöröur. Fyrir u. þ. b. manuði síðan tók til starfa hér i bænum nýr veitingastað- ur, sem ber nafnið Stork-klúbburinn. Húsið er að vísu ekki nýtt af nálinni, var upphaflega frystihús, sem var fyr- ir tveimur árum breytt í veitinga- hús, sem hefir verið rekið i tvo und- anfarna vetur undir nafninu Fram- sóknarhúsið. Og nú hafa tekið húsið á leigu tveir ungir menn, Þorsteinn Viggóson og Magnús Hannesson, en þeir reka einnig Brauðbarinn (Adlon) i Aðalstræti og Brauðbarinn, Lauga- vegi 11. Þeir Þorsteinn og Magnús hafa gert nokkrar breytingar á sölum og vistarverum hússins. Loftið hefur ver- ið lækkað í stóra salnum niðri og málað dökkt og gerir það salinn mun hlýlegri. Skreytingar hafa einnig verið gerðar á veggi. skemmtileg „storkaseria", sem Egill Bachmann og Davíð Haraldsson smiðuðu eftir hug'_yndum Kjartans Guðjónssonar listmálara. Áki Granz gerði r.iálverk á gafl salarins, fallega mynd af húsa- röðinni við Frikirkjuveginn séð hand- an yfir Tjörnina Þá hefur verið gerð ný innrétting í vinstúku hússins, sem nú er með þeim vistlegustu hér i bænum. Rekstri þessa nýja veitinga- staðar hefur verið og verður hagað nokkuð á aðra lund en Framsóknar- hússins, og gefum við nú Þorsteini Viggósyni, öðrum framkvæmdastjóra Stork-klúbbsins otðið: Oft má marka af nöfnum nýrra kvikmynda, hvað það er, sem fólk vill helst sjá. Orð eins og „ungur“ og „æska“ hafa verið mjög algeng í kvikmyndanöfnum undanfarið — „Vilt æska“, „Afvegaleidd æska“, „ungar ástir", „ungar þrár“, o. s. frv. Og „stjörnuleitararnir" hafa verið önnum kafnir við að uppgötva ungt hæfileikafólk til að leika í kvikmynd- unum. Hér á myndinni sjáið þið nýjustu ensku „kvikmyndafundina", nýtt ýmis „privat-partý", enda hæfilega stór og skem ntilegur i alla staði. Hljómsveit hússins verður í vetur Lúdó-sextettinn, hann skipa sjö ungir menn, Elvar Berg, Andrés Ingólfsson, Gunnar Sigurðsson, Hans Jensson, Ólafur Gunnarsson, Hans Kragh, og Stefán Jónsson. lcvilcniyndtr "T:n þekkta leik- kona Claudette Colbert hefur ekki sést i nýrri kvik- mynd síðustu ár- in — síðasta mynd- in hennar var „Texas lady“, sem gerð var 1955. Margar tilgátur hafa komið fram um ástæðurnar fyrir fjarveru Clau- dette frá kvikmyndatjaldinu en marg- ir hafa saknað þessarar ágætu leik- konu, og kvikmyndahúsin hafa hvað eftir annað endursýnt eldri myndir hennar við ágæta aðsókn En nú ber- ast þær fréttir að Claudette Colbert sjáist bráðlega aftur i nýrri mynd, ,,Parrish“, sem um þessar mundir er verið að taka. önnur helztu hlutverk í myndinni leika Troy Donahue, Karl Malden og Connie Stevens. Er hún var spurð hvernig á þessu leikhléi hennar hafi staðið svarar hún þvi aðeins að kvikmyndaframleiðendur hafi aðeins ekki haft not fyrir hana í þessi fimm ár. Claudette er nú 55 ára gömul. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.