Veðrið - 01.04.1965, Page 11

Veðrið - 01.04.1965, Page 11
meir en rautt, og er þar að finna skýringu á hinum bláa lit himinsins. Annað dæmi er hinn rauði litur, sem sólin fær á sig, þegar hún er lágt á lofti. Leið sólargeislanna gegnum lofthjúpinn er þá lengri en ella, og tapast megnið af bláa ljósinu við dreifingu á leiðinni, og verður því rauða ljósið yfirgnæfandi. Til þess að skilja orsakir veðurbreytinga og hegðun loftstrauma, er nauðsyn að kunna sem hezt skil á því magni sólgeislunar, sem að notum kemur á hverjum stað og hverri árstíð. Áður var minnzt á sólstuðulinn og mælingar við ytri ntörk lofthjúpsins. jafn- mikilvægt er að mæla að staðaldri þá geislun frá sól og liimni, sem nær niður til ylirborðs jarðar. Er þá yfirleitt mæld sú geislun, sem fellur á lárcttan flöt, og mælist þá bæði geislun sú, sem kemur beint lrá sólinni og geislun, sem lyrst hefur Iiitt á ský eða vatnseim í lofthjúpnum og endurvarpast eða dreifist þaðan til jarðar. Mælingar sem þessar eru framkvæmdar mjög víða unt heim, og veita þær ómetanlegar upplýsingar um hegðun sólgeislunarinnar. í Reykjavík hófust mælingar á geislun frá sól og himni í júlí 1957, og hefur þeim verið haldið áfram síðan nema hvað mælitæki voru biluð meiri liluta ársins 1961. Sá, er þetta ritar, helur unnið nokkuð úr mælingum þeim, sem gerðar voru á tímabilinu júlx' 1957 til des. 1960. Hér er ekki rúm til að rekja nákvæmlega þær niðurstöður, sem fengust, cn rctt er ]jó að benda á nokkur atriði, sem fram komu. Mynd I sýnir á þrjá mismunandi vegu árssveiflu sólgeislunar í Reykjavík á áðurnefndu tímabili (Einingin er fjöldi kalóría á dag á hvern cm-). G« sýnir þá geislun, sem falla myndi til jarðar, ef allir dagar væru hciðskírir. Þá eru engin ský á himni til hindrunar, og er því geislunin nær eingöngu háð árlegum sólargangi enda sýnir línuritið hámarksgeislun seinni hluta júnímánaðar, eða um sumar- sólstöður, þcgar sólar nýtur bezt og lengst. G sýnir meðalgcislunina, eins og hún var á tímabilinu. Myndin sýnir, að geislunin hcfur náð hámarki í maí og aftur i júlí, en júní hefur nokkuð minni geislun. Þetta þykir ef til vill undarlegt, ]>ar eð sól er hæst á lofti í júní, enda má auðvcldlcga sýna lram á, að þetta stafar af mjög óhagstæðri veðráttu og miklti skýjafari þá júnímánuði, sem unt er að ræða. Línuritið fyrir G liggur í heild undir Gq, og sýnir það liver áhrif skýin hafa á geislunina. Verður og nánar vikið að því. Að lokum er á myndinni teiknað línurit lyrir relativa geislun, G/G() (í %), sem er hlutlallið milli geislunarinnar G og þeirrar geislunar, scm mátt hefði vænta, liefði dagurinn verið lieiðskír. Þetta hlutlall hcfur það sér til ágætis, að við notkun þess hverfur sá hluti árssveiflunnar, sem telja má lil hins árlega sólargangs, og sýnir línuritið þetta ljóslcga. Þá sveiflu, sem cftir er, má því nær eingöngu rekja til veðráttunnar, einkum skýjalars, sem er sá veðurþáttur, sem mestu ræður. Utreiknað ársmeðalgildi lyrir G/G() reynclist vera 57.9%, en það þýðir, að um Jxað bil 42% þeirrar geislunar, sem vænta mætti á heiðskírum dögum, hverfur vegna endurvarps og dreifingar í skýjum, og einnig nemur vatnseimur jxeirra nokkuð í sig. Erlendis hafa nokkrunt sinnum verið gerðir víðtækir útreikningar á sólgeislun fyrir allt norðurhvel jarðar. Hefur þá verið safnað saman niðurstöðum geislunar- mælinga víðs vcgar að, og einnig hafa alntennar veðurathuganir verið notaðar, — 11 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.