Vikan


Vikan - 24.11.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 24.11.1960, Blaðsíða 23
Við frelsisstyttuna 1 New York á að fara að hefjast þing Sameinuðu þjóðanna og Krússéf er á leið vestur ásamt f jölmennu föru- neiti. Um leið og skip hans siglir fram- hjá frelsisstyttunni við innsiglinguna í höfn borgarinnar blasir við honum sjón, sem hann gleymir jafnvel enn síðar en hinum risavöxnu skýjakljúf- um heimsborgarinnar. Það er maður í gálga. Þegar skipið kemur nær, má sjá, að þetta er ekki venjulegur maður af holdi og blóði, heldur tilbúinn af mannahöndum. Hann er nauðsköll- óttur þvert yfir brjóst hans stendur skýrum stöfum: Chrushchev. Bandarikjamenn hafa tekið að sér að hafa þing Sameinuðu þjóðanna í landi sínu. Þegar foringi Rússaveldis kemur á þingið með umboð þjóðar sinnar til þess að semja um vandamál líðandi stundar og næstu framtíðar, þá er þetta kveðjan, sem hann fær. Honum er sýndur hann sjálfur í gálga. Engin furða, þótt hann legði til, að aðsetur Sþ. yrði flutt til Sviss eða einhvers hlutlauss lands. HárgreiÖslustofan Raffó hefur hafið starfsemi sína í nýjum húsákynnum aö Grettis- götu 6. Vikan geröi sér upp erindi þangaö til aö forvitnast um hagi þeirra og þaö hit.tist svo vel á aö veriö var aö prófa nýja hárgreiöslu. Stúlkan veitti góöfúslega leyfi til aö láta mynda sig og þaö lét Ijósmyndarinn ekki segja sér tvisvar. ViÖ reyndum árangurslítiö aö fá nokkur orö upp úr eigandanum, frú GuÖrúnu Breiö- fjörö, en hún var önnum lcafin viö aö greiöa meistara sínum fyrtverandi, þannig gengur þaö. Stofan, sem er stór og vistleg, var full af konum á öllum aldri, en meöal állra þessara kvenna örlaöi á tveimur karlmönnum, Ijósmyndara Vikunnar og hárgreiöslumanninum. Raffó er líklega eina hárgreiöslustofan sem getur státað sig af þvl aö hafa karlmann í lœri og þœr segja aö þaö gefist mjög vel. Karlmenn-< irnir eiga jú aö hafa smekk á þessu. . . Hlið hins himneska friðar Sjónleikur austur 1 Kína. „Flokkurinn,“ þessi eini flokkur, sem þar má þrifast liefur boðað til hans og það er ekki farið dult með það, að það sé eink.um og sér f lagi æskulýðurinn, sem ætti að sækja skemmtunina. Og æskulýðurinn, lætur ekki á sér standa. Það er aldrei of mikið um skemmtanir og hann kemur í lirönn- um inn um „Hlið liins himneska friðar“ og fylkir sér á áhorfendasvæðið. Já, það er dásamlegt, hvað þeir búa til falleg örnefni í Kina. Síðan hefst sýningin. Hópur manna kemur með vel húinn mann inn á sviðið og tekur að misþyrma honum. Hann er lagður i bönd og ljarinn og hann veinar auðvitað hástöfum. Siðast er hann hengdur. Ungmennin og aðrir samkomugestir fá að vita, að veslingurinn, sem pyndaður e-r, á að tákna Eisenhower Banda- ríkjaforseta og þá raunar bandarísku þjóðina i heild. Það er einmitt þessi stað- reynd, sem gerir leikinn spennandi. Börnunum hefur verið kennt, að Eisenhower sé nokkurskonar risavaxið rándýr, sem sífellt búi sig undir árás á Kina, þar sem hinn liimneski friður á einn að ríkja. Þessvegna verða þau glöð og ánægð, þegar þau sjá, hvað „flokkurinn" getur farið illa með hann. Þetta er það sem heitir pólitískt uppeldi. Það á að bera ávöxt, þegar ungling- arnir eru komnir til „vits“ og ára og duga til ])ess að víkka út „alræði ör- eiganna“ sem ætti ])ó fremur að heita öreigð öreiganna. jriðurmn Össurs vegna þaut einn þegn þraut í megna valsins. Stálið bláa þráir fregn flaug í gegnum halinn. Þetta getur varla verið rétt Pétur, það vantar stuðul í næstsíðustu hendinguna, það þyrfti að vera f i stað þ í þráir. En það gerir kannski ekkert til, ef hann hefur verið nógu fljótur að koma vísunni saman. — Við skulum tala meira um skáldskap seinna Ijúfurinn, ég er svo vant við látinn núna, þarf að finna aðra prentsmiðju, því ein er búin að neita mér, þeir eru svo snobbaðir, svo fjári snobbaðir ... Sí ; • JLJti Þórarinn-á Melnum. Taktu mynd af honum þessum, sögðu þeir niður við höfnina og bentu á einn af eldri kynslóðinni — Af hverju af honum. Er hann eitthvað stórmerki- legur? 