Vikan


Vikan - 24.11.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 24.11.1960, Blaðsíða 2
 KUNNA UNGAR STÚLKUR EKKIAÐ KLÆÐA SIG? Þær koma í hópum á dansleiki á Hótel Borg í peysu- gopum og pilsmussum, segir „Ein vandlát“ í bréfi. Kæra Vika. Hvað þýðir eiginlega orðiS „geim“? „Tíneidsér“. „Game“ er enskt orð og þýðir leikur. Kæra Vika! Hvenær eru karlmenn ungir, miðaldra og ^amlir? KarlmaSur. Kinverskt máltæki segir: Karlmaður er ung- ur, þegar kona gerir hann annað hvort ham- ingjusaman eða óhamingjusaman. Hann er miðaldra, þegar kona getur einungis gert hann hamingjusaman, en gamall, þegar hon- um er sama um konur. O sole mio Kæra Vika! Af þvi ég veit að þú vilt leysa vandræði fólks, þá datt mér i hug aS leyta til þín. Svo er mál mcS vexti aS mig langar svo mikiS til aS læra islenzka textann viS lagiS „Ó sole mio“. Ég hef hvergi getaS náS i hann svo nú biS ég þig um aS hjálpa mér og reyna að grafa uppi þennan langþráSa texta fyrir mig og birta hann i þinu ágæta blaSi. MeS fyrirfram þakklæti. Disa. Það er nú svo, að þótt fullur vilji sé á því að leysa hvers manns vandræði, er það ekki alltaf hægt. Við höfum skotið þessu máli til ýmissa fróðra manna, en það fer allt á sömu leið. Niðurstaðan verður sem sé sú, að enginn frambærilegur texti sé til á ís- lenzku við þetta lag. — Ef slíkur texti kynni samt sem áður að leynast einhvers staðar, • væri Pósturinn ógn þakklátur, ef hann fengi hann til birtingar. Kæra Vika. Geturðu ekki hjálpað mér? Ég er alltaf svo bullsveittur á höndunum, að það er eins og ég hafi difið þeim í vatn. Þetta er sérstaldega, þegar ég er citthvað spenntur (en það er ég oft). Ó. J. Þú skalt icjita til húðsjúkdómalæknis, og hann mun segja þér, hvort þú þarft að leita til taugalæknis, til þess að fá bót á sjúkdómi þínum. — Mér þætti það ekki ólíklegt. Peysugopar og pilsmussur Kæra Vika. Nú get ég ekki orða bundizt, heldur sting niður penna til þess að mótmæla þvi hirðu- leysi í klæðaburði, sem virðist vera að ryðja sér til rúms á skemmtistöðum hér í Ruykja- vik. Ég skrapp á Borgina á laugardaginn, og þar var alveg fullt af stelpum, sein voru klædd- ar eins og þær væru að fara í skólann á mánu- degi, eða jafnvel þaðan af hirðulausari. Allur fjöldinn af þeim var í einhverjum pcysugopa og pilsmussu, sem sagt, eins lummulegar og mögulegt er. Mér finnst þetta hreint óafsakan- legt, og ekki hvað sízt á laugardagskvöldi, þeg- ar flestir reyna að skrýðast sinu stífasta pússi. Er eldci hægt að gera eitthvað til þess að lag- færa þetta? Ein vandlát. Ég er alveg á sama máli. Þróunin virðist a. m. k. vera sú, að þeim fjölgar stöðugt, sem fara á fjölsótta skemmtistaði í klæðnaði, sem í hæsta lagi væri boðlegur heima fyrir — þegar ekki koma gestir. Til þess að laga þetta er fátt hægt að gera, meðan strákarnir sýna stúlkum jafn mikinn áhuga, hvernig sem þær eru klæddar og láta þær sig engu skipta, hvort þær koma á skemmtistaðina í góðum fötum og fínum, eða „peysugopa og pilsmussu“. Því miður eru af fáar svo skyni bornar, að þær sjái sjálfar sóma sinn — og ósóma. Póstinum hefur borizt annað bréf um svipað efni, sem hér fer á eftir. BRAUÐ0STUR4S% Framf ararspor Kæra Vika. í sumar vorum við á ferð fyrir austan, nokkr- ir strákar og nokkrar stelpur í einum stórum bíl. Við vorum náttúrlega í þægilegum ferða- fötum, peysum, úlpum og gallabuxum. Svo lang- aði okkur á ball, og fréttum að það væri ball á Hvolfsvelli og ætluðum þangað, en þegar við ætluðum á ballið var okkur sagt að við fcngjuin ekki að fara inn. Við vorum náttúr- lega alveg bit og spurðum hvers vegna, að þvi að við vorum ekkert full eða svoleiðis nema tveir strákar. „Það er vegna þess, sagði gæinn, sem var við dyrnar, að þið eruð i vinnufötum.“ Það þýddi ekkert að rífa kjaft, þá komu bara tvær löggur og gerðu sig stóra. Það er nú svona og svona, að fá ekki að fara í vinnufötum á . Framhald á bls. 43. 2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.