Veðrið - 01.04.1965, Page 8

Veðrið - 01.04.1965, Page 8
MARKÚS Á. EINARSSON: Um sólgeislun ] þessu greinarkorni verður farið nokkrum almennum orðum um sólgeislun, og vikið verður að niðurstöðum geislunarmælinga, senr framkvæmdar liafa verið í Reykja- vík undanfarin sjii ár. Geislun má skilgreina sem bylgjur, er ferðast með 300.000 km hraða á sekúndu (ljóshraðanum), en Jrað er mesti Iiraði, sem Jrekkist í náttúrunni. Með þessum hraða er ljósið aðeins 1.28 sekúndur á leiðinni frá tungli til jarðar, en tungl- flaugar stórveldanna nota nokkra daga á sörnu vegalengd. Bylgjusvið geislunar er háð uppbyggingu og eðli Jtess efnis, sem geisluninni veldur. Sólin sendir út geislun samsetta af bylgjum, sem ná frá allra stytztu hlutum bylgjusviðsins til hinna lengstu. Ýmsar lofttegundir og gufur hinna ýmsu frumefna senda aftur á móti út — eða nema í sig örfáar bylgjulengdir, svokallaðar „línur" eða „bönd“ á bylgjusviðinu, sem þá eru einkennandi fyrir geislun Jress efnis, sem í hlut á. Bylgjulengdir eru oftast mældar í einingunni mikron, sem er 1/10 000 hluti sentimetra (10—4 cm). Allra stytztu bylgjur eru gjarnan 1/10 000, eða jafnvel 1/1 000 000 hluti úr míkroni að lengd, og má sem dæmi um slíka geislun nefna Röntgen-geislun. Útfjólublá geislun hefur lengri bylgjur eða allt að 0.4 míkron, en næst þcim kemur hinn sýnilegi hluti bylgjusviðsins, og nær hann aðeins frá 0.4 míkronum til 0,74 míkrona. Enn lengri eru svo innrauðar bylgjur og útvarps- bylgjur. Frá veðurfræðilegu sjónarmiði eru útfjólubláu, sýnilegu, og innrauðu hlutar bylgjusviðsins mikilvægastir. Áður en lengra er haldið, væri ekki úr vegi að líta aðeins á þau grundvallar- lögmál, sem gilda um geislun. Víðtækast Jteirra er Plancks lögmál, sem kennt er við Jtýzka eðlisfræðinginn Max Planck (1858—1947), en Jrað tengir saman hita- stig og bylgjulengdir „fullkomins útgeislara", en „fullkominn útgeislari" eða svartur hlutur, eins og það er einnig nefnt, er hlutur, sent nemur algerlega í sig alla geislun, sem á hann fellur. Reyndar er ekki til sá hlutur í náttúrunni, sem uppfyllir þetta skilyrði við allar bylgjulengdir, en engu að síður er hugtakið mjög gagnlegt og mikið notað. Má sem dæmi nefna, að í allflestum geislunarútreikn- ingum er litið á sólina sem „fullkominn útgeislara”. Með hjálp Plancks lögmáls 8 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.