1 1 ■—- Jú, bað er ekki frítt við Það. Hvað heldurðu að hann sé gamall. — Ég mundi nú halda, að maðurinn væri sjötíu til sjö- tíu og fimm — Hann er það víst alltaf Þú ættir að spyrja hann. — Ertu eldri en siötiu og fimm? Hann hafði verið að aðstoða við uppskipun, en nú var hlé og hann kom. — Það er nú lítið sagði maðurinn og sneri sér hálf- vegis undan. um leið og ég tók mvndina. — Þekkirðu ekki Þórarinn á Melnum, sögðu þeir hinir Hann er víst einhver elzti starfandi maður á land- inu. — Ég þekki menn, sem eru meira en áttrætt og vinna samt. Ertu kannske yfir áttrætt? — Eftir þvi sem ég bezt veit verð ég bráðum nítutiu og þriggja. — Það er nú rétt svo að ég trúi því. Ertu lengi búinn að vinna hérna hjá Eimskip? — Síðan félagið var stofnað 1918. — Og alltaf hérna á eyrinni. — Mestmegnis já. — Þú hefur sennilega einhverntima fengið þig kaldan hérna. — Honum þórarni verður ekki kalt, sögðu þeir hinir. Hann hefur dottið i sjó og sökk ekki, lent i eldi og brann ekki og dottið niður i tóma lest og hann brotnaði ekki. — Það var bara af þvi, að ég saug mig fullan af lofti á leiðinni niður, sagði Þórarinn eins og ekkert væri. — Þetta er þá satt, að þú hafir dotið í lestina. — Það er dagsatt, sögðu þeir. Læknirinn var sóttur og hann neit- aði að trúa þvi, að Þórarinn væri óbrotinn. En hann varð nú að trúa þvi samt. — Varst ekkert eftir þig eftir bylt- una, Þórarinn? — Ekki að ráði. Ég held nú samt, að ég hafi legið daginn eftir. — Þú hefur líklega ekki legið mikið um dasana. — 0 — það er vist ekki orð á því gerandi. — Hefurðu drukkið mikið brenni- vin? — Hann étnr lauk, sögðu félag- arnir. Hann étur lauk eins og börn éta enli. — Ertu fæddur hérna á eyrinni? — Nei, fyrir vestan. Ég fluttist ungur suður og hóf sjóróðra úti á Nesi. — Við hvaða Mel kenna þeir þig? — Það er hérna vestur i bæ. Annars á ég heima i Smiðjuhúsi. — Þú ert ekkert farinn að tapa heyrn. Sérðu lika vel. — Ekki finn ég annað. Það er ekkert séfstakt farið að bila enn. — Þú verður ábyggilega hundrað ára hér á eyrinni, hvað er hann gamall, sem er næstur þér. — Hvað er hann gamall strákar, sá sem er næstur mér. Er hann sjð- tugur já. Jú það má vel vera, að hann sé ekki nema sjötugur. g. Aðyrkja í snarheitum Þið tókuð mynd af m r í vetur sem leið, sagði Pétur Hoff- mann. Það væri nú kannski liægt að fá liana lánaða. — — Ekki nema sjálfsagt, sögðum við — eða ætlarðu að fara að gefa út mynd af þér? — Ekki er það nú beinlínis. Það er bóknrkorn í framhaldi af Smádjöflunúm. sem komu út í vor. — Eitthvað meira um forselakosningarnar? — Jú, ætli það ekki. Maður verður að sýna þeim, að Pétur sé ekki alveg dauður. Þetta fjallar um svindl og svínarí í sambandi við forsetakosningarnar og ber nafnið „Hunangs- fiðrildið“. — Það verða nú aftur forsetakosningar eftir fjögur ár. — Ojá, ég væri svo sem alveg til með að fara fram aftur. Ég er ekki orðinn svo gamall; verð ekki nema 67 ára um þær mundir og það er ekki svo mikill aldur á forseta. — Hefurðu nokkuð heyrt, hverjir verða í kiöri? — Eitthvað hef ég heyrt um Gunnar Thoroddsen. — Þú hefur ekki heyrt minnst á Kiljan í þvi sambandi? — Nei, reyndar ekki. Skyldi hann ætla fram? Ja, það væri svo sem eftir honum. Annars er margt gott um Kiljan og hann hefur látið margt frá sér fara, en hann er sagður vera ógnar lengi að koma því saman og ég hef ekki álit á svoleiðis skáldum. Ja, mér finnst það bara engin skáld vera. Hvað hét hann nú aftur Norsarinn, sem var svo lengi að skálda, — jú hann hét Björnstjerne Björnsson. Það þýðir litið að vera að yrkja og hanga langtlmum saman yfir því. . . . — Ætli atómskáldin okkar séu lengi að yrkja? — Ég veit það ekki, en mér finnst skelfing tilkomulitið að vera að yrkja um puntustrá og sólina og þvíumlíkt. Sannleikur- inn er sá, að ferskeytlan er sá eini skáldskapur, sem eitthvað rerynir á. Menn eins og Simon Dalaskáld og Sigurður Breiðfjörð, það voru skáld sem orktu fast og hratt. Ég vil heyra skáldskap eins og þessa visu úr rimum eftir Sigurð Breiðfjörð: f ■ ' , ■WSJf*: * ' ■--■ :■ 22 wkan VUCAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.