Vikan


Vikan - 24.11.1960, Blaðsíða 29

Vikan - 24.11.1960, Blaðsíða 29
Selvogur Framhald af bls. S. taflan er eftir Sigurð Guðmundsson málara. Hún er máluð 1865. — Hver messar í Strandarkirkju? spurðum við meðhjálparann. — Helgi Sveinsson, prestur í Hveragerði, messar hér. ■— Á hverjum sunnudegi? — Sei-sei, nei. Það er ekki einu sinni mánaðarlega. — Kirkjan hefði nú efni á því að halda prest, — það er að segja, ef ykkur hér í Selvogi væri nokkur þægð í því. Hvað er hún gömul Þessi kirkja? — Hún mun vera rúmlega sjötíu ára. Móðurbróðir minn byggði hana síðast, og þá var einvörðungu notaður rekaviður í hana. — Það er mikið um áheit á Srand- arkirkju. Þú kannt auðvitað söguna af því, hvernig þessi áheit upphóf- ust? — E'itthvert hrafl kann ég af henni. Það mun hafa verið á dögum Staða-Árna, að norskir sjómenn voru á leið út hingað með við til Skál- holtskirkju. Þeir lentu í hafvillum og voru orðnir matar- og vatnslausir. Lögðust þeir þá á bæn og hétu því, að hvar sem þeir kæmu að landi, skyldu þeir byggja kirkju úr viðnum. Þeir komu svo að landi hér i Sel- vogi, og birtist þeim þá hvítklæddur engill, sem leiðbeindi þeim með kyndli inn úr brimgarðinum. Það var hér beint fyrir framan kirkjuna, og þar heitir Engilvík siðan. Myndastyttan eftir hana Gunnfríði hér úti á hóln- um á einmitt að tákna engilinn. — Var ekki kirkja fyrir á Strönd, Þegar þetta gerðist? —• Það mun ekki hafa verið, að- eins bænhús í Nesi. — Og það er ekki að sjá, að áheitin minnki. Hvað á kirkjan miklar eignir? — O, — hún á nokkrar milljónir i sjóði, og biskup og kirkjumálaráð- herra hafa umsjón með honum. — Senda ekki sumir áheit sín beint til kirkjunnar? — Það gera margir. Þá tek ég á móti því fé. —■ Hvað gerir kirkjan við pening- ana? ■— Hún lánar prestssetrum og kirkjum til bygginga, Hún hefur líka tekið þátt i kostnaði við grjótgarð- inn hér fyrir framan, sem byggður er til varnar sjógangi. — Á ekki Strandarkirkja ítök hing- að og þangað, eins og tíðkaðist um kirkjur? — Hún átti ítök, en þau eru einsk- isvirði nú orðið, og það hefur fyrnzt yfir þau. Norðan við kirkjuna er gróinn hóll. Þar stóð stórbýlið Strönd á sínum tima og hjáleigur allt í kring. Nú eru þar aðeins grjóthóiar og engar minjar um forna velsæld. Strönd var land- námsjörð, og á 13. öld er talið stór- býli þar. Heimildir eru um margt sauðfé og geldneyti, og landið er þá talið gróið vel. Sömuleiðis er talað um útræði frá Strönd og 18 hurðir á hjörum hjá Erlendi lögmanni, sem bjó þar á 13. öld. Það þótti víst ekkert smáræði í þá daga Hlíðarvatn var þá ekki til, og Rafn telur, að ef til vill hafi sandfok í Selvogi byrjað á þann hátt, að sandur hlóðst i ósinn framanvert við Hlíðarvatn og fauk siðan á land upp. Við kvöddum Rafn Bjarnason og héldum austast á torfuna til þess að líta á höfuðbólið Nes, sem Halldór skattstjóri i Reykjavík á. Þar virtist flest á fallanda fæti og eyðisvipur á húsum og mannvirkjum. Þórðarkot er I sama túninu, ögn vestar. Þar er gamall burstabær, en einstaklega snyrtilega umgengið, allt strokið og fágað, þökin þykk og vallgróin. Bóndinn í Þórðarkoti, Guðmundur Halldórsson, var að taka upp kart- öflur skammt frá bænum. Hann kvaðst vera á áttræðisaldri. Kona hans var dáin og börnin farin í burtu en komu Þó til hans um helgar. Hann var aleinn eftir í gamla bænum, bú- inn að eiga heima i Selvogi alla ævi. Við spurðum hann um bústofn, og sagðist hann ekkert fara að tíunda það fyrir utanaðkomandi mönnum. Menn verða varir um sig, Þegar þeir eru í nábýli við skattstjórann. Hann þóttist ekkert vita, þegar við spurð- um hann, hver væri vitavörður í vit- anum þar fyrir austan, og hefur sjálfsagt hugsað með sér að veita þessum andskotum sem minnsta fyrirgreiðslu. 