Vikan


Vikan - 24.11.1960, Blaðsíða 10

Vikan - 24.11.1960, Blaðsíða 10
ELLY var ekki þannig stúlka, að hún léti heillast aí ókunnugum mönnum. En Kristján írændi var nú svo sérstæður, allt öðruvísi en herra EUý Mortensen leit á gestgjafa sína ákveSin á svip. — Mig gildir einu, hversu erfitt er að vekja nýja leigjandann á neðstu hæðinni, sagði hún ákveðin. — Ég lofaði að vekja alla leigjendurna, ef þið gætuð einhvern tíma komið ykkur saman um að taka frídag, og einn óviðfelldinn eðlisfræðikennari fær mig ekki til að ganga á bak orða minna. — En, ungfrú Mortensen, sagði hr. Wilhelm á- hyggjufullur, í morgun varð ég að fara inn til hans og gera honum rúmrusk. — Það skal ég ekki gera, þvi lofa ég yður, sagði Ellý brosandi. Þetta var líka fyrsti morguninn, og það er ekki víst, að hann sé alltaf svona erfiður við- ureignar. Ég hef alizt upp með þremur bræðrum, sem sváfu allir eins og steinar, einkum á morgnana, svo að ég veit, hvernig ég á að haga mér í svona málum. Þar að auki vil ég gjarnan fara snemma á fætur í fyrramálið, þvi að við Bettý ætlum í Tívolí annað kvöld og ég þarf að strauja kjólinn minn. Bettý var ein af leigjendunum, og Ellý hafði kynnzt henni, þegar hún kom úr sveitinni til Kaupmanna- hafnar fyrir hálfu ári. En morguninn eftir, þegar Ellý gekk fram hjá herbergi Bettýjar, andvarpaði hún, og það var ekki laust við, að hún öfundaði Bettý, því að kærastinn hennar hafði komið i óvænta heim- sókn, og nú urðu þær auðvitað að hætta við Tívolí- ferðina i þetta skipti. — En ég get vel farið ein, hugsaði Ellý, þar sem hún gekk eftir ganginum með tebolla í annarri hendi og prik í hinni. Hún lagði bollann varlega frá sér við dyr leigjandans, síðan lamdi hún á dyrnar með prikinu, einbeitt á svip, — varlega fyrst í stað, en siðan af öllu afli. Eftir það, sem hr. Wilhelm hafði sagt, var hún ekki svo mjög hissa, þó að þetta bæri ekki árangur. Hún herti upp hugann og hélt áfram barsmíðinni, en ekkert dugði. Ellý fannst hún vera eins og herforingi, sem gæti ekki náð í óvinina til að berjast við þá, og hún fór og sótti vopn, sem hún vissi, að mundi ekki bregðast. Hún kom aftur að vörmu spori, opnaði dyrnar í liálfa gátt og stakk hendinni inn um rifuna. En hávaðinn i vekjaraklukk- unni hennar hafði engin áhrif. Ellý leit i kringum sig og kom auga á skolpfötuna. Hún flýtti sér niður og sótti skörung, sem hr. Wilhelms átti. — Ef þetta dugar ekki, neyðist ég til að fara og kaupa fallbyssu, tautaði hún. Hún opnaði dyrnar dálítið meir og ýtti skolpfötunni inn fyrir. Hún greip skörunginn, teygði handlegginn inn fyrir og lamdi í fötuna af öllum kröftum, svo að þetta líktist trmubuslætti, sem jafn- vel negrarnir í Afriku hefðu getað öfundað hana af. Hún hélt þessu áfram í tvær mínútur, svo hlustaði hún með eftirvæntingu. Hávaðabrak leiddi i ljós, að hr. Berg hefði rumskað, og eftir hljóðinu að dæma var hann ekki neitt fis, hugsaði Ellý. — Teið yðar, hr. Berg, hrópaði hún með lofsverðri kurteisi. Hún beið eftir svari, til að fullvissa sig um, að hann væri vaknaður. Þá heyrði hún kallað þrumandi rödd: — Framvegis vona ég, að þér látið yður nægja að berja að dyrum! Það kom kökkur í hálsinn á Ellý, — og hún var ekki alveg eins alúðleg í málrómn- um, þegar hún sagði honum, að síðustu tíu minúturnar hefði hún reynt allt, sem henni gat komið til hugar, að því undanskildu að brjóta niður dyrnar. — Þér þurfið nú ekki að vera svona æst út af þessu, sagði röddin innan frá, líkt og verið væri að tala við kenjóttan krakka. Ellý stundi. Hún iýsti því fyrir hr. Berg með fáum, vel völdum orðum, hvað hún hafði haft fyrir stafni síðustu tíu mínúturnar, og til að koma i veg fyrir allan misskilning sagði hún honum álit sitt á karlmönnum yfirleitt og þó sérstaklega álit sitt á hr. Berg. Hún heyrði lágan hlátur hinum megin við dyrnar. — Það er naumast, sagði hr. Berg. — Mér fellur vel við skapmiklar stúlkur. Við ættum að borða saman miðdegisverð, þá get ég beðizt afs'ökunar. Ellý varð steinhissa. Hún tók fötuna, skör- unginn, vekjaraklukkuna og prikið og hljóp sem fætur toguðu niður stigann. Það munaði minnstu, að hún rækist á Bettý. — Til hamingju, sagði Bettý hlæjandi. — Þú ert ekki að eyða tímanum til ónýtis, þér hefur tekizt að vekja alla í húsinu i einu. Hefur þér nokkurn tíina dottið í hug, að ef þú skyldir verða leið á skrifstofuvinnunni, gætirðu áreiðanlega fengið vinnu hjá út- varpsdeildinni, sem sér um hljóðprófanir? Aljt í einu varð henni Ijóst, að Ellý var eitthvað miður sin. — Hvað hefur komið fyrir? spurði hún með samúð. — Þessi, — þessi fituhlunkur, sagði Ellý gröm. Við vorum í háarifrildi, og þá var hann svo ósvífinn að bjóða mér til miðdegis- !□ VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.