Veðrið - 01.04.1965, Qupperneq 10

Veðrið - 01.04.1965, Qupperneq 10
/. Árssveijla sólgeislunar i Reykjavik, júlí 1957—des. 1960. Skýringar i lesmáli. ana, við ytra borð lofthjúpsins, er kallaður sólsluiiuU. Mjög erfitt hefur reynzt að maela sólstuðulinn með nægri nákvæmni, en tímafrekar mælingar, sem fram- kvæmcfar hafa verið um árahil, hafa leitt í Ijós, að hann er tæpar tvær kaloríur á mínútu á hvern cm2 (kaloría er sá varmi, sem þarf til að hita 1 gr af vatni frá M.r)°C tii 15.5°C). Á síðustu árum hafa eklflaugar og gervitungl komið til sög- unnar, og munu mælingar framkvæmdar með slíkum tækjum vafalítið valda straumhvörfum í rannsóknum á geislun sólar og þeim sveiflum, sent ef til vill eiga sér stað á gikli sólstuðulsins. A leiðinni gegnum loftltjúpinn verða margvlslegar hindranir á vegi sólgeisl- anna, og nær ekki nema tæpur helmingur geislunarinnar að jafnaði niður til yfirborðs jarðar. Stór hluti endurvarpast og hverfur aftur út í geiminn, og eru það fyrst og fremst skýin, sem því valda. Að auki nema ýmis efni lofthjúpsins i sig geislun ákveðinna bylgjulengda. Ber í því sambandi fyrst og fremst að minn- ast á ózon, vatnseim og kolsýring. Ozon er virkast í 20—30 km hæð frá jörðu, og hindrar það útfjólubláa geisla, sem eru bylgjustyttri en 0,20 míkron, í að komast lengra. Má segja, að ózonið tnyndi ósýnilega ltlíf, sent verndar allt líf á jörðinni gegn hættulegri útfjólublárri geislun. Áhrifa vatnseims og kolsýrings verður fyrst vart að ráði fyrir neðan veðrahvörfin í 10—12 km hæð. Ennþá er ekki vitað ná- kvæmlega unt allar þær bylgjulengdir, sem |>essi efni nema í sig, og er það eilt al mikilvægustu rannsóknarefnum að finna hið virka bylgjusvið þeirra. Eftir er svo að ttefna dreifingu sólgeislanna af völdum rykagna og vatnseims. Geislarnir dreifast í allar áttir, og bylgjustuttir geislar meir en langir. Blátt Ijós dreifist því 10 -- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.