Veðrið - 01.04.1965, Page 14

Veðrið - 01.04.1965, Page 14
saman við þau meðalgildi, sem tölur Houghtons leiða til fyrir G4° norðlægrar breiddar. Kemur í ljós, að geislun á heiðskírum dögum í Reykjavík er nokkuð liærri en meðaltalið fyrir breiddargráðuna eða 32!) kalóríur á cm2 og dag — á móti 300 kalóríum á cnr og dag. I heiðríkju virðist því loltið ylir Rcykjavík vera tærara en almennt gerist, enda er li'till stóriðnaður liér, og kol eru fremur lítið notuð. Skapast því ekki eins mikil óhreinindi af mannavöldum og ella væri. Einnig kemur í ljós við samanburð, að skýjahula í Reykjavík var mun meiri á tímabilinu, en meðaltalið fyrir breiddargráðuna, eða 71.0% á móti 65%. El litið er á meðalskýjahulu fyrir lengra tímabil, t. d. 1931—60, þá fæst gildið 72.5%, sem er jafnvel enn hærra. Hér rýrnar þvf geislunin rneira vegna skýjtt en almennt gerist á okkar breiddargráðu, enda kom í ljós, að geislun sú, sem fram ylir var við heiðskíran himinn, hverfur vegna hinnar miklu skýjahulu, þannig að með- algeislunin I Reykjavík reyndist að öllu samanlögðu vera jöfn þeirri geislun, sem Houghton reiknar með fyrir sömu breiddargráðu. Við úrvinnslu geislunarmælinganna var framkvæmd tölfræðileg (statistisk) rann- sókn á sambandi milli geislunar og annarra þátta, svo sem sólarhæðar, sólskins- stunda, skýjahulu, rakastigs o. II. Ekki er hér uunt að skýra niðurstöður til lilítar en aðeins skulu nefnd nokkur dæmi til glöggvunar. ðfynd II sýnir samband og líkingar milli sólarhæðar (h) og klukkustundargilcla geislunarinnar (G), sérstaklega fyrir heiðskíran himin (efri lína) og alskýjaðan himin (neðri lína). Einstök gildi, sem mæld liala verið, eru einnig teiknuð inn, og gefur það nokkra hugmynd um ágæti sambandsins, hvernig þau safnast um meðallínuna. Eins og sjá má, er um mjög náið og gott samband að ræða við heiðskíran himinn, og má sjá, að géislun eykst jafnt með vaxandi hæð sólar. Má hiklaust nota líkinguna til að reikna út meðalgeislunargildi og nægir þá að vita um meðalsólarhæð þá klukkustund, sem geislunargildi vantar fyrir. Við alskýj- aðan himinn er samhengið mun lélegra, eins og sjá má. Geislun eykst hér mikl- um mun ntinna með vaxandi sólarhæð, og einstök gildi eru mjög dreifð umhverfis meðallínuna, enda gctur verið um mjög breytilegan þéttleika og Jjykkt skýja að ræða, ]>ó að himinn sé alskýjaður. I tölfræðilegri athugun á sambandi milli relatívrar geislunar G/G(> (daglegia gilda) og ýmissa veðurþátta kom í ljós, að bezt samband læst við notkun relatívs Ijölda sólskinsstunda S/So (í %), eða skýjahulu. Mynd III sýnir fyrir mánuðina júlí—des. sambandið milli G/G« og S/So, og mynd IV sýnir lyrir sömu mánuði sambandið milli G/Go og meðalskýjahulu dagsins (Nd) í fyrsta veldi (rétt lína) og í öðru veldi (bogin lína). A báðum myndum eru einstök gildi teiknuð til glöggvunar, og má sjá, að um mjög gott samhengi er að ræða yfir sumarmánuðina, en fremur lélegt að vetrarlagi, enda gcfa geislunarmælarnir lélegar og óáreiðanlegar niðurstöður, J>egar sól er mjög lágt á loíti. í ljós kom, að líkingin ntilli G/G(> og S/S(> gaf bezta raun. N,,2 reynd- ist betur en N(1, og stalar J>að af ]>ví, að mismunandi skýjategundir hindra geisl- unina mismikið. Ef sleppt er vetrarmánuðunum (einkum desember og janúar), má auðveldlega nota líkingar sem ]>essar til að ákvarða meðalgeislun ákveðins ntánaðar út frá 14 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.