Veðrið - 01.04.1965, Blaðsíða 7

Veðrið - 01.04.1965, Blaðsíða 7
ii])]) að Langanesi, og þ. 24. eru Austfirðir fullir af ís suður að Reyðarfirði, en syðstu ísrastir ná suður um Hvalbak. I>. 20. er gisið ísrek komið suður á móts við Stokksnes (við Hornafjörð). Sfðan hefur ísinn ýmist lónað nt eða inn á fjörð- um nustan lands, en siglingaleið algerlega lokuð lyrir Langanes. Skip hafa nokkrum sinnum komizt lyrir Horn, en átt í erfiðleikum á Húnaflóa. Dreifðastur hefur ísinn jafnan verið fyrir Norðurlandi, frá Skaga að Sléttu, þótt allmikil dagaskipti hafi orðið í því efni. Sd. 4. apríl var flogið ylir Skagafjörð og norður á íseyna Arlis II, sem þá var á 72°10' N og 17°30' V. Mjiig gisið ísrek var þá á Skagafirði og íslítið úti fyrir, en vegna þoku var ekki liægt að sjá sjálfa ísbrúnina. Meginísinn var mjög samfelld- ur, eftir að !:om norður fyrir 00°30' N, en þó voru þar býsna margar vakir, rifur og lænur í ísinn. Norðan við 70° sáust hins vegar engar vakir og varla smárifa á isbreiðunni. Þegar þetta er skrifað, 20. apríl, er íslaust að mestu á Austfjörðum en gisið ís- lirafl úti lyrir. ís liggur að Horni og Langanesi, en er að lóna frá landi fyrir liægri S-átt. Jón Eypórsson. Nýr höfundur í þetta liefti skrifar ungur veðurfræðingur, Markús Á. Einarsson, gagnmerka og fróðlega grein um sólgeislun almennt og geislunarmælingar í Reykjavik. Markús er fæddur í Reykjavík 5. marz 1939. Foreldrar lians eru Einar Þorsteins- son frá Langholti í Flóa og kona hans, Ingibjörg Helgadóttir. Stúdentsprófi lauk Markús í Rvík 1959 og cand. real. prófi í veðurfræði við háskólann í Osló 1904. Fjallaði prófritgerð hans um sólgeislun. Markús starfar nú sem veðurfræðingur við Hugveðurstoluna á Keflavíkurflugvelli J-Ey. VEÐRIÐ — 7

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.