Veðrið - 01.04.1965, Blaðsíða 5
Sveinn Pálsson notar fjögur vindstig í veðurtöílmn sínum (Lbs. 306 4to):
logn, þegar ekki finnst, hvaðan hann er á.
golu, meðan ekki hvítfyssar á vatni
hvassviðri, þegar Iivítfyssar vatn, en skefur ekki
stormur, þegar vatn skefur, torfhús skjálfa o. s. frv.
Rasmus Lievog, sem athugaði veður á Lambhúsum 1779—1805, segist tilgreina
vindmagn með siimu orðum og notuð hafi verið í Rundetárn á árunum 1775—
1779. Þau eru (á íslenzku):
0 = logn
1 = liægviðri
2 = vindblær
3 = blástur
Árni Thorlacius í Stykkishólmi notar svipaðan vindstiga og Lievog:
0 = logn 4 = hvassviðri
1 = andvari 5 = stormur
2 = kaldi 6 = ofviðri
3 = stinningskaldi
Þarna eru notuð 6 vindstig, fyrir utan logn. Sömu orðin eru enn notuð, en
yfirleitt við tviifalda tiilu í vindstigum. Millistigum hel'ur verið bætt við, og
sums staðar hefur ckki tekizt sem bezt að velja þcim nöfn.
4 = sterkur blástur
5 = stormur
6 = sterkur stormur
Veðurhæð og sjólag
Þýzka veðurstofan, sjávardeildin, í Hamborg, hefur nýlega gefið út vandaðar
ljósmyndir, er sýna sjólag á opnu liaii við mismunandi vindstig, lrá 0—12. Hefur
dr. F. Krúgler veðurfræðingur tekið flestar myndirnar, en liann hefur oft verið
á þýzkum hafrannsóknaskipum á Grænlandshali undanfarin ár. Myndirnar eru
nijög gagnlegar til þess að dæma veðurhæð eftir sjólagi. I stuttu máli eru helztu
cinkennin þannig:
0 vindstig Spegilsléttur sjór
1 - Gráð
2 — Smábárur, hvítnar hvergi í
3 — Hvítnar í stöku báru
4 — Hvítnar víða í báru
5 — Langar, lágar öldur, hvítnar í hverri báru að lieita má
6 — Allstórar bárur með freyðandi földum
7 — Þungar öldur með löngum sköflum. Sums staðar sjást löðurgárar
undan vindi
8 — Stórir brimskaflar á rúmsjó, löður tekur að þeytast i'ir sktiflunum og
mynda langa löðurgára undan vindi
9 — Holskeflur taka að myndast. Hvítir rokgárar um allan sjó
10 — Stórar holskeílur. Sjór í hvítaroki, svo að dregur úr skyggni.
VEÐRIÐ — 5