1 Götu var okkur tekið með kostum og kynjum og boðið í bæinn. Þar býr Neríður ásamt dóttur sinni og Guð- mundi tengdasyni frá Selfossi. Guð- mundur hafði komið upp dágóðum skúr, og fjölskyldan var flutt í hann úr gamla bænum í Götu, sem virtist heldur lágreistur og i lakara lagi. Þau sögðust eiga kú og eitthvað um fimm- tíu kindur. Samt var þar jeppi i hlaði, og Guðmundur kvaðst eiga hann. Það var ekki að sjá, að neinn væri þar að störfum; allir virtust taka lífinu með ró og halda sig innan bæjar. Síðast hittum við Eyþór bónda í Torfabæ. Hann var að reyna að færa út kvíarnar með túnrækt út í hraunið og búinn að tína hverja steinvölu úr allstórri spildu. Þar var aðeins fínn sandur eftir, og við spurðum, hvort hann blési ekki burt. Eyþór kvað hann ekki gera það, eftir að sáð hefði verið i hann, og sýndi okkur vall- gróið tún, sem hann sagðist hafa ræktað á sama hátt. Þá var degi all- mjög tekið að halla og skuggarnir af bæjunum á torfunni orðnir langir. Þetta var eins og önnur og ólík ver- öld fyrir mann, sem kemur úr ysi og þysi bæjarlífsins. Þarna segir enginn: Flýttu þér! Menn fylgjast með gangi sólarinnar og haga störfum sínum eftir því og hafa góðan tíma til þess að spjalla við aðkomumann. Það er ekki eins og á götunum í Reykjavík, þar sem menn sneiða úr vegi fyrir kunnugum af ótta við, að þeir kunni að stöðva þá og tefja. Bankinn er þá venjulega alveg að loka og strætis- vagninn rétt að fara, og það má ekki mínútu missa. Slík vandamál eru óþekkt í Selvogi eins og raunar í öðrum sveitum, og þess vegna er yfir- bragð manna rólegt þar og taugarnar afslappaðar. Fyrir innfædda og rótgróna Sel- vogsbúa er torfan á ströndinni mið- pnktur alheimsins, vettvangur mikil- vægra atburða og bakgrunnur lífs- ins. En fyrir ókunnugan aðkomu- mann er staðurinn fátækur að heims- ins gæðum, óvistlegur og afskekkt- ur, eins og afdalir einir geta verið, þótt enginn sé dalurinn. Þannig lítur hver sínum augum á silfrið, og kannski er tilveran gull í Selvogi fyrir þá, sem hafa skotið þar rótum. Gísli Sipurösson. Bara tíu dropa ... Framhald af bls. 17. bolla, breytist hann og verður eftir tektarsamari og skarpari. En drekki maður mikið kaffi, verða áhrifin önnur og lýsa sér í eirðarleysi, svefnleysi, svima og ógleði, sársauka í kringum hjartað og lystarleysi. Þetta er án efa ekki hægilegt ástand. Margir leikarar verða miklir kaffi- drykkjúmenn, þvi að kaffi hefur þann eiginleika að auðvelda utan- bókarlærdóm. Þetta er þó ekki algilt, því að kaffi, — koffeín, — liefur misjöfn áhrif á fólk. Sumir geta orðið vel vakandi, en aðrir syfjaðir og daufir. Það er nokkuð, sc-rn algerlega er ltomið undir eiginleikum og sálar- ástandi, og svo fer það auðvitað eftir því, hvernig kaffið er framreitt. MARGIR KAFFIBOLLAR. Þú veizt, ef þú hefur lesið grein- ina um Araba og Tyrki, að sheikinn og aðrir herramenn með þessum þjóðflokkum drekka heil ósköp af svörtu kaffi. Þeir mala baunirnar, þangað til þær eru orðnar að fínu dufti, blanda svo sykri saman við og sjóða síðan allt saman i örlitlu vatni. Með þessari aðferð nást aðeins um 50% af koffeíninu úr baununum, og því er þetta kaffi tiltölulega skað- laust á móts við kaffið, sem drukkið er í vestlægari löndum. Að vísu er vani að mala kaffið liér, en ekki eins fínt og í Tyrklandi, og hér er kaffið síað í gegnum poka með heitu vatni. Á þennan hátt næst eiginlega allt koffeínið úr kaffibaununum, og Tyrkirnir mundu, ef þeir drykkju slíkt kaffi á sama hátt og þeir drekka sitt eigið kaffi, verða miður sín af koffeíneitrun. Þá ætlum við að slá botninn í þetta kaffibollarabb og Vólium, að ykkut* smakkist sopinn betur, þegar þið eruð örlítið fróðari um þennan gæðadrykk. ©§r skipa§alan Aukið blæfegurð hársins . .. með hinu undraverða WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári. WHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . þetta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. þetta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njóta sín og slær töfraljóma á það. Hvítt fyrir venjulegt hár — Blátt fyrir þurrt hár — Bleikt fyrir feitt hár. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 — Simi 11275. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.