Veðrið - 01.04.1965, Síða 6

Veðrið - 01.04.1965, Síða 6
11 — Stórsjór. Öldufaldar sundrast af vindinum og löðrið rýkur sem mjöll 12 — Sést lítið fyrir saeroki og drifi. Afl og hraði vindsins í Lanztiðindum, 1. ár, 15. júní 1850, er eftirfarandi klausa, líklega eftir séra Magnús Grímsson: „Menn liafa gjört margar athugasemdir um afl vinds og hraða og eru ályktanir þær, sem hér skal frá scgja, dregnar af þeirn athugunum Hægasti vindur (andvari, blœr) eða sá vindur, sem menn finna aðeins, fer 5400 fóta lang- an veg á klukkuslund hverri [þ. e. o,5 metra á sek.], nokkuð meiri vindur (kalda- korn) fer 10 800 let [um I m/sek.], goluvindur 21 600 [um 2 metra á sek.] stinn- ingskaldi 58 800 [um 5 metra á sek.] stormkorn 108 000 til 216 000[9.3—18.6 metrar á sek.], stormur eða hvass vindur 313 200 [27 metrar á sek.] og fellibylur eða sá vindur, sem þeytir um koll og brýtur hæði hús og tré 416 000 [um 36 m/sek.] eða 135 fet [rétt 116 fet] á einni sekúndu. Það er alkunnugt, að á sama tíma blása oft vindar úr gagnstæðum átturn, þann- ig að annar vindur er ofar eða hærra í lofti uppi en liinn. Sjófarendur hafa þrá- faldlega tekið eftir þvf, að ísar í norðurskautshöfunum hafa borizt í tvær gagn- stæðar áttir, svo að annar jakinn hefur sýnst renna þvert á móti vindi, er annar hefur farið undan vindi og kemur þetta af því, að jakar þeir, sem fara móti vindi ná dýpra niður í sjóinn og berast af straumunum í djúpinu, sem þá meiga sín meira en vindurinn á þeim hluta jakanna, sem upp úr sjó stendur og minni er fyrirferðar. Af því að nú jakarnir standa mishátt upp og mislangt niður í sjó- inn, þó þeir séu hvor hjá öðrum eða í sömu ísbreiðunni, þá verkar líka vindur og straumur misjafnt." Hafísinn í vetur Á haustmánuðum sáust engin merki þess, að íshætta væri meiri en venjulega. 1 október var íslaust við A-strönd Grænlands norður um Apútítek og þaðan gisið ísrek norður fyrir Tóbínhöfða. í nóv. var eftirlektarvert, að íshrafl hafði breiðzt austur að Jan Mayen, en milli Vestfjarða og Grænlands mátti heita íslaust. f byrjun janúarmán. verður landhelgisvélin SIF vör við ísjaðar um 35 sjóm norður af Horni. Vegna dimmviðris sást ísinn aðeins í ratsjá. H. 2. febrúar er ísjaðar á svipuðum slóðum, um 30 sjóm norðvestur af Straumnesi og liggur suðvestur, svo að fjarlægð norðvestur af Barða er aðeins 35 sjóm. Síðan þokast ísinn nær landi, og 13. febr. er allþétt ísrek fvrir mynni ísafjarðardjúps og austur fyrir Horn, en þaðan stefnir ísjaðar í ANA. Samfelldur ísjaðar er þá aðeins 20 sjómílur NV Straumnesi. Næstu vikur helzt ísinn óbreyttur við Vestfirði eða lónar heldur frá, en jafnhliða nálgast ísinn alla norðurströnd landsins, og 25. febr. er ístunga komin suður fyrir Langanes, og næstu daga berst hún suður á bóginn með Austur-Islandsstraumnum og norðlægri vindstöðu. Þ. 18. marz hefur ís lagzt alveg 6 — veðrio

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.